Íbúðir frá 32 milljónum í 101

Hljómlindarreiturinn er mikil lyftistöng fyrir miðbæinn.
Hljómlindarreiturinn er mikil lyftistöng fyrir miðbæinn.

Á Hljómalindarreitnum í 101 Reykjavík eru að koma í sölu 16 glæsilegar og vandaðar íbúðir. Af þeim eru 15 nýjar íbúðir í seinni hluta sem Þingvangur setur í sölu á reitnum. Þetta eru stúdíó, tveggja- og þriggja herbergja íbúðir. Innréttingarnar og borðplötur í íbúðunum eru vandaðar og glæsilegar. Íbúðirnar eru 34 -131 fm að stærð og eiga það sameiginlegt að mæta kröfum nútímafólks sem vill búa í miðbæ Reykjavíkur. 15 Íbúðir eru á Klapparstíg og ein á Laugavegi. Íbúðirnar eru allar tilbúnar til afhendingar. Einnig er hægt að kaupa bílastæði í upphitaðri lokaðri bílageymslu.

Íbúðir á Klapparstíg 30 eru fullbúnar með ljósum, flísum á böðum og parketi. Vandaðar innréttingar frá danska framleiðandanum HTH og borðplata úr kvartsstein frá Granítsmiðjunni. Blöndunar og sturtutæki frá Tengi og eldhústæki frá AEG. 

Klapparstígur 30.
Klapparstígur 30.
Klapparstígur 30.
Klapparstígur 30.
Klapparstígur 30.
Klapparstígur 30.

Íbúðir á Klapparstíg 28 eru fullbúnar án gólfefna en baðherbergi flísalögð. Vandaðar innréttingar frá danska framleiðandanum HTH og Corestone borðplötur. Blöndunar og sturtutæki frá Ísleifi Jónssyni og eldhústæki frá AEG. 

Klapparstígur 28.
Klapparstígur 28.
Klapparstígur 28.
Klapparstígur 28.
Klapparstígur 28.
Klapparstígur 28.
Klapparstígur 28.
Klapparstígur 28.

Íbúðin við Laugaveg 19 er hönnuð af innanhússarkitektinum Guðbjörgu Magnúsdóttur og eru innréttingarnar í íbúðinni sérsmíðaðar hjá íslenska fyrirtækinu HBH. Öll eldhústæki koma frá AEG og er granítsteinn í borðplötunum. Allar innihurðir eru sérsmíðaðar hjá FAGUS trésmiðju í Þorlákshöfn. Aðeins er ein íbúð eftir á Laugavegi 19.

Laugavegur 19.
Laugavegur 19.
Laugavegur 19.
Laugavegur 19.
Laugavegur 19.
Laugavegur 19.
Laugavegur 19.
Laugavegur 19.

Gunnar Sverrir Harðarson fasteignasali hjá RE/MAX Senter segir að þessar nýju íbúðir hafi mikla sérstöðu. 

„Þær eru til dæmis við eina og fyrsta torg sem hefur verið búið til á Laugaveginum. Um er að ræða nýbyggingu í miðbænum en þær eru byggðar eftir nýjustu byggingarreglugerð með tillit til hljóðbærni og aðgengi. Upphitað bílastæðahús tilheyrir íbúðunum ásamt lyftu og svo eru ýmis hönnunaratriði eftirsótt eins og gólfsíðir gluggar, vandaðar innréttingar og allur frágangur á íbúðunum er til fyrirmyndar. Þessar íbúðir eru litlar og ættu því að henta mörgum,“ segir hann. 

Það er alltaf verið að tala um að ungt fólk geti ekki keypt sér fyrstu íbúð, hvernig er verðið á þessum íbúðum?

„Þær munu flestar vera undir 40 milljónum og henta því hinum ýmsu kaupendum.“

Hvað þarftu að eiga í útborgun til að geta keypt svona íbúð?

„Frá 5 milljónum,“ segir hann. 

Aðspurður um hver markhópurinn sé fyrir þessar íbúðir segir Gunnar Sverrir að hann sé stór. 

„Þetta eru íbúðir fyrir fjárfesta sem vilja leigja íbúðir, fyrstu kaupendur, fólk utan af landi eða erlendis frá sem vill eiga íbúð í miðbænum og eða fyrir börnin sem eru að fara í háskólann, einstaklingar og pör, fyrirtæki fyrir starfsmenn og gesti sína,“ segir hann.  

Verður ekki slegist um þær?

„Þú getur rétt ímyndað þér,“ segir hann og hlær. 

Af fasteignavef mbl.is: Klapparstígur 30

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál