Fallegt fjölskylduheimili við Meistaravelli

Í hjarta Vesturbæjarins stendur glæsileg 129 fm fjölskylduíbúð sem búið er að endurnýja töluvert. Íbúðin er opin og björt með þremur svefnherbergjum. Fjölbýlishúsið var byggt 1964. 

Eldhúsið er opið inn í stofu og borðstofu. Í eldhúsinu er hvít eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi og tanga sem hægt er að sitja við. Við hlið eldhússins er borðstofa en hana prýða afar litrík húsgögn, stólar eftir Arne Jacobsen og svarthvíta mottan úr IKEA setur punktinn yfir i-ið. 

Stofa og borðstofa eru aðskilin með litlum veggstubb þannig að það andar vel á milli rýma. Á veggstubbnum er sjónvarp og eins og sjá má eru snúrurnar vel faldar inni í skáp og því ekkert sem truflar augað. Í stofunni er vel heppnaður myndaveggur með fallegum listaverkum, þar á meðal eftir Tryggva Ólafsson heitinn. 

Eins og sjá má á myndunum er heimilið ákaflega sjarmerandi og augljóst að nostrað hefur verið við það. 

Af fasteignavef mbl.is: Meistaravellir 5

mbl.is