Fiskbúð breytt í hárgreiðslustofu

Hrafnhildur Arnardóttir hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar.
Hrafnhildur Arnardóttir hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Hrafnhildur Arnardóttir hárgreiðslumeistari færðu hárgreiðslustofu sína, Greiðuna, í húsnæði sem áður hýsti fiskbúð við Háaleitisbraut. Hún fékk Siggu Heimis iðnhönnuð til þess að hanna breytingarnar. Breytingarnar eru miklar og í hönnun Siggu blandast mjúkt og gróft á heillandi hátt. Fiskabúrsblár, plöntur og steinn mæta speglum og flottri lýsingu. 

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Á sama tíma og leigusamningurinn á húsnæðinu sem ég var í áður var breytt bauðst mér að kaupa á húsnæði í sömu húsnæðislengju. Þetta var tilvalið tækifæri til að endurnýja stofuna og gera hana að nýtímalegri en á sama tíma hlýlegri hárgreiðslustofu. Sigga Heimis, iðnhönnuður hjá IKEA og góð vinkona mín, fékk það verkefni að gera drauminn að veruleikan sem endaði í þessari frábæru útkomu. Stofan er dálítið öðruvísi en aðrar þar sem við lögðum mikið upp úr því að gera stofuna hlýlega og frekar heimilislega þar sem koma kúnnana snýst ekki endilega bara um að fá flottustu klippinguna heldur einnig upplifunina á staðnum,“ segir Hrafnhildur. 

Hrafnhildur hefur starfað við hárgreiðslufagið í 35 ár. Hún segir að margt hafi breyst á þeim tíma.  

„Til að geta fylgt tískunni, lært nýjar leið og verið á tánum er mikilvægt að uppfæra þessa menntun, með til dæmis með námskeiðum og svo einfallega fylgjast með á samfélagsmiðlum hvað er að verða vinsælt. Þetta snýst smá um að vera á undan kúnnanum að vita hvaða tíska er að koma inn og geta ráðlagt honum. Jafnvel vitað betur en hann sjálfur, hvaða klippingu hann vill eða færi honum vel. Það kemur þó alveg fyrir að dæmis snúist við,“ segir hún og hlær. 

Hrafnhildur segir að það skipti mestu máli á þessum árstíma að næra hárið vel og það virki ekki það sama fyrir alla. 

„Þegar loftið er kalt er mikilvægt að næra hárið vel og halda því mjúku og glóandi. Þá mæli ég sterklega með djúpnæringunni okkar frá labe.m. Það er svo margt hægt að gera og mikið sem við bjóðum upp á til að halda hárinu fallegu. Aðalmálið er að velja rétt fyrir hvern og einn. Það er alveg ofboðslega mikilvægt að hár fái raka og prótein á þessum árstíma. Hárið er eins og húðin á okkur og það þarf að hugsa um hárið á sama hátt. Það er gleðiefni fyrir mig þegar viðskiptavinur finnur mun á hárinu eftir að hafa verið hjá okkur á Greiðunni.“

Hvernig er hártískan núna?

„Tískan í dag er eins fjölbreytt og fólkið. Við vinnum líka með flottum merkjum eins og label.m og Davines sem eru með mikið í gangi líka til að halda okkur í topp formi á tánum með allt það nýjasta. Það er eins með liti í hár, þeir eru fjölbreyttir eins og fólkið, en það gerist alltaf eitthvað í rauðum tónum fyrir þennan tíma,“ segir Hrafnhildur og hlær. 

Eru kröfur kúnnanna að breytast? 

„Það er meira og meira um að fólk vilji geta átt möguleika að mæta bara þegar því hentar, án bókunar, þá sérstaklega strákar að koma í herraklippingu. Til að koma í móts við það erum við með svokallað „drop-in system“ þar sem kúnnar geta komið við og fengið afgreiðslu samstundis. Auðvitað getur verið eitthver bið en þá er alltaf heitt kaffi á könnunni og blöð til skemmtunar.“ 

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál