Kristborg Bóel losar sig við 300 hluti

Krisborg Bóel Steindórsdóttir ætlar að losa sig við 300 hluti ...
Krisborg Bóel Steindórsdóttir ætlar að losa sig við 300 hluti í desember.

Kristborg Bóel Steindórsdóttir blaðamaður á Austurfrétt, rithöfundur, bloggari, sjónvarpskona og Instagram-stjarna ákvað að færa sjálfri sér aðeins öðruvísi jóladagatal í ár. 

„Í desembermánuði mun ég í heildina losa mig við 300 hluti af heimilinu, hluti, föt eða annað sem ekki hefur lengur hlutverk hjá okkur og eiga skilið að eignast innihaldsríkara framhaldslíf annarsstaðar.

Hugmyndina fékk ég þegar ég tók viðtal fyrir Austurfrétt við Ágústu Margréti Árnadóttur á Djúpavogi en hún hún ætlar að losa 2100 hluti af sínu heimili í desember.

Vel þekkt er innan þeirra sem að aðhyllast svokallaðan minimalískan-lífsstíl, að fara reglulega í gegnum eigur sínar og grynnka á þeim með markvissum hætti. Þá er algengt að fólk velji ákveðinn mánuð og losi sig við einn hlut fyrsta dag hans, tvo hluti annan daginn og svo framvegis þangað til mánuðurinn er liðinn. Ágústa kaus að hjóla í þetta í desember og gera úr því hálfgert jóladagatal í leiðinni, þar sem aðfangadagur verður síðasti dagurinn. Hún ákvað að taka þetta skrefinu lengra og margfalda með sjö, einn skammt fyrir hvern heimilismeðlim, í heildina 2100 hluti.

Ég ætla aðeins að losa um „eina einingu“ þrátt fyrir að við búum fleiri á heimilinu að staðaldri. Ég ákvað líka að snúa tölfræðinni við, ég losaði 24 hluti 1. desember, 23 hluti 2. desember og svo koll af kolli þar til á aðfangadag þegar ég kveð einn hlut. Mér fannst sú leið henta mér betur, að vera með meiri þunga í yfirferðinni fyrri hluta mánaðarins,“ segir Kristborg Bóel.  

Hvers vegna ákvaðstu að gera þetta?

„Ég hef síðustu mánuði meðvitað reynt að einfalda líf mitt og draga úr streitu. Í því tilliti hefur mér þótt gott að einfalda mitt nánasta umhverfi sem er heimilið mitt. Ég fann fyrst almennilega fyrir þeirri þörf eftir að ég skildi haustið 2015, að ég vildi bara halda eftir hlutum og dóti sem ég væri að nota, mér þættu fallegir og skiptu mig máli. Þá fór ég markvisst í gegnum mest allt dótið mitt, auk þess sem ég hef flutt oftar en góðu hófi gegnir undanfarin ár og alltaf losað eitthvað í hvert skipti. Ég átti því ekki mikið umfram-magn af dóti núna, en það er ótrúlegt hvað safnast þó bara á tveimur árum og ég veit að ég á eftir að fara létt með að klára þetta 300 hluta markmið. Svo er ég ekta steingeit, enda fædd 2. janúar, á sjálfan vörutalningadaginn. Það stjörnumerki hefur verið kennt við mikið skipulag og ég tengi vel við það, mér líður best ef ég hef yfirsýn yfir heimilið mitt, veit hvað ég á og hvar hlutirnir eru.“

Þessi tiltekt er rétt að byrja, hvernig líður þér með þetta? Hverju mun þetta skila?

„Í rauninni er ég rétt tæplega hálfnuð í dag vegna þess að ég snéri kerfinu við og byrjaði á því að losa 24 hluti og vinn mig svo niður, en ég er því búin að koma 147 hlutum í ferli.

Mér líður mjög vel með þetta, en við erum eins misjöfn og við erum mörg, það sem hentar mér er alls ekki það sem hentar einhverjum öðrum. Sumir vilja hafa mikið í kringum sig og það er bara frábært, en það hentar mér hins vegar ekki lengur.

Ég var einmitt spurð að því um daginn hvort ég myndi þá núna bara losa mig við allt sem mér væri gefið. Það er alls ekki þannig og ég er ekki að losa mig við hluti bara til þess að losa mig við hluti. Það er ekki þannig að ég ætli ekki að eiga neitt lengur, hætta að taka við gjöfum eða kaupa mér það sem vantar inn á heimilið. Ég er ekki að stefna að því að íbúðin mín sé að verða eins og skurðstofa með tóma veggi og bara ein stáltöng á borðinu. Engan vegin. Ég er mikil heimilismanneskja og finnst gaman að koma mér fyrir og gera heimilið að þeim griðarstað fyrir fjölskylduna sem hann á að vera. Það er þó alltaf mitt að velja hvað ég vil hafa í umhverfi mínu alla daga og ég vel að halda því sem við erum að nota, okkur finnst fallegt eða veitir okkur gleði.

Þegar ég tala um „hluti“ þá hefur það víða merkingu í þessu samhengi. Það geta verið föt sem annað hvort eru slitin eða heimilismeðlimir hættir að nota. Einnig leikföng sem ekki eru lengur í notkun eða þá skemmd. Það geta verið hlutir til heimilishalds, en ég þarf til dæmis ekki að eiga fimm trésleifar. Götóttir sokkar, of litlir skór, rifið teygjulak eða hálftómar túbur með útrunnu kremi og svo framvegis.

Núna þegar yfirferðin er hálfnuð er ég búin að fara yfir öll rými og skápa í íbúðinni minni, að unglingaherbergjunum undanskildum, þau bara gera þetta á sínum forsendum, hafi þau áhuga á því. Einnig hef ég farið einstaka ferðir í geymsluna og þar bíður mín verðugt verkefni. Hvað þarf kona til dæmis að eiga mörg skrúfjárn af sömu stærð? Já og af hverju á ég fimmtán skrúfjárn? Hvað ætla ég líka að flytja oft með fullan kassa af snúrum sem ég hef ekki notað í fimm ár og veit ekki einu sinni af hverju eru?

Enn sem komið er hefur ekkert farið í ruslið nema fjögur uppþornuð naglalakksglös. Hitt er á leiðinni í Rauða krossinn, bæði hlutir og lín. Einn poki er á leiðinni í hjálparstarf kirkjunnar sem var að auglýsa eftir betri fötum á börn og fullorðna. Útiföt sem hafa legið ónotuð um hríð sendi ég í gistiskýlið í Reykjavík sem var að auglýsa eftir slíku. Það er því engin spurning að út frá mínum bæjardyrum séð er þetta „win-win situation“ – ég kem umhverfi mínu í það horf sem ég vil hafa það og vonandi kem þeim hlutum sem ég vil kveðja á stað sem þeir nýtast betur á.

Ég finn töluverðan áhuga á þessum málum í samfélaginu sem og að fólk er að leggja sig fram um að einfalda jólahátíðina til muna. Ég hef skrifað um hvort tveggja á bloggsíðunni minni og svo sýni ég daglega frá hreinsunareldinum á Instagramsíðunni minni og þar í geng hafa nokkrir hlutið öðlast nýtt líf síðustu daga,“ segir Kristborg Bóel. 

View this post on Instagram

Að læra að elska sjálfan sig er dýrmætasta lexían. Með hækkandi aldri hef ég lært að láta álit og skoðanir annarra ekki hafa áhrif á mig. Ég er sátt í eigin skinni, elska sjálfa mig og er með því besta fyrirmyndin fyrir börnin mín. Ef við elskum ekki okkur sjálf höfum við ekkert að gefa öðrum. Hamingjan sprettur innanfrá ❤️

A post shared by K r i s t b o r g B ó e l (@boel76) on Sep 7, 2018 at 3:23pm PDT

mbl.is

Fyrrverandi kona makans alltaf að trufla

13:30 „Ég er svo döpur. Fyrrverandi kona kærasta míns er alltaf að senda honum skilaboð og trufla okkur. Alltaf bregst hann við og svarar þeim. Við erum kannski uppi í sófa að kyssast þegar síminn hans byrjar að pípa og þá bregst hann alltaf við.“ Meira »

Smekklegt heimili Snædísar arkitekts

09:32 Snædís Bjarnadóttir arkitekt hefur sett sitt sjarmerandi heimili á Seltjarnarnesi á sölu. Uppröðun á húsgögnum er einstök!   Meira »

Hálfdán vakti í 42 tíma, hvað gerist?

05:00 Hálfdán Steinþórsson vakti í 42 klukkutíma til að athuga hvað myndi gerast í líkamanum. Hann sagði að honum liði svolítið eins og hann væri þunnur og var lengur að velja orð eftir alla vökuna. Meira »

Kúa-mynstur nýjasta tískan?

Í gær, 22:15 Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner spókaði sig á snekkju í glæsilegum sundbol með kúa-mynstri. Ætli kúa-mynstur verði í tísku í sumar? Meira »

Karl Lagerfeld fjarverandi í fyrsta skipti

Í gær, 19:00 Tilkynning kom frá tískuhúsinu eftir sýninguna um að listræni stjórnandinn hafi verið of þreyttur til að koma á sýninguna. Fyrir hans hönd mætti Virginie Viard, yfirmaður listrænnar deildar Chanel. Meira »

Guðrún Bergmann: Besta heilsuráð ársins

Í gær, 16:11 „Þótt margir vilji temja sér heilsusamlegan lífsstíl, vita þeir oft ekki hvar á að byrja, né hvaða tískutrendi þeir eiga að fylgja þegar kemur að mataræði. Mörgum finnst erfiðara að ákveða hvað skal borða en að fylla út skattaskýrsluna. Næringarfræðin getur stundum verið flókið mál, en ef þú vilt einfalda hlutina og gera valið sérlega einfalt.“ Meira »

Ljótustu gallabuxurnar í dag?

í gær Fyrirsætan í umdeildum gallabuxum lítur út fyrir að hafa klætt sig í myrkri enda líta buxurnar út fyrir að vera á röngunni.   Meira »

Hví er símnotkun fyrir svefninn hættuleg?

í gær Læknirinn Rangan Chatterjee segir að símanotkun fyrir háttinn sé mjög hættuleg því tæki sem gefi frá sér bláa birtu tempri hormónið melatónín. Meira »

Hannes og Halla keyptu hús í Fossvogi

í gær Hannes Þór Halldórsson landsliðsmaður í fótbolta og Halla Jónsdóttir festu kaup á raðhúsi í Ljósalandi í Reykjavík.   Meira »

Pör sem eru líklegri til að skilja

í fyrradag Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

í fyrradag Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

í fyrradag Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

21.1. Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

21.1. Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

21.1. Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

20.1. Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

20.1. Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

20.1. Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

20.1. Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

20.1. Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

20.1. Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »