Kristborg Bóel losar sig við 300 hluti

Krisborg Bóel Steindórsdóttir ætlar að losa sig við 300 hluti ...
Krisborg Bóel Steindórsdóttir ætlar að losa sig við 300 hluti í desember.

Kristborg Bóel Steindórsdóttir blaðamaður á Austurfrétt, rithöfundur, bloggari, sjónvarpskona og Instagram-stjarna ákvað að færa sjálfri sér aðeins öðruvísi jóladagatal í ár. 

„Í desembermánuði mun ég í heildina losa mig við 300 hluti af heimilinu, hluti, föt eða annað sem ekki hefur lengur hlutverk hjá okkur og eiga skilið að eignast innihaldsríkara framhaldslíf annarsstaðar.

Hugmyndina fékk ég þegar ég tók viðtal fyrir Austurfrétt við Ágústu Margréti Árnadóttur á Djúpavogi en hún hún ætlar að losa 2100 hluti af sínu heimili í desember.

Vel þekkt er innan þeirra sem að aðhyllast svokallaðan minimalískan-lífsstíl, að fara reglulega í gegnum eigur sínar og grynnka á þeim með markvissum hætti. Þá er algengt að fólk velji ákveðinn mánuð og losi sig við einn hlut fyrsta dag hans, tvo hluti annan daginn og svo framvegis þangað til mánuðurinn er liðinn. Ágústa kaus að hjóla í þetta í desember og gera úr því hálfgert jóladagatal í leiðinni, þar sem aðfangadagur verður síðasti dagurinn. Hún ákvað að taka þetta skrefinu lengra og margfalda með sjö, einn skammt fyrir hvern heimilismeðlim, í heildina 2100 hluti.

Ég ætla aðeins að losa um „eina einingu“ þrátt fyrir að við búum fleiri á heimilinu að staðaldri. Ég ákvað líka að snúa tölfræðinni við, ég losaði 24 hluti 1. desember, 23 hluti 2. desember og svo koll af kolli þar til á aðfangadag þegar ég kveð einn hlut. Mér fannst sú leið henta mér betur, að vera með meiri þunga í yfirferðinni fyrri hluta mánaðarins,“ segir Kristborg Bóel.  

Hvers vegna ákvaðstu að gera þetta?

„Ég hef síðustu mánuði meðvitað reynt að einfalda líf mitt og draga úr streitu. Í því tilliti hefur mér þótt gott að einfalda mitt nánasta umhverfi sem er heimilið mitt. Ég fann fyrst almennilega fyrir þeirri þörf eftir að ég skildi haustið 2015, að ég vildi bara halda eftir hlutum og dóti sem ég væri að nota, mér þættu fallegir og skiptu mig máli. Þá fór ég markvisst í gegnum mest allt dótið mitt, auk þess sem ég hef flutt oftar en góðu hófi gegnir undanfarin ár og alltaf losað eitthvað í hvert skipti. Ég átti því ekki mikið umfram-magn af dóti núna, en það er ótrúlegt hvað safnast þó bara á tveimur árum og ég veit að ég á eftir að fara létt með að klára þetta 300 hluta markmið. Svo er ég ekta steingeit, enda fædd 2. janúar, á sjálfan vörutalningadaginn. Það stjörnumerki hefur verið kennt við mikið skipulag og ég tengi vel við það, mér líður best ef ég hef yfirsýn yfir heimilið mitt, veit hvað ég á og hvar hlutirnir eru.“

Þessi tiltekt er rétt að byrja, hvernig líður þér með þetta? Hverju mun þetta skila?

„Í rauninni er ég rétt tæplega hálfnuð í dag vegna þess að ég snéri kerfinu við og byrjaði á því að losa 24 hluti og vinn mig svo niður, en ég er því búin að koma 147 hlutum í ferli.

Mér líður mjög vel með þetta, en við erum eins misjöfn og við erum mörg, það sem hentar mér er alls ekki það sem hentar einhverjum öðrum. Sumir vilja hafa mikið í kringum sig og það er bara frábært, en það hentar mér hins vegar ekki lengur.

