Afi Herborgar smíðaði húsgögnin

Skemmtileg hverfaplaköt prýða heimili Herborgar Sörensen en plakötin hannaði hún ...
Skemmtileg hverfaplaköt prýða heimili Herborgar Sörensen en plakötin hannaði hún sjálf. mbl.is/Hari

Viðsiptafræðingurinn Herborg Sörensen er búin að koma upp sér upp fallegu heimili í Reykjavík ásamt Jóni manni sínum, Herdísi Eir dóttur þeirra og kettinum Mosa. Áður bjó Herborg bæði í Barcelona og Cambridge og varð það til þess að hún ákvað að hanna sín eigin hverfaplaköt með staðsetningarbendli undir nafninu Gjugg í borg. Smartland kíkti í heimsókn til Herborgar. 

Af hverju ákvaðst þú að búa til hverfaplakötin þín?

„Mig langaði rosalega að eiga uppi á vegg mynd af þeim stöðum sem ég hef búið á erlendis, það er Barcelona og Cambridge. Ég var í skiptinámi í Barcelona og svo vann ég úti í Cambridge meðan maðurinn minn var í námi og því eru þessir staðir mér mjög kærir og á ég góðar minningar þaðan. Það eru til margar týpur af götukortum en ég hef ekki séð áður götukort með staðsetningarbendli og mig langaði að geta séð nákvæmlega á korti hvar við bjuggum. Úr varð að ég hannaði í InDesign mína útgáfu af götukorti með staðsetningarbendil. Ég var mjög ánægð með útkomuna og ákvað því að fara lengra með hlutina og opna Facebook-síðu. Móttökurnar hafa verið góðar og það væri gaman að opna næst vefsíðu,“ segir Herborg um plakötin sín. 

Jólaskrautið kemur vel út með plakötum af þeim stöðum sem ...
Jólaskrautið kemur vel út með plakötum af þeim stöðum sem Herborg hefur búið á í Barcelona á Spáni og Cambridge á Englandi. Haraldur Jónasson/Hari

Áttu þér sjálf uppáhaldshverfi? 

„Í raun og veru á ég mér ekki neitt uppáhaldshverfi þegar kemur að plakötunum. Þau koma flest öll vel út og er ákveðin stemmning í hverju og einu hverfi fyrir sig. Svo er líka spurning hvað fólk vill sjá mikið af nærumhverfinu í kring en ég vinn öll plaköt í samráði við viðskiptavininn. Þeir fá sem sagt að koma með sínar pælingar og óskir.“

Hvernig myndir þú lýsa þínu heimili?

„Okkar heimili er blanda af nýstárlegum og gamaldags hlutum og húsgögnum. Mér finnst mjög gaman að blanda nýju og gömlu saman og eru tekkhúsgögn í sérstöku uppáhaldi. Afi minn var smiður og smíðaði flest tekkhúsgögnin sem finna má á heimilinu. Ég kýs að hafa hlutina á heimilinu stílhreina en á sama tíma hlýlega. Mér finnst fallegt að blanda saman hvítum og viðarlituðum húsgögnum. Til dæmis finnst mér eldhúsið sérstaklega fallegt, en það er hvítt með viðarborðplötu. Hvíti liturinn er stílhreinn en viðurinn skapar hlýleikann.“

Nýir hlutir í bland við gamla einkenna heimili Herdísar.
Nýir hlutir í bland við gamla einkenna heimili Herdísar. mbl.is/Hari

Hvað ger­ir heim­ili heim­il­is­legt?

„Mér finnst skipta miklu máli að hafa heimilið hlýlegt. Það er mikið í tísku í dag að hafa fáa hluti uppi og mér finnst fólk í sumum tilfellum ganga of langt í einfaldleikanum. Heimilið verður þá jafnvel kuldalegt fyrir vikið. Einnig finnst mér skipta máli að hafa hlutina á heimilinu í föstum skorðum og hafa skipulag á hlutunum. Það skapar góða festu og ég held öllum líði betur á heimili sem er skipulagt og vel til reiðu. Mér finnst líka skipta máli að hafa þá hluti í kringum sig sem manni þykir vænt um og vekja hjá manni hlýjar minningar. Manni líður best þar sem hlutirnir manns eru, þeir skapa heimilið.“

Hvaðan færð þú innblástur þegar kemur að heimilinu? 

„Mér finnst margt fallegt frá 60's og 70's tímabilinu og ég sæki mér smá innblástur þaðan. Ég kann vel við hvað tekkhúsgögnin frá þessu tímabil eru nett og meðfærileg, en mér þykja nett og lítil húsgögn mun fallegri en stór og mikil. Yfirleitt þá sæki ég samt sjaldan innblástur eitthvað, það er meira þannig að ef ég sé eitthvað sem mér þykir fallegt þá kaupi ég það. Sérstaklega ef ég get séð fyrir mér að það gæti passað vel við aðra hluti heima við. Ég hef einnig gaman að því að kaupa notuð húsgögn og leita að góðum tilboðum á til dæmis bland.is og Facebook-síðum, en það er oft hægt að gera ótrúlega góð kaup þar. Til að mynda keypti ég skenkinn minn notaðan, borðstofuborðið og stólana.“

Herborg fann skenkinn, borðstofuborðið og stólana á síðum sem selja ...
Herborg fann skenkinn, borðstofuborðið og stólana á síðum sem selja notuð húsgögn á netinu. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Áttu þér uppáhaldshlut?

„Tekkstóllinn frá afa mínum er í miklu uppáhaldi, en mér finnst hönnunin á stólnum virkilega flott. Hann er rosalega stílhreinn en í senn fallegur og línurnar í honum eru skemmtilega mjúkar. Svo held ég mikið upp á litla eikarskenkinn minn sem ég fann á bland.is í fyrra. Hann er skemmtilega lítill miðað við marga aðra skenki í þessum stíl.“

Afi Herborgar smíðaði stólinn.
Afi Herborgar smíðaði stólinn. Haraldur Jónasson/Hari

Hvenær byrjar þú að skreyta fyrir jólin? 

„Ég byrja yfirleitt að skreyta í byrjun desember. Ég er mikið fyrir klassísku jólalitina, rautt, grænt og hvítt og finnst gaman að blanda þeim saman. Ég sæki líka smá innblástur til mömmu minnar þegar ég skreyti, en hún hefur alltaf skreytt svo fallega í kringum jólin. Ég er líka ofboðslega veik fyrir jólaseríum og hef frá því ég var tíu ára sett upp seríur í flest alla glugga á heimilinu. Í ár langar mig mjög að setja seríur út í garð og ætla sjá hvort það gefst ekki tími til þess. Einnig er einn af hápunktunum yfir jólin hjá mér að setja upp jólatré en við kaupum alltaf alvörutré sem ég legg svolítinn metnað í að finna.“

Herborg ætlar að leggja meiri metnað í eldamennskuna á næsta ...
Herborg ætlar að leggja meiri metnað í eldamennskuna á næsta ári í notalega eldhúsinu sínu. mbl.is/Hari

Er eitthvað inn á heimilið sem er komið á óskalistann fyrir jólin í ár?

„Já, það er ýmislegt sem mig langar í fyrir heimilið, enda nýfarin að búa í minni eigin íbúð og hef mjög gaman að öllu sem tengist heimilinu. Á nýju ári langar mig að leggja meiri metnað í eldamennsku sem og bakstur og því er bæði vöfflujárn og pönnukökupanna komin á listann. Ég hef aldrei bakað pönnukökur svo það er kominn tími til að spreyta sig á því. Svo er ég mjög veik fyrir alls kyns kertastjökum, vösum og þess lags skrautmunum, svo það er aldrei að vita hvort ég setji það á listann. Annars hef ég verið meira á því að óskalistar yfir jólin dragi kannski þó nokkuð úr spennunni, og það sé nú kannski bara skemmtilegast að fá eitthvað óvænt í pakkann.“ 

Herborg í eldhúsinu.
Herborg í eldhúsinu. mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is

Svona æfir frú Bieber

21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

16:00 Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

13:00 Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

10:00 Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

05:00 Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í gær Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í gær Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

í gær Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

í gær „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

í gær Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

í gær „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

18.1. Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

17.1. Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

17.1. Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

17.1. Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »