Keypti hús Eiðs Smára og Ragnhildar

Erna Gísladóttir er eigandi BL efh. Afi hennar stofnaði B&L …
Erna Gísladóttir er eigandi BL efh. Afi hennar stofnaði B&L árið 1954 og hún var forstjóri þess er það var selt árið 2007. Hún er einn hluthafa og stjórnarformaður Sjóvár og á einnig sæti í stjórn Haga. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sumarhús Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnhildar Sveinsdóttur komst í fréttir á árinu, eða réttara sagt í febrúar, þegar þau settu það á sölu. Bílaumboðið BL ehf. keypti sumarhúsið af Eið Smára og Ragnhildi. 

Um er að ræða heilsárshús sem stendur í Syðra-Langholti sem er á Suðurlandi. Það er 190 fm og afar glæsilegt eins og sést á myndunum. 

BL ehf. er bílaumboð sem flytur inn BMW, Range Rover, Nissan, Jaguar og Hyundai svo einhverjir séu nefndir. Eigandi BL ehf er Erna Gísladóttir en hún er jafnframt forstjóri fyrirtækisins. Hún á fyrirtækið ásamt eiginmanni sínum. 

Þetta sumarhús er nú í eigu BL ehf.
Þetta sumarhús er nú í eigu BL ehf.
mbl.is