María Rut og Guðmundur selja slotið

Húsið í Hafnarfirði er einstaklega fallegt.
Húsið í Hafnarfirði er einstaklega fallegt. Ljósmynd/Aðsend

Umboðskonan María Rut Reynisdóttir og Guðmundur Kristinn Jónsson gítarleikari Baggalúts eru að selja húsið sitt að Hverfisgötu í Hafnafirði. Þau voru með opið hús í dag miðvikudaginn 23. janúar kl. 17:30 - 18:00.

Húsið er 6 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum/ þremur pöllum. Húsið er skráð 132,2 fm og byggt árið 1926.

Að sögn Maríu eru þau að flytja sig um set þar sem þau eru að fara í stærra húsnæði. Hún segir húsið sem þau eru að selja fallega upp gert. Að andinn í húsinu sé einstaklega góður og notalegur. 

„Húsið er í miðbæ Hafnarfjarðar en samt er eins og maður vakni í sveit á hverjum degi við fuglasöng í mjög fallegum bakgarði með stórum, gömlum trjám.“

Í húsinu eignuðust þau tvö börn, nánar til tekið stráka. „Þeir gera alla daga á Hverfisgötunni skemmtilega.“

María segir að það sé ýmislegt sem leynist óvænt við húsið. 

„Það er lítill hellir í bakgarðinum og okkur dreymdi alltaf um að búa til heitan pott alveg upp við hellinn og lýsa hellinn upp. Í bakgarðinum vaxa líka villtir burknar út um allt í hrauninu. Útsýnið úr eldhúsinu er því ægifagurt og litirnir ótrúlega fallegir.“ 

 Af fast­eigna­vef mbl.is: Hverfisgata 39

María segir góðan anda í húsinu.
María segir góðan anda í húsinu. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál