Snyrtispeglar geta verið stórhættulegir

Snyrtispeglar eru meðfærilegir og þar með er auðvelt að skilja …
Snyrtispeglar eru meðfærilegir og þar með er auðvelt að skilja þá eftir á óheppilegum stöðum. mbl.is/Thinkstockphotos

Það eru ófáir sem eiga lítinn snyrtispegil inni á baðherbergi. Speglarnir sem hjálpa konum að finna hrukkur sem eru varla sjáanlegar geta þó verið stórhættulegir eins og athafnakonan Martha Stewart komst að. 

Stewart greindi frá því á Instagram í byrjun árs að hún hefði skilið spegilinn sinn eftir á óheppilegum stað þegar hún fór til útlanda og í kjölfarið hafi næstum því verið kviknað í hjá henni. 

Martha Stewart birti myndir af skemmdunum á Instagram.
Martha Stewart birti myndir af skemmdunum á Instagram. skjáskot/Instagram

Stewart skildi snyrtispegilinn eftir ofan á klósettkassanum þannig að spegilinn sneri í átt að glugga. Sólin skein á spegilinn sem kastaði ljósinu á málaðan sólbekk undir baðherbergisglugganum. Sem betur fór fann heimilishjálpin brunalyktina og kom í veg fyrir frekari skemmdir en á myndum Stewart má sjá brunaskemmdir á sólbekknum. 

Smartland mælir með því að fólk passi upp á snyrtispeglana sína og þá sérstaklega þegar sólin fer að hækka á lofti. Ekki er víst að allir séu með eins viðbragðsgóða heimilishjálp og Martha Stewart. 

Martha Stewart.
Martha Stewart. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál