Drottning Skreytum hús í jólaskapi

Soffía Dögg Garðarsdóttir er komin í jólaskap.
Soffía Dögg Garðarsdóttir er komin í jólaskap. mbl.is/Árni Sæberg

Soffía Dögg Garðarsdóttir tekur jólin með trompi. Hún elskar að skreyta og búa til sérstaka stemningu um jólin. Hvert einasta herbergi í húsinu fær á sig jólaljóma með ljósi, skrauti og greni. 

Soffía Dögg er blómaskreytingakona og heldur úti vefnum Skreytum hús. Hún er dugleg að sýna fylgjendum sínum það fallegasta að hennar mati hverju sinni. Hún sér um útstillingar í verslunum og aðstoðar fólk við að gera heimilið sem fallegast.

Jólin hjá Soffíu Dögg eru engu öðru lík. Valdimar Björn Guðbjörnsson eiginmaður hennar og börnin þeirra, Valdís Anna og Garðar Freyr, taka þátt í jólaundirbúningnum. Hún er mikið fyir hvítan lit, greni og köngla og nostrar við hvert einasta svæði í húsinu.

„Ég er mikið jólabarn og skreyti hátt og lágt. Ég er mjög hrifnæm að eðlisfari og set minn stíl á allt sem ég geri. Þegar eitthvað er tilbúið fæ ég þessa hugbreytandi tilfinningu; ánægju sem fer um allan líkamann.“

Soffía er hrifin af hlutum frá ýmsum tímabilum. Margt af því skrauti sem hún notar er antíkskraut með mikla sögu. „Ég á falleg antíkskíði, -skauta, -skraut og fleiri hluti sem ég skreyti með hér heima. Eins er mikið af jólaskrautinu mínu, svo sem kúlurnar á jólatrénu, frá mömmu og ömmu svo dæmi séu tekin. Ég nota ekki mikið af rauðum lit fyrir jólin en er þeim mun hrifnari af greni, ljósum og könglum.“

Soffía er sjálf alin upp á heimili þar sem sem foreldrarnir voru duglegir að nostra við að skreyta. „Mamma föndraði jólasveina, Grýlu og Leppalúða og pabbi bjó til helli fyrir jólasveinafjölskylduna, með fallegu ljósi, svo úr varð yndisleg stemning hjá okkur fyrir jólin. Ég keypti gervitré inn í mitt herbergi 16 ára að aldri sem ég skreytti eftir mínu höfði. Í raun var ég þannig barn að foreldrar mínir buðu mér góða nótt klukkan 10 að kveldi. Síðan þegar þau vöktu mig morguninn eftir var ég ennþá í herberginu, en herbergið sjálft var kannski breytt. Ég var alltaf að snúa við, endurraða og bæta. Að gera hlýlegt og fallegt í kringum mig er mér þess vegna í blóð borið ef svo mætti segja.“

Það sama á við inni á heimili Soffíu; börnin hennar fá að taka þátt í að skreyta með mömmunni og þegar kemur að herbergi þeirra fá þau að ráða miklu. „Dóttir mín var ung að aldri þegar hún fékk kennslu hjá mér í hvernig best væri að skreyta jólatréð, hún hefur síðan látið þessa þekkingu ganga áfram til bróður síns og saman taka þau verkefnið að skreyta af mikilli alvöru en líka gleði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál