Endurhönnuðu blokkaríbúð í Breiðholti

Glerveggur stúkar af stofu og sjónvarpsherbergi. Það gerir það að …
Glerveggur stúkar af stofu og sjónvarpsherbergi. Það gerir það að verkum að birtan flæðir óhikað um rýmið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Hafsteinn Júlíusson og Karitas Sveinsdóttir eigendur HAF Studio endurhönnuðu íbúð í Breiðholti. Í íbúðinni er allt hvítmálað en lögð áhersla á að nota fallegan við og hlýleg húsgögn til að skapa huggulega stemningu. 

Íbúðin sjálf er ósköp venjuleg blokkaríbúð í Breiðholtinu með þokkalega góðu útsýni. Eldhúsið er opið inn í stofu en í stað þess að gera það mjög eldhúslegt er það meira eins og stofuskápur. Lítið er um efri skápa og er innréttingin stílhrein. Hún er gerð úr reyktri eik og er hvít steinplata á borðum. Innréttingin er framleidd af Parka. Fyrir ofan neðri skápana er bara hvítur veggur með fallegum hangandi ljósum. 

Á gólfunum er fiskibeinaparket úr reyktri eik sem tónar vel við eldhúsinnréttinguna. Búið er að stúka sjónvarpsherbergið af með glerveggjum sem kemur vel út í þessu rými og hleypir birtu á milli herbergja. 

Leðursófinn er úr Norr11 en borðið er frá HAF studio …
Leðursófinn er úr Norr11 en borðið er frá HAF studio og er úr nero marquina-steini. Beni Ourain-ullarmottan er frá HAF Store. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Í kringum sjónvarpið eru sérsmíðaðir skápar.
Í kringum sjónvarpið eru sérsmíðaðir skápar. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Horft úr sjónvarpsherberginu inn í stofu og eldhús.
Horft úr sjónvarpsherberginu inn í stofu og eldhús. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Innréttingin er mjög óeldhúsleg. Hún er úr reyktri eik og …
Innréttingin er mjög óeldhúsleg. Hún er úr reyktri eik og með hvítum stein. Hún er hönnuð af HAF Studio en framleidd af Parka. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Eldhúsið er stílhreint og fallegt.
Eldhúsið er stílhreint og fallegt. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Bekkurinn og hringlaga spegilinn skapar góða stemningu.
Bekkurinn og hringlaga spegilinn skapar góða stemningu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Úr íbúðinni er fallegt útsýni.
Úr íbúðinni er fallegt útsýni. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Skáparnir í forstofunni eru sérsmíðaðir. Þeir eru einnig úr reyktri …
Skáparnir í forstofunni eru sérsmíðaðir. Þeir eru einnig úr reyktri eik. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Eldhúsinnréttingin nær alla leið inn í borðstofu. Stólarnir eru Hans …
Eldhúsinnréttingin nær alla leið inn í borðstofu. Stólarnir eru Hans Wegner og fást í EPAL. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál