Mest lesnu fasteignafréttir ársins

Fasteignafréttir voru áberandi á Smartlandi 2018. Eiður Smári seldi sumarhúsið, 18 ára drengur keypti íbúð og gerði hana fokhelda og Liv keypti sögufrægt hús í Arnarnesi svo einhverjar fréttir séu nefndar. 

Mest lesna fasteignafrétt ársins á Smartlandi var fréttin af því þegar Eiður Smári Guðjohnsen og Ragnhildur Sveinsdóttir seldu sumarhús sitt eftir að þau fóru í sitthvora áttina. Um er að ræða 190 fm sumarhús í Syðra-Langholti og er fasteignamat hússins fyrir 2019 53.300.000 kr. Hér fyrir neðan er listi yfir mest lesnu fasteignafréttir ársins á Smartlandi: 

Hér er sumarhúsið sem Eiður Smári Guðjohnsen og Ragnhildur Sveinsdóttir …
Hér er sumarhúsið sem Eiður Smári Guðjohnsen og Ragnhildur Sveinsdóttir settu á sölu.

Nú svo var það Aron Már Atlason sem keypti sér íbúð og gerði hana fokhelda. Í viðtali við Smartland sagði hann frá því að safna. Hann sleppti því að kaupa sér iPhone og lagði fermingarpeningana fyrir. 

Liv Bergþórsdóttir.
Liv Bergþórsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Liv Bergþórsdóttir fyrrverandi forstjóri Nova fjárfesti vel þegar hún keypti sögufrægt hús á Arnarnesi. Nánartiltekið Blikanes 20 sem var eitt sinn með tveimur eldhúsum, einu sparieldhúsi og einu vinnueldhúsi. Húsið er teiknað af Pálmari Kristmundssyni og þykir Blikanes 20 vera eitt af hans bestu verkum. 

Svo var það fréttin af einu fallegasta húsinu á Seltjarnarnesi sem hannað var af Hönnu Stínu innanhússarkitekt. Húsið er alls ekkert eins og flest önnur hús. Í húsinu eru veggfóður áberandi, fallegar innréttingar og rómantík. 

Eftir að Smartland fjallaði um eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi leið ekki á löngu þar til skærasta poppstjarna Íslands, Jón Jónsson, og fjölskylda hans voru búin að festa kaup á húsinu og flutt inn. Nú njóta þau lífsins á Nesinu. 

Hús Helgu Daníelsdóttur, eiginkonu Sævars Jónssonar í Leonard, rataði í fréttir á árinu sem er að líða þegar Herdís Dröfn Fjeldsted framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands og Sævar Pétursson tannlæknir festu kaup á því. Húsið stendur við Mosprýði 10 og er 672 fm að stærð. Fasteignamat hússins fyrir 2019 eru 164.550.000 kr. 

Tónlistarhjónin Jón Ólafsson og Hildur Vala Einarsdóttir eiga örugglega persónulegt met í flutningum því þau fluttu tvisvar á árinu eða settu allavega tvær fasteignir á sölu. Í byrjun ársins sagði Smartland frá því að hjónin hygðust selja íbúð sína við Hagamel. Um er að ræða 184 fm hæð sem stendur í húsi sem byggt var 1959. 

Og svo fluttu þau í Einarsnes 26 en húsið var auglýst til sölu síðsumars. 

Það fluttu þó ekki allir á árinu, sumir gerðu í stað þess kaupmála og færðu eignir yfir á maka. Í síðustu viku mátti lesa um hús Ármanns Þorvaldssonar bankastjóra Kviku en rétt áður en félag hans varð gjaldþrota kom hann sínum hlut í húsinu að Dyngjuvegi 2 yfir á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald. 

Listamaðurinn Ólafur Elíasson seldi glæsihús sitt í Danmörku á árinu. Þeir sem hafa áhuga á fallegri hönnun lágu yfir myndunum enda sköpun og dirfska í forgrunni þegar heimilið var sett saman. 

Ólafur Elíasson auglýsti hús sitt í Danmörku til sölu.
Ólafur Elíasson auglýsti hús sitt í Danmörku til sölu. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál