Afi Herborgar smíðaði húsgögnin

Skemmtileg hverfaplaköt prýða heimili Herborgar Sörensen en plakötin hannaði hún ...
Skemmtileg hverfaplaköt prýða heimili Herborgar Sörensen en plakötin hannaði hún sjálf. mbl.is/Hari

Viðsiptafræðingurinn Herborg Sörensen er búin að koma upp sér upp fallegu heimili í Reykjavík ásamt Jóni manni sínum, Herdísi Eir dóttur þeirra og kettinum Mosa. Áður bjó Herborg bæði í Barcelona og Cambridge og varð það til þess að hún ákvað að hanna sín eigin hverfaplaköt með staðsetningarbendli undir nafninu Gjugg í borg. Smartland kíkti í heimsókn til Herborgar. 

Af hverju ákvaðst þú að búa til hverfaplakötin þín?

„Mig langaði rosalega að eiga uppi á vegg mynd af þeim stöðum sem ég hef búið á erlendis, það er Barcelona og Cambridge. Ég var í skiptinámi í Barcelona og svo vann ég úti í Cambridge meðan maðurinn minn var í námi og því eru þessir staðir mér mjög kærir og á ég góðar minningar þaðan. Það eru til margar týpur af götukortum en ég hef ekki séð áður götukort með staðsetningarbendli og mig langaði að geta séð nákvæmlega á korti hvar við bjuggum. Úr varð að ég hannaði í InDesign mína útgáfu af götukorti með staðsetningarbendil. Ég var mjög ánægð með útkomuna og ákvað því að fara lengra með hlutina og opna Facebook-síðu. Móttökurnar hafa verið góðar og það væri gaman að opna næst vefsíðu,“ segir Herborg um plakötin sín. 

Jólaskrautið kemur vel út með plakötum af þeim stöðum sem ...
Jólaskrautið kemur vel út með plakötum af þeim stöðum sem Herborg hefur búið á í Barcelona á Spáni og Cambridge á Englandi. Haraldur Jónasson/Hari

Áttu þér sjálf uppáhaldshverfi? 

„Í raun og veru á ég mér ekki neitt uppáhaldshverfi þegar kemur að plakötunum. Þau koma flest öll vel út og er ákveðin stemmning í hverju og einu hverfi fyrir sig. Svo er líka spurning hvað fólk vill sjá mikið af nærumhverfinu í kring en ég vinn öll plaköt í samráði við viðskiptavininn. Þeir fá sem sagt að koma með sínar pælingar og óskir.“

Hvernig myndir þú lýsa þínu heimili?

„Okkar heimili er blanda af nýstárlegum og gamaldags hlutum og húsgögnum. Mér finnst mjög gaman að blanda nýju og gömlu saman og eru tekkhúsgögn í sérstöku uppáhaldi. Afi minn var smiður og smíðaði flest tekkhúsgögnin sem finna má á heimilinu. Ég kýs að hafa hlutina á heimilinu stílhreina en á sama tíma hlýlega. Mér finnst fallegt að blanda saman hvítum og viðarlituðum húsgögnum. Til dæmis finnst mér eldhúsið sérstaklega fallegt, en það er hvítt með viðarborðplötu. Hvíti liturinn er stílhreinn en viðurinn skapar hlýleikann.“

Nýir hlutir í bland við gamla einkenna heimili Herdísar.
Nýir hlutir í bland við gamla einkenna heimili Herdísar. mbl.is/Hari

Hvað ger­ir heim­ili heim­il­is­legt?

„Mér finnst skipta miklu máli að hafa heimilið hlýlegt. Það er mikið í tísku í dag að hafa fáa hluti uppi og mér finnst fólk í sumum tilfellum ganga of langt í einfaldleikanum. Heimilið verður þá jafnvel kuldalegt fyrir vikið. Einnig finnst mér skipta máli að hafa hlutina á heimilinu í föstum skorðum og hafa skipulag á hlutunum. Það skapar góða festu og ég held öllum líði betur á heimili sem er skipulagt og vel til reiðu. Mér finnst líka skipta máli að hafa þá hluti í kringum sig sem manni þykir vænt um og vekja hjá manni hlýjar minningar. Manni líður best þar sem hlutirnir manns eru, þeir skapa heimilið.“

Hvaðan færð þú innblástur þegar kemur að heimilinu? 

„Mér finnst margt fallegt frá 60's og 70's tímabilinu og ég sæki mér smá innblástur þaðan. Ég kann vel við hvað tekkhúsgögnin frá þessu tímabil eru nett og meðfærileg, en mér þykja nett og lítil húsgögn mun fallegri en stór og mikil. Yfirleitt þá sæki ég samt sjaldan innblástur eitthvað, það er meira þannig að ef ég sé eitthvað sem mér þykir fallegt þá kaupi ég það. Sérstaklega ef ég get séð fyrir mér að það gæti passað vel við aðra hluti heima við. Ég hef einnig gaman að því að kaupa notuð húsgögn og leita að góðum tilboðum á til dæmis bland.is og Facebook-síðum, en það er oft hægt að gera ótrúlega góð kaup þar. Til að mynda keypti ég skenkinn minn notaðan, borðstofuborðið og stólana.“

Herborg fann skenkinn, borðstofuborðið og stólana á síðum sem selja ...
Herborg fann skenkinn, borðstofuborðið og stólana á síðum sem selja notuð húsgögn á netinu. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Áttu þér uppáhaldshlut?

„Tekkstóllinn frá afa mínum er í miklu uppáhaldi, en mér finnst hönnunin á stólnum virkilega flott. Hann er rosalega stílhreinn en í senn fallegur og línurnar í honum eru skemmtilega mjúkar. Svo held ég mikið upp á litla eikarskenkinn minn sem ég fann á bland.is í fyrra. Hann er skemmtilega lítill miðað við marga aðra skenki í þessum stíl.“

Afi Herborgar smíðaði stólinn.
Afi Herborgar smíðaði stólinn. Haraldur Jónasson/Hari

Hvenær byrjar þú að skreyta fyrir jólin? 

„Ég byrja yfirleitt að skreyta í byrjun desember. Ég er mikið fyrir klassísku jólalitina, rautt, grænt og hvítt og finnst gaman að blanda þeim saman. Ég sæki líka smá innblástur til mömmu minnar þegar ég skreyti, en hún hefur alltaf skreytt svo fallega í kringum jólin. Ég er líka ofboðslega veik fyrir jólaseríum og hef frá því ég var tíu ára sett upp seríur í flest alla glugga á heimilinu. Í ár langar mig mjög að setja seríur út í garð og ætla sjá hvort það gefst ekki tími til þess. Einnig er einn af hápunktunum yfir jólin hjá mér að setja upp jólatré en við kaupum alltaf alvörutré sem ég legg svolítinn metnað í að finna.“

Herborg ætlar að leggja meiri metnað í eldamennskuna á næsta ...
Herborg ætlar að leggja meiri metnað í eldamennskuna á næsta ári í notalega eldhúsinu sínu. mbl.is/Hari

Er eitthvað inn á heimilið sem er komið á óskalistann fyrir jólin í ár?

„Já, það er ýmislegt sem mig langar í fyrir heimilið, enda nýfarin að búa í minni eigin íbúð og hef mjög gaman að öllu sem tengist heimilinu. Á nýju ári langar mig að leggja meiri metnað í eldamennsku sem og bakstur og því er bæði vöfflujárn og pönnukökupanna komin á listann. Ég hef aldrei bakað pönnukökur svo það er kominn tími til að spreyta sig á því. Svo er ég mjög veik fyrir alls kyns kertastjökum, vösum og þess lags skrautmunum, svo það er aldrei að vita hvort ég setji það á listann. Annars hef ég verið meira á því að óskalistar yfir jólin dragi kannski þó nokkuð úr spennunni, og það sé nú kannski bara skemmtilegast að fá eitthvað óvænt í pakkann.“ 

Herborg í eldhúsinu.
Herborg í eldhúsinu. mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is

Eva Dögg og Stefán Darri nýtt par

10:52 Vegan mamman og Brauð & Co snillingurinn Eva Dögg Rúnarsdóttir og handboltakappinn Stefán Darri Þórsson eru nýtt par ef marka má samfélagsmiðla. Meira »

„Get ekki hætt að miða mig við aðra!“

05:00 Málið er hins vegar sú hugsun sem er föst innra með mér sem snýst um að aðrir hafi það betra en ég. Eftir að samfélagsmiðlar urðu hluti af lífinu (jamm er 45 ára) þá er ég föst í að miða mig við fólk á mínum aldri, fólk sem er aðeins yngra, fólk sem á betri bíla, skemmtilegri maka, fer í fleiri ferðir og upplifir meiri sigra. Meira »

Ódýrt og svalt gólfefni sem má setja á veggi

Í gær, 21:00 Spónaparket var vinsælt gólfefni á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en með tilkomu plastparketsins hvarf það úr íslenskum verslunum. Meira »

Svona massar þú sumartískuna með stæl

Í gær, 18:00 Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

Í gær, 14:00 Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

í gær Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

í gær Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

í fyrradag Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

í fyrradag Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

í fyrradag Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

24.6. Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

24.6. „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »

Kærastinn Jamie fagnaði með Lindu Pé

22.6. Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og athafnakona útskrifaðist í dag með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Meira »

Furðulegir hattar á veðhlaupakeppninni

22.6. Konunglega veðhlaupakeppnin hefur verið sannkölluð hatta veisla. Elísabet Englandsdrottning lætur sitt ekki eftir liggja.  Meira »

Geta gæludýraeigendur átt falleg húsgögn?

22.6. Litlu loðbörnin eiga það til að tæta upp arma á stólum og jafnvel naga sig djúpt ofan í sessur og púða. Að ekki sé talað um hárin sem dreifast um alla íbúð. Meira »