Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

Guðrún Jóhannesdóttir.
Guðrún Jóhannesdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Hjá þessu fólki eru skúffurnar í eldhúsinu ekki troðfullar af áhöldum og ílátum heldur geyma bara það sem þarf og það sem er notað.

Stóra spurningin er þá þessi: Hvað á að gefa mínimalistanum?

Guðrún í Kokku fer létt með að finna svarið. „Það sem mínimalistar vilja eru áhöld sem þjóna mörgum hlutverkum. Microplane-rifjárnin eru einmitt þeim eiginleika gædd og getur t.d. eitt slíkt rifjárn komið í staðinn fyrir hvítlaukspressu, múskatrifjárn, möndlukvörn og piparkvörn.“

Að sögn Guðrúnar eru rifjárnin frá Microplane í algjörum sérflokki og miklu beittari en gengur og gerist, sem gefur þeim aukið notagildi. „Þau fást með hnotuskafti, sem þykir fallegt, eða með gúmmískafti sem fer vel í hendi. Þá er óvitlaust að láta fylgja með fingurhlíf sem hlífir puttunum við hárbeittum blöðunum.“

Rifjárnin frá Micropla­ne eru góð gjöf fyrir mínimalista.
Rifjárnin frá Micropla­ne eru góð gjöf fyrir mínimalista.

Er meira að segja hægt að fá agnarsmátt prufu-rifjárn sem var upphaflega framleitt svo að fólk gæti fengið að sannfærast um eiginleika Microplane-varanna áður en fjárfest væri í rifjárni í fullri stærð. „Ég á eitt þannig prufurifjárn og tek það með mér upp í sumarbústað til að geta t.d. rifið súkkulaðispæni út á kakóið mitt,“ segir Guðrún en mælir ekki endilega með því að rifjárn í prufustærð sé notað í almenna matseld – ekki einu sinni á naumhyggjuheimilum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál