Hvernig safnar fólk fyrir íbúð?

Það að eignast íbúð er stórmál og yfirleitt verður ekki af fyrstu fasteignakaupum nema fólk leggi mikið á sig og sé til í að sleppa öllum óþarfa. Ef það væri auðvelt að spara fyrir íbúð myndu allir gera það en svo eru aðstæður fólks misjafnar og þarf að taka marga þætti inn í jöfnuna. Það eru margar leiðir til guðs eins og sagt er en hér eru nokkrar frásagnir af fyrstu íbúðarkaupunum. 

„Ég samdi við eldri systur mína. Fékk veð í hennar íbúð gegn því að ég aflétti því innan 5 ára. Var í 3 vinnum í 2 ár og seldi svo íbúðina, aflétti veðinu og gat keypt næstu íbúð hjálparlaust. Er systur minni ævarandi þakklát,“ segir íslensk kona á fimmtugsaldri.

„Ég fékk smá arf, en keypti alltof dýra íbúð. Ég man að ég lokaði bara augunum og skrifaði undir! Ég bara varð að fá þessa íbúð, og að sjálfsögðu reddaðist það,“ segir íslensk kona á sextugsaldri.

„Ég vann öll sumur frá 13 ára aldri og með skóla. Lagði fyrir það sem fór ekki í mat eða leigu. Keypti svo ponsulitla íbúð, 33 fm, þá 21 árs, seldi nokkrum árum seinna og stækkaði við mig,“ segir kona á fertugsaldri.

„Keyptum fyrstu íbúðina okkar 1999, fengum lán hjá Íbúðalánasjóði, viðbótarlán og svo bankalán fyrir útborguninni. Ég var í námi, vann á 2 stöðum, betri helmingurinn í sinni vinnu. Ég tók engin námslán og þetta var drulluerfitt og við leyfðum okkur ekkert. Fengum lánuð og gefins húsgögn. Mér finnst því miður kröfurnar sem fólk gerir í dag ekki hjálpa, það verður að vera íbúð á vissum stað og liggur við allt nýtt inn. Á þessum tíma keyptum við íbúð á stað sem við vorum sátt við, en það þurfti að taka hana aðeins í gegn, en við sáum þetta sem stökkpall í það sem við vildum seinna.“

„Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð var engin krafa um að allt þyrfti að vera eins og hönnunarblaði. Búslóðin var eins og innbú útigangsmanns og mér var sama. Ég vann með skólanum og lagði fyrir. Á leiðinni hafði ég keypt bíl sem ég gat selt seinna þegar mig vantaði peninga upp í lokagreiðsluna. Í þá daga, fyrir um 20 árum, þurfti enginn að eiga flottasta símann, vera stöðugt á ferðalögum um heiminn eða eyða í einhvern lúxus. Maður var bara eins og lúði, en var alsæll því maður átti þak yfir höfuðið,“ segir karl á fimmtugsaldri.

„Ég vann 16 tíma á dag við hvert tækifæri. Og svo hafði pabbi laumast til að leggja fyrir í sjóð það sem ég borgaði heim, það dugði fyrir útborgun í 30 fm íbúð,“ segir kona á fimmtugsaldri.

„Það hefur ALLTAF verið erfitt að kaupa fyrstu íbúðina en kröfurnar hafa breyst gífurlega,“ segir kona á fertugsaldri.

„Ég bar út Moggann sem unglingur og vann með skóla og lagði fyrir og fékk svo lán fyrir rest! Keypti 2012/2013 frábæra íbúð,“ segir kona á fertugsaldri.

Hef aldrei safnað fyrir íbúð

 

Sigurbjörg Arnarsdóttir grafískur hönnuður.
Sigurbjörg Arnarsdóttir grafískur hönnuður.

Sigurbjörg Arnarsdóttir grafískur hönnuður keypti íbúð með systur sinni 1997. Hún segir hér frá því hvernig hún fór að því að safna sér fyrir íbúð og hvernig það hafi verið að búa með systur sinni.


Hvernig safnaðir þú þér fyrir íbúð?

„Ég hef aldrei safnað fyrir íbúð. Ég var nýbúin í námi árið 1997 og átti ekki krónu. Systir mín sem líka var nýlega búin í námi átti 500 þúsund krónur. Við duttum niður á íbúð í miðbænum sem kostaði 5,7 milljónir. Hún var yfirveðsett og það hvíldu á henni 5,2 milljónir. Við buðum bara uppsett verð og fengum hana. Þessi íbúð var alveg í rúst og hafði verið dópgreni áður en við tókum við henni. Við fengum 500 þúsund króna lán í bankanum og komum okkur inn fyrir þann pening með góðri hjálp frá pabba. Á næstu árum bættum við svona 1 milljón til viðbótar í lagfæringar,“ segir hún.

Aðspurð hvernig sambúð þeirra systra hafi verið segist hún mæla með þessu.

„Við bjuggum saman í sjö ár. Að þeim tíma loknum seldum við íbúðina á 14,7 milljónir, þá voru húsbréf í gangi og fengum við yfirverð þegar þau voru seld. Þessir peningar sem við fengum á milli dugðu til þess að við keyptum okkur báðar 3 herbergja íbúðir og eru grunnurinn að þeim eignum sem við eigum í dag.“

Hvernig var að eiga íbúð með systur sinni?

„Það var bara yndislegt að búa með systur sinni. Það er lítill aldursmunur á okkur og okkur kom mjög vel saman og gerir enn í dag.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Svona býrðu til „Power Spot“

11:00 Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

05:00 „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

Í gær, 22:00 Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

Í gær, 20:00 „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

Í gær, 17:00 Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

í gær Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

í gær Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »

Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

í gær Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Meira »

Sjúkur í aðrar konur en á kærustu

í fyrradag „Ég átti það til að eyða allt að einum og hálfum tíma á dag í að stara á konur á nærfötum á Instagram og horfa á klámmyndbönd á netinu til þess að örva mig.“ Meira »

5 góð ráð fyrir meltinguna

í fyrradag „Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: Meira »

Björg lokar Spaksmannsspjörum í 101

í fyrradag Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara hefur ákveðið að loka verslun sinni í Bankastræti og opna hönnunarstúdíó. Þetta gerir hún af margvíslegum ástæðum. Meira »

Eitursvalt einbýli í Akrahverfinu

16.4. Við Skeiðakur í Garðabæ stendur ákaflega vandað og fallegt einbýlishús sem byggt var 2009. Húsið er 332 fm að stærð og er á pöllum. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Húsið sjálft er teiknað af Einari Ólafssyni arkitekt en Rut Káradóttir hannaði innréttingar sem allar voru sérsmíðaðar í Axis og blöndunartæki frá Vola. Meira »

Línan sem beðið hefur verið eftir

16.4. Sænska móðurskipið IKEA er komið með nýja tímabundna línu sem heitir ÖVERALLT. Línan endurspeglar forvitni IKEA á heiminum. Í þeim anda tók húsbúnaðarfyrirtækið höndum saman við Design Indaba fyrir nokkrum árum til að fræðast um hönnunarsenu nútímans í Afríku. Það varð upphafið að einstöku samstarfi hönnuða frá fimm Afríkulöndum. Meira »

Ekki segja þetta við einhleypa

16.4. Er æðsta markmið þitt í lífinu að koma einu einhleypu vinkonu þinni á fast. Ekki reyna að telja henni í trú um að hún sé of vandlát. Meira »

Í venjulegum almúgafötum í fríinu

15.4. Katrín hertogaynja klæðir sokkana yfir gallabuxurnar og Vilhjálmur Bretaprins er í gömlum strigaskóm.   Meira »

Nennti ekki lengur að vera feit og pirruð

15.4. Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali var orðin þreytt á sjálfri sér og ákvað að nú væri nóg komið.  Meira »

Þarf ekki að prýða forsíðuna aftur

15.4. Talsmaður Melaniu Trump gefur skít í Önnu Wintour og minnir fólk á forsíðuna sem frú Trump prýddi árið 2005.   Meira »

Hvaða rakakrem á ég að nota?

15.4. Eilífðarleitin að hinu fullkomna rakakremi getur tekið á en húðin breytist með aldri, veðri og vindum. Undanfarið hafa nokkur mjög áhugaverð andlitskrem komið á markaðinn og fyrir suma veldur það enn meiri valkvíða en óttist ekki, hér eru rakakremin flokkuð eftir húðgerðum til að auðvelda valið. Meira »

Kristján Árni opnaði eigið gallerí

15.4. Kristján Árni Baldvinsson opnaði nýtt gallerí í Hafnarfirði með sýningu á eigin verkum. Hann segir að þetta hafi verið stór stund. Meira »

Svona býr Villi í Herragarðinum

15.4. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson verslunarstjóri í Herragarðinum er heimakær fjölskyldumaður og finnst ekkert betra en að koma heim og hitta fjölskylduna. Meira »

Frábært hönnunarboð úti á Granda

14.4. Hlín Reykdal frumsýndi nýja skartgripalínu á dögunum. Línan heitir CRYSTAL CLEAR og er ákaflega falleg. Á sama tíma var ljósmyndum eftir Önnu Maggý fagnað. Meira »