Svona á jólaskraut ekki að vera

Ísbjörnunum var stillt upp á umdeildan hátt.
Ísbjörnunum var stillt upp á umdeildan hátt. skjáskot/Twitter

Fólk er byrjað að skreyta enda ekki nema fimm vikur í jólin. Jólaskreyting í verslunarkjarna í Bretlandi vakti athygli enda þótti uppstilling á ísbjörnunum sem notaðir voru til þess að skreyta fyrir jólin afar umdeild. Fólk ætti líklega að varast að skreyta á sama hátt heima hjá sér.

Jólahátíðin er tími fjölskyldunnar en ísbjörnunum var stillt þannig upp að þeir litu út fyrir að vera að stunda kynlíf, að minnsta kosti frá ákveðnu sjónarhorni séð. Greinir Mirror frá því að margir hafi furðað sig á uppstillingunni. Reyndar virðist sem ákveðnir einstaklingar hafi haft gaman af útstillingunni. 

Verslunarkjarninn baðst afsökunar á útstillingunni eftir að netverjar vöktu athygli á henni. Hefur útstillingunni einnig verið breytt. 

Það skiptir máli hvernig horft er á útstillinguna.
Það skiptir máli hvernig horft er á útstillinguna. skjáskot/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál