Selja 80 fm íbúð við Tómasarhaga

Kolbrún Vaka Helgadóttir dagskrárgerðarkona hjá RÚV og Hilmar Guðjónsson leikari hafa sett sína góðu íbúð við Tómasarhaga á sölu. Íbúðin er um 80 fm að stærð og er á jarðhæð. Hægt er að opna svalahurð út í garð og tekur þá þessi fallegi pallur við. 

Heimili Kolbrúnar Vöku og Hilmars er smekklega innréttað á hlýlegan hátt. Í eldhúsinu er búið að lakka gömlu eldhúsinnréttinguna og poppa hana upp. Á einum vegg er krítarmálning á veggnum svo hægt er að hafa skipulag fjölskyldunnar á einum stað. 

Fallegur bleikur sófi prýðir stofuna eins og sést á myndunum og er heimilið fullt af skemmtilegum og heillandi munum. 

Af fasteignavef mbl.is: Tómasarhagi 37

Hilmar Guðjónsson og Kolbrún Vaka Helgadóttir.
Hilmar Guðjónsson og Kolbrún Vaka Helgadóttir. mbl.is/Freyja Gylfa
mbl.is