Fjórar flottar íbúðir undir 25 milljónum

Í þessu gula húsi á Bragagötu má finna eina ódýra …
Í þessu gula húsi á Bragagötu má finna eina ódýra íbúð.

Það getur virst óhugsandi að eiga upp í útborgun á íbúð. Fyrsta íbúð þarf þó ekki endilega vera stór eða búa yfir miklum lúxus. Með smá lukku er hægt að finna góða fyrstu eign þó að útborgun sé ekki hærri en rúmlega þrjár og hálf milljón. 

Ef miðað er við að fólk þurfi ekki að eiga nema 15 prósent af kaupverði fyrstu eignar er hægt að fá góða stúdíóíbúð. Fyrir íbúð á 20 milljónir þarf fólk að eiga þrjár milljónir, fyrir íbúð á 25 milljónir þarf fólk að eiga 3,75 milljónir sé miðað við 85 prósent láni. 

Hér að neðan má sjá úrval af því sem er í boði undir 25 milljónum á Fasteignavef mbl.is

Við Suðurgötu í Hafnarfirði má finna bjarta og snyrtilega stúdíóíbúð fyrir einungis 16,8 milljónir. 

Á Bragagötu í miðbæ Reykjavíkur hefur verslunarrými verið breytt í stúdíóíbúð og er ásett verð 21,7 milljónir. 

Stúdíóíbúð í Teigaseli í Breiðholtinu er föl fyrir 23,9 milljónir. 

Í Samtúni í Reykjavik er til sölu tveggja herbergja kjallaraíbúð fyrir 24,9 milljónir. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál