H&M Home opnar 420 fm búð í Smáralind

Lovísa Guðmundsdóttir, verslunarstjóri H&M Home.
Lovísa Guðmundsdóttir, verslunarstjóri H&M Home. mbl.is/Ófeigur

Lovísa Guðmundsdóttir, verslunarstjóri í H&M Home sem opnar í Smáralind í dag, segir að það þurfi ekki að kosta offjár að gera jólalegt og fallegt heima hjá sér. Nýja verslunin er 420 fm að stærð. 

„Að gera heimilið jólalegt þarf alls ekki að kosta formúu. Hengdu upp nokkra fallegar jólakúlur í gluggann, komdu fyrir púðaverum í sófanum með fallegum jólaboðskap eða hlýlegum gervifeldi, kveiktu á ilmkertum sem anga af kanil og greni og og njóttu þess að slaka á í þínu eigin jólalandi,“ segir Lovísa. 

Spurð um helstu straumar og stefnur þegar kemur að jólatískunni segir hún að jólin snúist auðvitað fyrst og fremst um samveru þar sem vinir hittast og fólk hafi það notalegt saman. 

„H&M Home kemur með tvö trend þessi jólin, annars vegar allt sem til þarf fyrir glamúrus veisluhöld og hins vegar fyrir huggulegar kósýstundir við kertaljós og bókalestur. Þykk, grófprjónuð teppi, munstur sem eru innblásin af vetrarblómum ásamt náttúrulegum efnum eins og líni, basti og viði. Fyrir þá sem ætla að fagna ærlega þessi jólin er lúxusinn í fyrirrúmi, gull og glitrandi litir, mjúkir og hlýir gervifeldir, flauel og brons. Einfalt en glæsilegt og gerir veisluhöldin enn hátíðlegri,“ segir hún. 

Hvernig finnst þér fallegast að leggja á borð fyrir jólin?

„Mér finnst alltaf gaman að blanda saman nýju og gömlu, hlutir sem bera með sér góðar minningar og allir í fjölskyldunni tengja við jólin. Það gefur borðhaldinu hlýlegan blæ og þessa yndislegu tilfinningu að nú megi jólin koma. Borðlöper í miðju borðsins og helst einhver einföld en falleg borðskreyting sem setur punktinn yfir i-ið. Smáhlutir eins og könglar, litlar jólakúlur eða jafnvel glitrandi steinar og glimmer geta líka oft komið skemmtilega út, sérstaklega á gamlárskvöld.“

Hvað er í jólatískunni í H&M Home sem ekki hefur sést áður?

„Nýjustu trendin í jólatískunni eru án efa nátturulegri litir og áferðir með áhrifum frá skandinavískri hönnun, þá sérstaklega efni eins og viður og greni. Hinir klassísku jólalitir, rautt og dökkgrænt, eru einnig meira í anda þeirra lita sem við sjáum úti í náttúru og norrænu skóglendi, þar sem hlýjunni og birtunni er fagnað á dimmasta tíma ársins,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál