Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

Hér má sjá eldhús hönnuðarins Morten Bo Jensen. Endaveggurinn er …
Hér má sjá eldhús hönnuðarins Morten Bo Jensen. Endaveggurinn er málaður svartur í stíl við innréttinguna. Hérlendis er hægt að kaupa innréttingarnar í Epal.

Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Yfirhönnuður Vipp, Morten Bo Jensen, býr á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn og er hann að sjálfsögðu með Vipp-eldhúsið á sínu heimili. Hann býr í dásamlegri íbúð ásamt eiginkonu og tvíburadætrum. Heimilið er hægt að skoða í heild sinni HÉR. 

Á hans heimili er eldhúsið í miklu uppáhaldi og segist hann hafa yfirsýn yfir allt sem gerist í íbúðinni þegar hann stendur við eyjuna. Úr eldhúsinu er líka frábært útsýni út á sjó og segist hann njóta þess að virða fyrir sér útsýnið. 

En hvað er svona merkilegt við þetta Vipp-eldhús annað en að vera eitursmart? Jú, innréttingin kemur í tilbúnum einingum. Þar eru eyjur og skápar, hillur og háfur svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er hægt að leika sér með veggfestar hillur og að sjálfsögðu væri smart að vera með ruslatunnu í stíl við innréttinguna eins og sýnt er á myndinni. 

Þessi lína frá Vipp er skemmtileg á margan hátt. Hún kemur til dæmis bara í svörtum möttum lit og allar höldur eru eins eða svartar mattar og ílangar. Þeir sem héldu að svört eldhús væru bara bóla þurfa að éta það ofan í sig. Vipp sannar það! 

Það tíðkast kannski ekki á Íslandi að taka innréttingar með sér þegar fólk flytur á milli húsa en í Evrópu og á Norðurlöndunum er það alþekkt. Það réttlætir kannski að kaupa Vipp-eldhús ef þú getur alltaf tekið það með þér á næsta stað og næsta stað því þessar innréttingar eru alls ekki gefins. 

Það sem er forvitnilegt við Vipp-eldhús er að það að hægt að fara með það í ólíkar áttir. Ef veggirnir eru hvítir er það frekar skandinavískt á að líta en um leið og það er sett inn í dökkt rými verður það svolítið eins og svalasta New York-fólkið myndi hafa heima hjá sér. 

 Í þessum Vipp-bæklingi er hægt að skoða alla möguleika á uppröðun. 

Hér má sjá Vipp-eyju með Vipp-háfi og stórum skápum við …
Hér má sjá Vipp-eyju með Vipp-háfi og stórum skápum við endann.
Hér er grár og hvítur litur notaður með Vipp-innréttingunni.
Hér er grár og hvítur litur notaður með Vipp-innréttingunni. mbl.is
Hér má sjá neðri skápa frá Vipp og hvítmálaða veggi …
Hér má sjá neðri skápa frá Vipp og hvítmálaða veggi og flísar í stíl.
Í línunni er hægt að fá ruslatunnu í stíl og …
Í línunni er hægt að fá ruslatunnu í stíl og líka opnar hillur til þess að setja upp á vegg.
Svarta Vipp-innréttingin er falleg við koxgráan lit.
Svarta Vipp-innréttingin er falleg við koxgráan lit. mbl.is
Nútíminn mætir fortíðinni á heillandi hátt. Þessar innréttingar passa vel …
Nútíminn mætir fortíðinni á heillandi hátt. Þessar innréttingar passa vel við gamla stílinn. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál