Geggjuð útsýnisíbúð við Grænuhlíð

Við Grænuhlíð í Reykjavík stendur ákaflega falleg 101 fm íbúð. Húsgögnum er fallega raðað upp í íbúðinni en flestir veggir eru hvítmálaðir. 

Í eldhúsinu er hvít innrétting með dökkum borðplötum. Einn veggur í eldhúsinu er málaður grár en falleg lýsing og skipulag einkennir rýmið. 

Í íbúðinni er hver fermetri nýttur til fulls. Þar er til dæmis vinnurými sem er búið að stúka af. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og tvær samliggjandi stofur. 

Af fasteignavef mbl.is: Grænahlíð 14

mbl.is