Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

Hér má sjá eldhús hönnuðarins Morten Bo Jensen. Endaveggurinn er ...
Hér má sjá eldhús hönnuðarins Morten Bo Jensen. Endaveggurinn er málaður svartur í stíl við innréttinguna. Hérlendis er hægt að kaupa innréttingarnar í Epal.

Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Yfirhönnuður Vipp, Morten Bo Jensen, býr á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn og er hann að sjálfsögðu með Vipp-eldhúsið á sínu heimili. Hann býr í dásamlegri íbúð ásamt eiginkonu og tvíburadætrum. Heimilið er hægt að skoða í heild sinni HÉR. 

Á hans heimili er eldhúsið í miklu uppáhaldi og segist hann hafa yfirsýn yfir allt sem gerist í íbúðinni þegar hann stendur við eyjuna. Úr eldhúsinu er líka frábært útsýni út á sjó og segist hann njóta þess að virða fyrir sér útsýnið. 

En hvað er svona merkilegt við þetta Vipp-eldhús annað en að vera eitursmart? Jú, innréttingin kemur í tilbúnum einingum. Þar eru eyjur og skápar, hillur og háfur svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er hægt að leika sér með veggfestar hillur og að sjálfsögðu væri smart að vera með ruslatunnu í stíl við innréttinguna eins og sýnt er á myndinni. 

Þessi lína frá Vipp er skemmtileg á margan hátt. Hún kemur til dæmis bara í svörtum möttum lit og allar höldur eru eins eða svartar mattar og ílangar. Þeir sem héldu að svört eldhús væru bara bóla þurfa að éta það ofan í sig. Vipp sannar það! 

Það tíðkast kannski ekki á Íslandi að taka innréttingar með sér þegar fólk flytur á milli húsa en í Evrópu og á Norðurlöndunum er það alþekkt. Það réttlætir kannski að kaupa Vipp-eldhús ef þú getur alltaf tekið það með þér á næsta stað og næsta stað því þessar innréttingar eru alls ekki gefins. 

Það sem er forvitnilegt við Vipp-eldhús er að það að hægt að fara með það í ólíkar áttir. Ef veggirnir eru hvítir er það frekar skandinavískt á að líta en um leið og það er sett inn í dökkt rými verður það svolítið eins og svalasta New York-fólkið myndi hafa heima hjá sér. 

 Í þessum Vipp-bæklingi er hægt að skoða alla möguleika á uppröðun. 

Hér má sjá Vipp-eyju með Vipp-háfi og stórum skápum við ...
Hér má sjá Vipp-eyju með Vipp-háfi og stórum skápum við endann.
Hér er grár og hvítur litur notaður með Vipp-innréttingunni.
Hér er grár og hvítur litur notaður með Vipp-innréttingunni. mbl.is
Hér má sjá neðri skápa frá Vipp og hvítmálaða veggi ...
Hér má sjá neðri skápa frá Vipp og hvítmálaða veggi og flísar í stíl.
Í línunni er hægt að fá ruslatunnu í stíl og ...
Í línunni er hægt að fá ruslatunnu í stíl og líka opnar hillur til þess að setja upp á vegg.
Svarta Vipp-innréttingin er falleg við koxgráan lit.
Svarta Vipp-innréttingin er falleg við koxgráan lit. mbl.is
Nútíminn mætir fortíðinni á heillandi hátt. Þessar innréttingar passa vel ...
Nútíminn mætir fortíðinni á heillandi hátt. Þessar innréttingar passa vel við gamla stílinn. mbl.is
mbl.is

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

18:18 Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

15:18 Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

11:28 Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

09:14 Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

Í gær, 21:00 Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

í gær Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

í gær Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

í gær Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

í gær „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »

Hvernig safnar fólk fyrir íbúð?

í gær Það að eignast íbúð er stórmál og yfirleitt verður ekki af fyrstu fasteignakaupum nema fólk leggi mikið á sig og sé til í að sleppa öllum óþarfa. Meira »

Verst klæddu stjörnur vikunnar

í fyrradag Fataval stjarnanna á iHeart-verðlaununum í L.A. gekk misvel og hafa stjörnur á borð við Katy Perry og Heidi Klum átt betri daga. Meira »

Taktu sjálfspróf um hvort síminn sé að skemma

í fyrradag Ef þú ert búin/búinn að sitja í sófanum lengi og það er þetta lága suð endalaust yfir þér og síðan líturðu upp og sérð að þetta er barnið þitt, sem er að reyna að fá athygli frá þér síðasta klukkutímann. Þá er kominn tími til að leggja frá sér símann. Meira »

Svona skreytir Hrafnhildur fyrir ferminguna

16.3. Á hverju ári er eitthvert skraut vinsælla en annað. Liturinn „rose gold“ er sá litur sem margir eru að velja á þessu ári. Meðal annars Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA sem segir að fermingarundirbúningurinn sé dásamlegur... Meira »

Myndirnar þurfa að vera góðar

16.3. Íslendingar þekkja Nadiu Katrínu Banine úr þáttunum Innlit/útlit sem sýndir voru á SkjáEinum. Þar heimsótti hún fólk og tók húsnæði í gegn. Meira »

Augnskuggarnir sem allir vilja eiga

16.3. Þegar tilkynnt var um endalok Naked-augnskuggapallettunnar voru margir sárir. Þessi tár hafa nú verið þerruð með glænýjum staðgengli hennar. Meira »

Fór óhefðbundna leið í einn besta háskóla í heimi

16.3. Það var langþráður draumur hjá Guðrúnu Svövu Kristinsdóttur að stunda nám við toppháskóla í Bandaríkjunum. Hún útskrifast með tvær meistaragráður í vor ef hún nær að fjármagna síðustu önnina. Meira »

Dagdreymir um kynlíf í sorginni

16.3. „Síðasta hálfa árið hefur mikið dunið á hjá okkur, ég missti skyndilega litlu systur mina og faðir minn veiktist alvarlega í kjölfarið. Í sorginni hef ég upplifað eitthvað sem ég gerði alls ekki ráð fyrir. Ég er með kynlíf á heilanum. Og ekki bara við manninn minn. Ég hef aldrei lent í þessu áður en ég dagdreymi endalaust um kynlíf við hina og þessa, jafnvel samstarfsmenn.“ Meira »

Louis Vuitton hættir með Jackson-línuna

15.3. Franska tískuhúsið Louis Vuitton hefur ákveðið að hætta framleiðslu á línu sem er innblásin af arfleið tónlistarmannsins Michael Jackson. Meira »

Eik Gísladóttir selur höllina

15.3. Eik Gísladóttir lífskúnstner og smekkmanneskja hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu. Eik hefur nostrað við húsið eins og sést á myndunum. Meira »

Get ég legið í sólbaði allan daginn á Tene?

15.3. „Hvernig er það. Ég er á leið til Tenerife og þrái að liggja í sólinni frá morgni til kvölds. Hvernig er það, ef ég smyr á mig sólarvörn, get ég þá verið í sólinni allan daginn?“ Meira »

Geggjuð útsýnisíbúð við Grænuhlíð

15.3. Við Grænuhlíð í Reykjavík stendur ákaflega falleg 101 fm íbúð. Húsgögnum er fallega raðað upp í íbúðinni.   Meira »