Ég var einmitt spurð að því um daginn hvort ég myndi þá núna bara losa mig við allt sem mér væri gefið. Það er alls ekki þannig og ég er ekki að losa mig við hluti bara til þess að losa mig við hluti. Það er ekki þannig að ég ætli ekki að eiga neitt lengur, hætta að taka við gjöfum eða kaupa mér það sem vantar inn á heimilið. Ég er ekki að stefna að því að íbúðin mín sé að verða eins og skurðstofa með tóma veggi og bara ein stáltöng á borðinu. Engan vegin. Ég er mikil heimilismanneskja og finnst gaman að koma mér fyrir og gera heimilið að þeim griðarstað fyrir fjölskylduna sem hann á að vera. Það er þó alltaf mitt að velja hvað ég vil hafa í umhverfi mínu alla daga og ég vel að halda því sem við erum að nota, okkur finnst fallegt eða veitir okkur gleði.

Þegar ég tala um „hluti“ þá hefur það víða merkingu í þessu samhengi. Það geta verið föt sem annað hvort eru slitin eða heimilismeðlimir hættir að nota. Einnig leikföng sem ekki eru lengur í notkun eða þá skemmd. Það geta verið hlutir til heimilishalds, en ég þarf til dæmis ekki að eiga fimm trésleifar. Götóttir sokkar, of litlir skór, rifið teygjulak eða hálftómar túbur með útrunnu kremi og svo framvegis.

Núna þegar yfirferðin er hálfnuð er ég búin að fara yfir öll rými og skápa í íbúðinni minni, að unglingaherbergjunum undanskildum, þau bara gera þetta á sínum forsendum, hafi þau áhuga á því. Einnig hef ég farið einstaka ferðir í geymsluna og þar bíður mín verðugt verkefni. Hvað þarf kona til dæmis að eiga mörg skrúfjárn af sömu stærð? Já og af hverju á ég fimmtán skrúfjárn? Hvað ætla ég líka að flytja oft með fullan kassa af snúrum sem ég hef ekki notað í fimm ár og veit ekki einu sinni af hverju eru?

Enn sem komið er hefur ekkert farið í ruslið nema fjögur uppþornuð naglalakksglös. Hitt er á leiðinni í Rauða krossinn, bæði hlutir og lín. Einn poki er á leiðinni í hjálparstarf kirkjunnar sem var að auglýsa eftir betri fötum á börn og fullorðna. Útiföt sem hafa legið ónotuð um hríð sendi ég í gistiskýlið í Reykjavík sem var að auglýsa eftir slíku. Það er því engin spurning að út frá mínum bæjardyrum séð er þetta „win-win situation“ – ég kem umhverfi mínu í það horf sem ég vil hafa það og vonandi kem þeim hlutum sem ég vil kveðja á stað sem þeir nýtast betur á.

Ég finn töluverðan áhuga á þessum málum í samfélaginu sem og að fólk er að leggja sig fram um að einfalda jólahátíðina til muna. Ég hef skrifað um hvort tveggja á bloggsíðunni minni og svo sýni ég daglega frá hreinsunareldinum á Instagramsíðunni minni og þar í geng hafa nokkrir hlutið öðlast nýtt líf síðustu daga,“ segir Kristborg Bóel. 

View this post on Instagram

Að læra að elska sjálfan sig er dýrmætasta lexían. Með hækkandi aldri hef ég lært að láta álit og skoðanir annarra ekki hafa áhrif á mig. Ég er sátt í eigin skinni, elska sjálfa mig og er með því besta fyrirmyndin fyrir börnin mín. Ef við elskum ekki okkur sjálf höfum við ekkert að gefa öðrum. Hamingjan sprettur innanfrá ❤️

A post shared by K r i s t b o r g B ó e l (@boel76) on Sep 7, 2018 at 3:23pm PDT

mbl.is

Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

Í gær, 22:00 Þetta ráð er kannski ekki það kynþokkafyllsta, en það gæti virkað fyrir marga.  Meira »

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

Í gær, 18:00 Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

Í gær, 14:00 Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

Í gær, 09:45 Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

Í gær, 05:00 ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

í fyrradag Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

í fyrradag María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

í fyrradag Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

í fyrradag Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

í fyrradag Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

17.7. Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

17.7. Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

17.7. Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

17.7. Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

17.7. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

16.7. Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

16.7. Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

16.7. Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

16.7. Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

16.7. Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

15.7. Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »