Sálfræðingur gerir fataslár úr leðurólum

„Leðurólar eru mikið í tísku í Danmörku og hægt að nota meðal annars í einfalda fataslá,“ segir Þórey Kristín Þórisdóttir sálfræðingur en lesendur Smartlands þekkja hana vel fyrir pistla sína á vefnum:

Ólíkt fyrri pistlum mínum mun þessi litli pistill ekki fjalla um neitt sálfræðitengt. Þess í stað langar mig að benda ykkur á ódýra og plásslitla lausn fyrir föt. Hún sést á myndinni og er sáraeinföld: Leðurólar eru festar í loftið á krókum og í þeim hangir trjágrein í passlegri breidd, nánast eins og náttúran skapaði hana. Á hana má hengja herðatré og koma fötum fyrir á snyrtilegan hátt án þess að skerða gólfplássið.

Við vorum sem sagt að flytja fyrir ári síðan í danskt hús sem þýðir að fataplássið er af skornum skammti. Lítil baðherbergi og lítið fatapláss er það sem einkennir gamaldags Dani. Að minnsta kosti voru engir fataskápar í herbergi dóttur minnar né svefnherberginu okkar. Það eru skápar úti á gangi en þeir eru mjög gamaldags og litlir.

Nágrannakonur mínar höfðu einmitt flutt inn á svipuðum tíma og sá ég þessa lausn hjá þeim. Ég fór því á stúfana og náði í þessa trjágrein úr garðinum okkar og keypti svo leðurólarnar á netinu. Leðurólar eru mjög mikið í tísku hérna í Danmörku þannig að það var mikið úrval á netinu.

Herðatréin keypti ég í Søstrene Grene á mjög góðu verði. Nú er í það minnsta komið smávegis kjólapláss. Þetta er jú fyrsta stelpan mín og óþarfi að hún gangi um í krumpuðum kjólum!

Það eina sem ég gerði við þessa trjágrein var að saga aðeins af henni og pússa með sandpappír. Hún er ólökkuð og lyktar enn þá af tré. Hún kom í staðinn fyrir standandi fatahengi sem tók að mínu mati allt of mikið pláss.

Vonandi veitir þessi litla lausn einhverjum innblástur enda er hún allt í senn snyrtileg, einföld, sparneytin á pláss og jafnvel umhverfisvæn.

Nokkar myndir á Instagram mínu fyrir þá sem eru einstaklega áhugasamir um þessa lausn:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál