Muhammad Ali bjó í höll

Muhammad Ali bjó vel.
Muhammad Ali bjó vel. mbl.is/AP Photo

Hús sem hnefaleikakappinn Muhammad Ali bjó í með þriðju eiginkonu sinni, Veronica Porché Ali, er komið á sölu. Þótt Ali hafi flutt úr húsinu 30 árum áður en hann dó árið 2016 gefur húsið og íburðurinn góða mynd af því hvernig einn frægast íþróttamaður sögunnar bjó á níunda áratug síðustu aldar. 

Húsið sem er í Los Angeles var byggt árið 1916 og má enn sjá hluta af upprunalegri innanhússhönnuninni í húsinu. Íburðarmiklar súlur, styttur og útskurður setja svip sinn á húsið. Fjölmargar stofur eru í húsinu ásamt bar og níu svefnherbergjum. Einnig er að finna stórt gestahús í garðinum svo ekki hefur væst um gesti hnefaleikakappans. 

Samkvæmt Town and Country kostar húsið 17 milljónir Bandaríkjadala eða rúma tvo og hálfan milljarð hvorki meira né minna. 

ljósmynd/55fremont.com
ljósmynd/55fremont.com
ljósmynd/55fremont.com
ljósmynd/55fremont.com
ljósmynd/55fremont.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál