Svona ætti ekki að innrétta í febrúar

Púðar eru fallegir en ekki ætti að höggva í þá …
Púðar eru fallegir en ekki ætti að höggva í þá til að gera þá flottari. mbl.is/Thinkstockphotos

Innanhústískan sveiflast eftir árum og árstíðum, jafnvel mánuðum. Ef þú ert að fara að breyta og bæta á heimilinu gæti verið kominn tími til að velja annan lit en hvítan á eldhúsið og hætta að láta sig dreyma um ljós sem líta út eins og berar gamaldags ljósaperur. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka MyDomaine og mat innanhússérfræðinga sem rætt var við. 

Allt hvítt

Hvíti liturinn hefur lengi verið á leiðinni út en nú virðast sérfræðingar vera alveg komnir með nóg og hvetja fólk til þess að nota liti og þá ekki endilega mjög sterka og hefðbundna liti. 

Berar ljósaperur

Ljós og lampar sem líta út eins og berar gamaldags ljósaperur hafa verið vinsæl að undanförnu. Samkvæmt þessum upplýsingum er það þó að detta úr tísku. 

Gylltar heimilisvörur

Ekki er langt síðan annar hver maður hljóp út í næstu búð og keypti sér gyllt hnífaparasett. Það þykir þó ekki það smartasta í dag. Frekar ætti að sjást á vörunum eða hreinlega velja eitthvað dökkt í stað þess gyllta. 

Gyllt hnífapör hafa verið vinsæl í nokkur ár.
Gyllt hnífapör hafa verið vinsæl í nokkur ár.

Ofurstíliseraðir púðar

Sófapúðar geta gert mikið en það þykir ekki fínt lengur að höggva í púðann.

Strá

Það er hippalegt og ódýrt (ef réttu stráin eru valin) að skreyta með stráum. Nú er hins vegar kominn tími fyrir ný blóm. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál