Hús Elon Musk minnir á geimskip

Elon Musk selur húsið.
Elon Musk selur húsið. mbl.is/AFP

Athafnamaðurinn Elon Musk hefur sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu. Þótt Musk hafi fulla trú á því að fólk geti búið á öðrum plánetum og að það geti einn daginn selt hús sín fyrir miða til Mars er það ekki talin vera ástæða sölunnar. 

Forbes greinir frá húsinu sem Musk keypti með fyrrverandi eiginkonu sinni, Taluluh Riley, árið 2014 en tengdamóðir hans fyrrverandi var skrifuð fyrir húsinu að hluta til. Musk á fleiri eignir í nágrenninu og því ekki skrítið að hann vilji losa sig við þetta hús sem er ekki stórt á hans mælikvarða. Húsið er falt fyrir 4,5 milljónir Bandaríkjadala eða rúman hálfan milljarð íslenskra króna. 

Lóðin er óhefðbundin og er húsið þess vegna sérstakt í laginu og gæti minnt einhvern á geimskip. Stórir gluggar og glerhurðir setja svip á húsið og úti- og innirými mynda eina heild á fallegan hátt. 

ljósmynd/Hilton & Hyland
ljósmynd/Hilton & Hyland
ljósmynd/Hilton & Hyland
ljósmynd/Hilton & Hyland
ljósmynd/Hilton & Hyland
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál