Ekki gera þessi mistök á litlu baðherbergi

Hirslur eru mikilvægar á baðherbergjum.
Hirslur eru mikilvægar á baðherbergjum. mbl.is/Thinkstockphotos

Hvort sem fólk er með lítið baðherbergi á heimilinu eða einfaldlega með lítið gestabaðherbergi þarf að huga að því að nota fermetrana vel. Það eru til nokkur góð ráð þegar gera á upp litla baðherbergið eins og MyDomaine greinir frá. Innanhússhönnuður mælir sérstaklega með að forðast algeng mistök þegar kemur að vaskinum. 

Segir innanhússhönnuðurinn það algeng mistök að sleppa geymsluplássi á litlu baðherbergi. Það eru því mikil mistök að nota lítið baðherbergi sem afsökun fyrir að vera bara með vask á fæti í stað þess að koma fyrir vaski í innréttingu með skúffum.

Mælir hann með innréttingu án fóta og segir það stækka rýmið. Speglaskápar geta líka bjargað miklu. Er hann síðan sérstaklega hrifinn af því að koma fyrir opnum hillum fyrir ofan klósettið en þar er oft dautt pláss sem má nýta.

Mælir innanhússhönnuðurinn með því að hafa baðherbergið í ljósum tónum þar sem oft er lítið um náttúrulegt ljós sem flæðir inn á herbergið. Speglar ættu síðan að stækka rýmið og grænar plöntur setja flottan svip á rýmið. 

Vinsælt er að vera með grænar plöntur og stóra spegla …
Vinsælt er að vera með grænar plöntur og stóra spegla á baðherbergjum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál