Myndirnar þurfa að vera góðar

Nadia Katrín Banine.
Nadia Katrín Banine.

Íslendingar þekkja Nadiu Katrínu Banine úr þáttunum Innlit/útlit sem sýndir voru á SkjáEinum. Þar heimsótti hún fólk og tók húsnæði í gegn. Sú reynsla nýtist henni vel í starfi en í dag er hún löggiltur fasteignasali hjá Landmark en hún starfar einnig við innanhússráðgjöf. 

Hvað þarf fólk að hafa í huga áður en það setur íbúð á sölu?

„Að vanda til verka, klára frágang og annað smotterí sem hefur kannski setið á hakanum og gera eignina sem frambærilegasta fyrir myndatöku. Snyrtileg og falleg eign segir líka mikið um seljandann og gefur kaupandanum til kynna að vel hefur verið hugsað um eignina.“

Hvernig þarf fólk að taka til fyrir myndatöku? Mælir þú með að fólk minnki dót eða pakki því hreinlega niður eða skiptir það engu máli?

„Það sem fólk er oftast að leita eftir er birta og fermetrar. Þess vegna getur verið mikilvægt að fækka aðeins hlutum og í sumum tilvikum pakka niður. Þegar fólk er að setja eignina sína á sölu þarf á einhverjum tímapunkti að pakka niður og oft er alveg eins gott að byrja bara snemma. Eins getur allt virst þrengra og minna ef mikið er í gluggakistum og á borðplötum og þá getur verið góð hugmynd að hafa nokkra hluti saman í þyrpingu frekar en að dreifa úr þeim. Eins getur verið gott að fjarlægja mjög persónulega muni og trúartákn. Best er fyrir kaupandann ef auðvelt er fyrir hann að sjá sig og sína muni í rýminu sem fyrir er,“ segir Nadia Katrín.

Getur skipt máli að breyta

í íbúðinni fyrir sölu?

„Í sumum tilvikum þá verð ég að segja já. Þetta er oft aleigan hjá fólki sem við erum með í höndunum og miklu máli skiptir að gera henni eins góð skil og mögulegt er. Stundum er uppröðunin þannig hjá fólki að rýmin virðast minni en þau eru í raun og veru og legg ég þá til hugmynd að enduruppröðun til að þau njóti sín sem best. Annað sem mér finnst skipta máli er að hvert rými hafi sitt hlutverk þannig að það virki ekki sem „dautt“ pláss sem nýtist ekki fyrir neitt,“ segir hún.

Hvað um fasteignaljósmyndir, hvað skiptir máli þar?

„Myndirnar eru það fyrsta sem fólk skoðar og skiptir það gífurlega miklu máli að þær séu unnar af fagaðila. Það eru þær sem vekja áhuga hjá fólki og fá það til þess að vilja koma og skoða eignina. Dökkar og óskýrar myndir geta virkilega eyðilagt fyrir sölu. Einnig þarf að huga að því við myndatöku hvað gæti verið falleg forsíðumynd og líklegast til að sýna bestu eiginleika eignarinnar. Svo finnst mér líka mikilvægt að raða myndunum upp í þannig röð að það leiði kaupandann í gegnum eignina. Það er oft ruglingslegt að skoða myndir af fasteignum þar sem það er erfitt að átta sig á flæðinu í íbúðinni.“

Mælir þú með að fólk máli íbúðina fyrir sölu ef hún er orðin sjúskuð?

„Málning er ekki eitthvað sem kostar allt of mikla peninga og vissulega hjálpar það til ef að íbúðin er nýmáluð. Stundum er nóg bara að taka einn og einn vegg. Allt sem fólk gerir til þess að íbúðin líti sem best út hjálpar til en ég myndi ekki mæla með að fólk færi í dýrar framkvæmdir til þess að selja eignina. Það er ekkert endilega að skila sér til baka í verðinu. En hvert tilfelli er auðvita einstakt og er margt sem spilar þar inn í.

Hvað kemur alltaf vel út að gera fyrir sölu?

„Að aðkoman sé falleg og snyrtileg. Hvað er það fyrsta sem fólk upplifir þegar það kemur. Er bjart í eigninni, gott loft og snyrtilegt um að litast? Afgerandi lykt getur til dæmis verið mjög fráhrindandi.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

20:00 Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

19:00 Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

15:00 Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

11:00 Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

05:00 Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

í gær Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

í gær Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

í gær Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

í gær Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

í gær „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

17.4. Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

17.4. „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

17.4. Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

17.4. Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

17.4. Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »

Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

17.4. Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Meira »

Sjúkur í aðrar konur en á kærustu

16.4. „Ég átti það til að eyða allt að einum og hálfum tíma á dag í að stara á konur á nærfötum á Instagram og horfa á klámmyndbönd á netinu til þess að örva mig.“ Meira »

5 góð ráð fyrir meltinguna

16.4. „Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: Meira »

Björg lokar Spaksmannsspjörum í 101

16.4. Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara hefur ákveðið að loka verslun sinni í Bankastræti og opna hönnunarstúdíó. Þetta gerir hún af margvíslegum ástæðum. Meira »

Eitursvalt einbýli í Akrahverfinu

16.4. Við Skeiðakur í Garðabæ stendur ákaflega vandað og fallegt einbýlishús sem byggt var 2009. Húsið er 332 fm að stærð og er á pöllum. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Húsið sjálft er teiknað af Einari Ólafssyni arkitekt en Rut Káradóttir hannaði innréttingar sem allar voru sérsmíðaðar í Axis og blöndunartæki frá Vola. Meira »

Línan sem beðið hefur verið eftir

16.4. Sænska móðurskipið IKEA er komið með nýja tímabundna línu sem heitir ÖVERALLT. Línan endurspeglar forvitni IKEA á heiminum. Í þeim anda tók húsbúnaðarfyrirtækið höndum saman við Design Indaba fyrir nokkrum árum til að fræðast um hönnunarsenu nútímans í Afríku. Það varð upphafið að einstöku samstarfi hönnuða frá fimm Afríkulöndum. Meira »