Mest lesnu fasteignafréttir ársins

Fasteignafréttir voru áberandi á Smartlandi 2018. Eiður Smári seldi sumarhúsið, 18 ára drengur keypti íbúð og gerði hana fokhelda og Liv keypti sögufrægt hús í Arnarnesi svo einhverjar fréttir séu nefndar. 

Mest lesna fasteignafrétt ársins á Smartlandi var fréttin af því þegar Eiður Smári Guðjohnsen og Ragnhildur Sveinsdóttir seldu sumarhús sitt eftir að þau fóru í sitthvora áttina. Um er að ræða 190 fm sumarhús í Syðra-Langholti og er fasteignamat hússins fyrir 2019 53.300.000 kr. Hér fyrir neðan er listi yfir mest lesnu fasteignafréttir ársins á Smartlandi: 

Hér er sumarhúsið sem Eiður Smári Guðjohnsen og Ragnhildur Sveinsdóttir ...
Hér er sumarhúsið sem Eiður Smári Guðjohnsen og Ragnhildur Sveinsdóttir settu á sölu.

Nú svo var það Aron Már Atlason sem keypti sér íbúð og gerði hana fokhelda. Í viðtali við Smartland sagði hann frá því að safna. Hann sleppti því að kaupa sér iPhone og lagði fermingarpeningana fyrir. 

Liv Bergþórsdóttir.
Liv Bergþórsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Liv Bergþórsdóttir fyrrverandi forstjóri Nova fjárfesti vel þegar hún keypti sögufrægt hús á Arnarnesi. Nánartiltekið Blikanes 20 sem var eitt sinn með tveimur eldhúsum, einu sparieldhúsi og einu vinnueldhúsi. Húsið er teiknað af Pálmari Kristmundssyni og þykir Blikanes 20 vera eitt af hans bestu verkum. 

Svo var það fréttin af einu fallegasta húsinu á Seltjarnarnesi sem hannað var af Hönnu Stínu innanhússarkitekt. Húsið er alls ekkert eins og flest önnur hús. Í húsinu eru veggfóður áberandi, fallegar innréttingar og rómantík. 

Eftir að Smartland fjallaði um eitt fallegasta húsið á Seltjarnarnesi leið ekki á löngu þar til skærasta poppstjarna Íslands, Jón Jónsson, og fjölskylda hans voru búin að festa kaup á húsinu og flutt inn. Nú njóta þau lífsins á Nesinu. 

Hús Helgu Daníelsdóttur, eiginkonu Sævars Jónssonar í Leonard, rataði í fréttir á árinu sem er að líða þegar Herdís Dröfn Fjeldsted framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands og Sævar Pétursson tannlæknir festu kaup á því. Húsið stendur við Mosprýði 10 og er 672 fm að stærð. Fasteignamat hússins fyrir 2019 eru 164.550.000 kr. 

Tónlistarhjónin Jón Ólafsson og Hildur Vala Einarsdóttir eiga örugglega persónulegt met í flutningum því þau fluttu tvisvar á árinu eða settu allavega tvær fasteignir á sölu. Í byrjun ársins sagði Smartland frá því að hjónin hygðust selja íbúð sína við Hagamel. Um er að ræða 184 fm hæð sem stendur í húsi sem byggt var 1959. 

Og svo fluttu þau í Einarsnes 26 en húsið var auglýst til sölu síðsumars. 

Það fluttu þó ekki allir á árinu, sumir gerðu í stað þess kaupmála og færðu eignir yfir á maka. Í síðustu viku mátti lesa um hús Ármanns Þorvaldssonar bankastjóra Kviku en rétt áður en félag hans varð gjaldþrota kom hann sínum hlut í húsinu að Dyngjuvegi 2 yfir á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald. 

Listamaðurinn Ólafur Elíasson seldi glæsihús sitt í Danmörku á árinu. Þeir sem hafa áhuga á fallegri hönnun lágu yfir myndunum enda sköpun og dirfska í forgrunni þegar heimilið var sett saman. 

Ólafur Elíasson auglýsti hús sitt í Danmörku til sölu.
Ólafur Elíasson auglýsti hús sitt í Danmörku til sölu. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is

Húsgagnalína í anda Friends

13:00 Húsgagnatískan hefur breyst töluvert síðan 2004, árið sem síðasti Friends-þátturinn fór í loftið. Nú geta þó æstir aðdáendur Friends-þáttanna keypt húsgögn og aðra heimilismuni sem eru innblásnir af því sem sást í þáttunum. Meira »

Finnst róandi að mála sig

10:00 Helga Sæunn Þorkelsdóttir förðunarfræðingur fékk snemma áhuga á snyrtivörum og hefur áhuginn og færnin bara aukist með árunum. Smartland fékk að kíkja í snyrtibuddu Helgu. Meira »

Frægasta peysa Díönu var ræktarpeysan

05:00 Frægasta peysa Díönu prinsessu seldist fyrir metfjárhæð. Díana klæddist peysunni alltaf þegar hún fór í ræktina.   Meira »

Ótrú unnustanum og hætti við brúðkaupið

Í gær, 22:00 „Eftir að hafa dreymt hann mánuðum saman stundaði ég kynlíf með stjörnunni í badmintonliðinu okkar. Ég hætti við brúðkaup vegna hans en nú er ég með áhyggjur yfir því að ég hafi farið frá góðum manni vegna drauma.“ Meira »

Blómstrandi tré eru málið núna

Í gær, 17:00 Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. Meira »

Kylie í notuðum fötum

í gær Í sumarfríi sínu í Karíbahafi hefur Kylie Jenner klæðst sundfötum sem eru þremur árum eldri en hún sjálf, og sundbol og leggings sem eru sex árum eldri en hún. Meira »

Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð

í gær Þakíbúðin í Garðabæ hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti. Meira »

Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar

í gær Katrín hertogaynja af Cambridge kann að velja skó við öll tilefni. Þessir skór passa svo sannarlega við hvaða tilefni sem er, enda hefur hún verið í þeim á fjórum viðburðum í sumar. Meira »

Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

í fyrradag Þetta ráð er kannski ekki það kynþokkafyllsta, en það gæti virkað fyrir marga.  Meira »

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

í fyrradag Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

19.7. Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

19.7. Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

19.7. ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

18.7. Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

18.7. María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

18.7. Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

18.7. Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

18.7. Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

17.7. Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

17.7. Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

17.7. Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »