Gerðu heimilið smartara með því að henda þessu

Er allt inni í svefnheberginu úr sama efninu?
Er allt inni í svefnheberginu úr sama efninu? mbl.is/Thinkstockphotos

Það þarf ekki endilega að kaupa mjög mikið af einhverju fyrir mikla peninga til þess að gera heimilið flottara. Stundum þarf einfaldlega að losa sig við nokkra hluti og í öðrum tilvikum breyta aðeins til. Innanhúshönnuður greindi frá í viðtali við Mydomaine hvaða hlutum ætti helst að henda úr fimm herbergjum húsa. 

Forstofan

Innanhúshönnuðurinn mælir með að fólk losi sig við ljóta skórekka. Eitthvað fallegt ætti frekar að taka á móti fólki þegar það gengur inn í hús. Mælir hann til dæmis með fallegum bekk og fallegri skókörfu undir ef það vantar pláss fyrir skó. 

Stofan

Hann mælir með að fólk losi sig við smáhluti. Of mikið af glingri lítur út eins og drasl. Fólk ætti frekar að fá sér stóra hluti, plöntur eru einnig sagðar virka vel. 

Borðstofan

Stórir og miklir bólstraðir stólar með háu baki eiga ekki heima í borðstofunni það sama má segja með litla veiklulega stóla sem eiga helst heima á skrifstofum. Ef borðstofustóllinn er með bólstraðri setu ætti það bara að vera til þess að brjóta um hart efni stólsins að mati innanhúshönnuðarins. Hann mælir með stólum með fallegri áferð eins og úr vefnaði. 

Svefnherbergið

Burt með svefnherbergissettið. Það þykir víst ekki lengur smart að vera með höfðagafl, kommóður og náttborð í sama stílnum. Til þess að forðast þessi mistök kýs innanhúshönnuðurinn að nota bólstraða höfðagafla. 

Baðherbergið

Innanhúshönnuðurinn segir litlar mottur enda á því að líta út fyrir að vera ljótar. Fólk ætti frekar að fá sér stórar mottur úr áhugaverðu efni. Er þetta sagt gera heimilið meira grand. 

Ekki láta litla mottu eyðileggja baðherbergið.
Ekki láta litla mottu eyðileggja baðherbergið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál