Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

Hér má sjá nýju litapallettuna. Hér er búið að mála ...
Hér má sjá nýju litapallettuna. Hér er búið að mála loftin svört mött. Rut segir að þetta stækki rýmið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga.  

Svörtu loftin fara vel með gráum veggjum.
Svörtu loftin fara vel með gráum veggjum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Hvað skiptir mestu máli varðandi hönnun á heimilum?

„Þegar farið er í stærri verkefni innandyra er gríðarlega mikilvægt að fá inn fagfólk að verkinu. Sérþekking innanhússarkitekta snýr að því að hanna heildarskipulag og innréttingar um leið og hugað er að lýsingu, hljóðvist og efnisvali. Þeim peningum er vel varið, því ef vandað er til verka verður ekki aðeins upplifun heimilisfólksins betri heldur skilar það sé vel til baka í endursöluverði húsnæðis. Mistök í stórum framkvæmdum geta hins vegar verið mjög kostnaðarsöm og erfitt að leiðrétta þau. Þegar grunnurinn er góður er svo miklu auðveldara að breyta til og leika sér með rýmið eftir því sem tíminn líður. Ef það er til staðar er hægt að gera ótrúlega hluti með því einu að breyta um liti, efnisáferðir, húsgögn og fylgihluti/decoration,“ segir hún og bendir á að innanhússarkitektanám taki fjögur ár frá viðurkenndum háskólum. 

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Árðið 2002 festu Rut og eiginmaður hennar kaup á húsi í Breiðholti sem hún hannaði frá grunni. Í gegnum tíðina hefur oft verið fjallað um heimilið enda notar Rut það sem tilraunastofu. Hún segir að það gangi ekki að gera alltaf það sama og það þurfi að vera einhver þróun. Upp á síðkastið hefur hún staðið í ströngu við að endurhanna heimilið. 

„Ég er alltaf að leitast við að gera eitthvað nýtt enda eyði ég miklum tíma í að þróa nýjar útfærslur og efnisáferðir í innréttingum, málningu og gólfefnum. Ég er svo heppin að fá að vinna með frábærum innréttingasmiðum og öðrum iðnaðarmönnum sem hjálpa mér að útfæra nýjar hugmyndir, en hér á landi höfum við innanhússarkitektar svo greiðan aðgang að frábærum iðnaðarmönnum og sérfræðingum hverjum á sínu sviði. Hér er allt við höndina,“ segir hún og bætir við: 

„Ég hef einnig brennandi áhuga á litum og litasamsetningum því mér finnst svo mikið hægt að gera með því einu. Auðvitað þarf allt að spila saman, ekki bara litirnir á veggjum og loftum, heldur einnig gólfefnin, innréttingar, húsgögn og fylgihlutir. Ég veit ekki hversu margar litaprufur ég búin að gera með málningu frá Sérefnum síðustu mánuði. Þær skipta mörgum tugum! Oft þarf ég að berjast töluvert fyrir því að koma „nýjum“ málningarlitum að hjá mínum viðskiptavinum því þeir vilja oft fara „örugga“ leið og mála eins og þegar hefur verið gert. Þetta hefur gert það að verkum að ég hef málað heimili mitt og vinnustofu miklu oftar en ég hefði annars gert bara til að geta sýnt kúnnunum. Þegar ég byrjaði að prófa mig áfram með gráa tóna fyrir 10 árum, þótti það ansi djarft og það var ekki fyrr en ég var búin að mála sjálf þannig heima hjá mér að kúnnarnir mínir fóru að taka við sér,“ segir hún. 

Rut er með vinnustofu heima og tekur á móti kúnnunum á heimili sínu. Þeir sem hafa komið heim til hennar nýlega hafa rekið augun alveg nýjar víddir þegar kemur að notkun á málningu. 

„Síðustu tilraunir mínar hafa verið meira út í tóna eins og rústrauða, græna og jafnvel karrígulbrúna sem mér finnst koma mjög skemmtilega út. Þá lét ég í sumar mála loftin heima hjá mér í möttum svörtum lit. Það eru kannski ekki allir að kaupa þennan lit í fyrstu en hver veit hvað gerist á næstu misserum. Ég er að minnsta kosti ánægð með svörtu-loftin hjá mér. Þau skapa mikla dýpt og dramatík og öfugt við það sem ég átti von á þá finnst mér þau stækka rýmið frekar en hitt,“ segir hún. 

Persónuleg heimili er fallegust

„Ég held að flestir innanhússarkitektar reyni að greina smekk og þarfir hvers viðskiptavinar, í stað þess að reyna að steypa alla í sama mót. Ef einhver elskar appelsínugult eða getur ekki unnið í opnu eldhúsi, þá tekur maður að sjálfsögðu tillit til þess og útfærir það á faglegan hátt. Þetta samstarf er mjög mikilvægt til þess að heimilin verði sem persónulegust og uppfyllir þær þarfir sem leitast er eftir. Um leið leið pössum við upp á að heimilið verði ekki eins og illa skreytt jólatré eða skál af smartís í öllum regnbogans litum,“ segir hún. 

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Stofan er hlýleg. Hér blandar Rut saman beigie-lituðum sófum og ...
Stofan er hlýleg. Hér blandar Rut saman beigie-lituðum sófum og gráum húsgögnum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Á neðri hæðinni eru grá loft í stíl við veggina.
Á neðri hæðinni eru grá loft í stíl við veggina. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Eggið eftir Arne Jacobsen nýtur sín vel í þessari nýju ...
Eggið eftir Arne Jacobsen nýtur sín vel í þessari nýju litapallettu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Vinnuherbergi Rutar er komið í nýjan búning. Um er að ...
Vinnuherbergi Rutar er komið í nýjan búning. Um er að ræða brúnbleikan lit sem fer vel með svörtu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Rut hefur teiknað fjölmarga glerveggi síðustu ár. Hér er hún ...
Rut hefur teiknað fjölmarga glerveggi síðustu ár. Hér er hún búin að setja gluggatjöld fyrir þannig að hægt er að draga fyrir. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Liturinn nýtur sín vel í vinnuherberginu.
Liturinn nýtur sín vel í vinnuherberginu. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Í vinnuherberginu eru hillur sem rúma það sem Rut er ...
Í vinnuherberginu eru hillur sem rúma það sem Rut er að fást við. Einhvers staðar þarf að geyma prufur og dót. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Svartur marmari fer vel við brúnbleika litinn.
Svartur marmari fer vel við brúnbleika litinn. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Hér er búið að mála loftið svart inni á gestasalerninu. ...
Hér er búið að mála loftið svart inni á gestasalerninu. Stóri spegillinn bak við vaskinn setur svip á rýmið og líka langi handklæðaofninn. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
mbl.is

Þvoði ekki hárið í mörg ár

14:00 „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

10:00 Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

05:00 „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

Í gær, 23:00 Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

Í gær, 19:00 „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

Í gær, 16:00 „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

í gær Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

í gær „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »

Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

í gær Stjörnurnar eru duglegar að stunda kynlíf í háloftunum og ekki endilega inni á klósetti eða í einkaflugvélum.   Meira »

Allt önnur 27 kílóum léttari

í fyrradag Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

í fyrradag Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

í fyrradag Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því fáir hafi svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

17.1. Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

17.1. „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

17.1. Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

16.1. Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

16.1. Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

16.1. „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

16.1. Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

16.1. Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

16.1. Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »