Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Íbúðin er skapandi en þar er hlutum raðað upp á einstakan hátt. Stíllinn er svolítið hrár en á sama tíma óendanlega mjúkur og hlýr. 

Í íbúðinni eru tvær samliggjandi stofur og er önnur notuð sem hjónaherbergi. Venjulegt hjónarúm hefði í raun ekki búið til neitt ævintýri en þetta rúm sem mjög líklega er úr Habitat er að gera fáránlega góða hluti. Undir rúminu er risastór persnesk motta sem er ákaflega falleg. 

Hvert sem litið er er eitthvað skemmtilegt um að vera. Á ganginum er plássið nýtt fyrir listaverk og eldhúsið er vel skipulagt. 

Af fasteignavef mbl.is: Njálsgata 35

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál