Rut Káradóttir hannaði heimili Fjólu

Fjóla Ósland Hermannsdóttir.
Fjóla Ósland Hermannsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjóla Ósland Hermannsdóttir, sjálfstætt starfandi hönnuður, býr vel í 110 Reykjavík ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Þórði Guðmundssyni, dóttur þeirra Júlíu og hundinum Gretti. Húsið er ákaflega vandað og fallegt en allar innréttingar eru teiknaðar af Rut Káradóttur innanhússarkitekt. 

Fjóla útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Sama ár stofnaði hún hönnunarstúdíóið OSLAND og hefur síðan þá fengist við allskonar hönnun. Hún hefur hannað munstur, fatnað og skartgripi svo eitthvað sé nefnt.

„Ég hef verið að mála myndir í gegnum tíðina og eftir nokkurt hlé kom ég með „Landscape“-seríuna mína, sem eru abstrakt, hringlaga myndir málaðar á tré. Einnig er hægt að fá plaggöt með myndlistinni minni,“ segir Fjóla.

Í desember vann hún myndskreytikeppni Krumma en Krumminn eftir hönnuðinn Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur varð 10 ára á síðasta ári. Fjóla myndskreytti hann og var hann framleiddur í takmörkuðu upplagi sem er löngu uppselt.

„Það allra nýjasta hjá mér er svo ný lína af kertastjökum úr endurunnu járni en þar held ég áfram með hringlaga formið úr myndlistinni minni,“ segir hún en myndirnar eru til sölu í Magnolia á Skólavörðustíg og í HAF store við Geirsgötu.

Þegar Fjóla er spurð út í heimili sitt segist hún hafa fallið fyrir húsinu vegna staðsetningarinnar en það er við Elliðavatn í 110 Reykjavík en fjölskyldan hefur búið í húsinu síðan 2014.

„Húsið er opið og bjart með undurfögru útsýni yfir Elliðavatn. Í húsinu er gott pláss fyrir alla fjölskylduna,“ segir hún.

Það var margt sem heillaði Fjólu við húsið. Fyrst ber að nefna arkitektúr hússins og allir stóru gluggarnir á húsinu sem hleypa birtunni inn. Auk þess er mikil lofthæð í húsinu og stórkostlegt útsýni.

„Okkur fannst staðsetningin góð en úr húsinu er stutt í frábærar gönguleiðir.“

Hjónin fengu Rut Káradóttur, sem er einn þekktasti innanhússarkitekt nútímans, til þess að hanna allar innréttingar í húsið. Innréttingarnar voru svo sérsmíðaðar hjá Smíðaþjónustunni.

Þegar Fjóla er spurð að því hvernig hún vilji hafa í kringum sig segist hún sækjast eftir hlýleika.

„Ég vil hafa heimilið opið og bjart með hlýjum náttúrulegum litatónum. Ég vil hafa þægileg húsgögn og mér finnst skipta máli að blanda saman gömlu og nýju. Blóm prýða hvert heimili og svo vil ég hafa myndlist á veggjunum.“

Hefur þú flutt oft á lífsleiðinni?

„Já, ég myndi segja það. Ég bjó alls 8 ár erlendis, í Danmörku og Þýskalandi, og hef búið í allskyns húsnæði. En ég er virkilega komin heim þar sem ég bý í dag.“

Hvaðan koma húsgögnin?

„Húsgögnin eru samansafn héðan og þaðan. Klassísk hönnun í bland við annað.“

Hvar á heimilinu líður þér best?

„Mér líður best í sófanum í stofunni með góðan kaffibolla og hundinn Gretti kúrandi mér við hlið.“

Hvernig heimilistýpa ert þú? Ertu alltaf að breyta og bæta eða gerir þú hlutina einu sinni og lætur þar við sitja?

„Mér finnst mikilvægt að hafa góðan heilsteyptan grunn á heimilinu. Ég nærist á því að hafa fallegt í kringum mig og mér finnst mjög skemmtilegt að raða hlutum upp á nýtt hjá mér. Þannig öðlast hlutirnir nýtt líf. Gaman er að skipta út púðum og öðrum textíl. Ég tek líka til hliðar og geymi. Það er ótrúlegt hvað hægt er að breyta heimilinu bara með því að raða sömu hlutunum upp á nýtt.“

Hvað drífur þig áfram?

„Samverustundir með fjölskyldunni. Lifa lífinu lifandi.“

Rut Káradóttir hannaði innréttingar hússins.
Rut Káradóttir hannaði innréttingar hússins. mbl.is/Kristinn Magnússon
Hér sést hvað það er fallegt að láta skápana ná ...
Hér sést hvað það er fallegt að láta skápana ná upp í loft. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Verkin hennar Fjólu njóta sín vel innan um þekkta hönnun.
Verkin hennar Fjólu njóta sín vel innan um þekkta hönnun. mbl.is/Kristinn Magnússon
Listaverkin fá að njóta sín.
Listaverkin fá að njóta sín. mbl.is/Kristinn Magnússon
Fjóla skreytti Krumma Ingibjargar Hönnu ein hann hangir í glugganum. ...
Fjóla skreytti Krumma Ingibjargar Hönnu ein hann hangir í glugganum. Þessi útgáfa af Krumma kom í takmörkuðu upplagi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Krumminn skreyttur af Fjólu.
Krumminn skreyttur af Fjólu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Gráir tónar fara vel við litrík listaverk.
Gráir tónar fara vel við litrík listaverk. mbl.is/Kristinn Magnússon
Falleg listaverk eru áberandi á heimilinu.
Falleg listaverk eru áberandi á heimilinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Fékk bólur þegar hún hætti á getnaðarvörn

18:00 Eiginkona Hafþórs Júlíusar, Kelsey Henson, varð óvenju slæm í húðinni þegar hún flutti til Íslands. Hún reyndi að fela bólurnar með farða sem gerði illt verra. Meira »

Pakkar niður og samgleðst Aroni Einari

14:00 Kristbjörg er að taka til og sortera en fjölskyldan flytur til Katar í sumar. Þau eru á fullu að leita að húsnæði en draumahúsið er ekki fundið. Meira »

Bergþór Pálsson „féll“ í gær

11:00 Bergþór Pálsson hefur í heilt ár hugsað mjög vel um heilsuna og gætt þess vel að vera nánast sykurlaus. Í gær féll hann.   Meira »

Íbúðir sem voru þyngri í sölu seljast betur

09:01 Aron Freyr Eiríksson, fasteignasali hjá Ási fasteignasölu, segir að fólk sækist mikið í sérbýli með aukaíbúð þessi misserin.  Meira »

Ertu að spreyja ilmvatninu rétt?

Í gær, 23:30 Nuddar þú saman úlnliðum eftir að hafa spreyjað ilmvatni á þig? Eða reynir þú að spreyja mjög miklu á einn stað til þess að láta ilminn endast á líkama þínum? Meira »

Er hægt að laga æðaslit?

í gær Ég er með æðaslit á fótleggjunum og það er mjög áberandi. Er að fara til sólarlanda í sumar og langar að láta laga þetta. Er það hægt? Meira »

Geta fundið bestu kjörin í hvelli

í gær Verðsamanburður hjá Aurbjörgu getur hjálpað notendum að spara háar fjárhæðir við sölu á fasteign og margar milljónir í afborgunum af lánum. Meira »

„Ég er ungfrú Ísland þú átt ekki séns“

í gær Alexandra Helga Ívarsdóttir unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar var gæsuð af fullum krafti í gær. Parið ætlar að ganga í heilagt hjónaband á Ítalíu í sumar. Meira »

Fimm hönnunarmistök í litlum íbúðum

í gær Það er enn meiri ástæða til að huga að innanhúshönnun þegar íbúðirnar eru litlar. Ekki fer alltaf saman að kaupa litla hluti í litlar íbúðir. Meira »

Er nóg að nota farða sem sólarvörn?

í gær „Ég er að reyna að passa húðina og gæta þess að fá ekki óþarfa hrukkur. Nú eru margir farðar með innbyggðu SPF 15. Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn eða þarf ég líka að bera á mig vörn?“ Meira »

Karlmenn vilja helst kynlíf á morgnana

23.3. Klukkan sex mínútur í átta vilja karlmenn helst stunda kynlíf en ekki er hægt að segja það sama um konur.   Meira »

Eignir sem líta vel út seljast betur

23.3. Við val á fasteign er gott að skoða hversu auðvelt er að komast til og frá vinnu. Bílskúr eða kjallaraherbergi sem nýta má sem íbúðareiningu og leigja út getur létt greiðslubyrðina. Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

23.3. „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

23.3. Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

23.3. Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »

500 manna djamm – allt á útopnu

22.3. Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

22.3. Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

22.3. Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

22.3. Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »

Svona forðastu stress og áhyggjur

22.3. Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

21.3. Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »