Óvenjulegar kröfur á leigumarkaðnum

Joey og Chandler voru oftast nokkuð sáttir þegar þeir leigðu …
Joey og Chandler voru oftast nokkuð sáttir þegar þeir leigðu saman í þáttunum Vinum. Ljósmynd/Imdb

Það er hægt að ná leigunni vel niður með því að deila stærri íbúð með öðru fólki. Fyrirkomulagið er ekki jafn algengt á Íslandi og í mörgum öðrum löndum en þeir sem hafa reynt það vita að það er nauðsynlegt að vera með góðan meðleigjanda. Auglýsing konu í London eftir meðleigjanda vakti mikla athygli á dögunum enda ætlaði hún ekki að lenda í pirrandi meðleigjanda. 

Mirror greinir frá því að í auglýsingu frá konunni á Facebook hafi komið fram nokkur frekar óvenjuleg skilyrði sem væntanlegur meðleigjandi þurfti að uppfylla. Á meðan atriði eins og að þrífa og taka til eftir sig eru skiljanleg eru önnur sem eru aðeins óvanalegri. 

- Meðleigjandinn mátti ekki vera heima á milli níu og fimm á virkum dögum þar sem konan vinnur heiman frá sér. 

- Segir konan að bæði hún og hinn meðleigjandinn séu róleg og því er bannað að vera með læti. Bendir hún sérstaklega fólki á að nota hurðarhúna í stað þess að skella hurðum. 

- Fólk sem notar Skype eða talar mikið í símann kemur ekki til greina. Heyrnartól eru nauðsynleg ef horft er á sjónvarpið eða eitthvað í tölvunni á kvöldin. 

- Partý og matarboð er ekki eitthvað sem fólk sem íhugar að leigja í húsinu getur búist við. Það sé hins vegar nauðsynlegt að heilsa hinum í húsinu og taka þátt í léttu spjalli. 

- Nýi meðleigjandinn verður að eiga vini, svo hann hangi ekki bara heima alla daga. 

- Verður að þrífa á ákveðnum dögum. 

- Bannað að fara oft á klósettið á dag og hanga á klósettinu. 

- Bannað að elda fyrir hálfníu á morgnana og ellefu á kvöldin. Stundum leyfir konan það en þá bara til þess að nota örbylgjuofninn.

- Allir þurfa ganga frá eftir sig strax. 

- Vinir mega ekki heimsækja íbúðina oftar en þrisvar í viku og kærastar eða kærustur ekki sofa í íbúðinni oftar en þrisvar eða fjórum sinnum í viku. 

- Bannað er að vera undir áhrifum í íbúðinni. 

Fátt er verra en slæmir meðleigjendur.
Fátt er verra en slæmir meðleigjendur. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál