Fimm hönnunarmistök í litlum íbúðum

Góð lýsing skiptir öllu.
Góð lýsing skiptir öllu. mbl.is/Thinkstockphotos

Það þarf að huga að hverju smáatriði þegar íbúðin er í minni kantinum. Það þarf ekki bara að huga að hinu sjónræna heldur líka notagildi þar sem nýta þarf hvern fermetra vel. Á vef MyDomaine má finna góð ráð frá innanhúshönnuði en litlar íbúðir og rými þýða ekki endilega litlir og leiðinlegir hlutir. 

Forstofan

Hillur með fallegum munum líta ef til vill vel út á myndum en þegar plássið er lítið og mögulega ekki gert ráð fyrir sérstakri forstofu er gott að vera með lokaðar hirslur. Gömul kommóða er bæði falleg og nýtist vel. 

Stofan

Mottur eru fallegar í flestum rýmum en þær þurfa ekki að vera litlar þótt stofan sé lítil. Algengt er að fólk kaupi of litlar mottur. Stórar mottur geta látið rými líta út fyrir að vera stærri en þau eru. 

Baðherbergi

Baðherbergi þurfa ekki að vera leiðinleg þrátt fyrir að vera lítil. Sumir vilja meina að það séu mistök að sleppa persónulegum og sérstökum munum á baðherberginu. Einstakur spegill eða jafnvel veggfóður geta gert lítið baðherbergi spennandi. 

Svefnherbergi

Stærstu mistökin sem fólk gerir í litlum svefnherbergjum að mati innanhúshönnuðarins er að kaupa allt of stórt rúm. Þrátt fyrir að oft sé gott að kaupa stóra hluti í lítil rými er hönnuðurinn á því að það sé ekki málið þegar kemur að rúmum. Vill hann sjá að minnsta kosti 75 sentimetra frá vegg og rúmi eða öðrum húsgögnum. 

Lýsing

Ein stærstu hönnunarmistökin sem fólk gerir er að búa á heimili með lélegri lýsingu og þá er ekki átt við að ljósin lýsi ekki nógu vel. Ef dimmerar eru ekki til staðar er til dæmis hægt að notast við borðlampa og standlampa til þess að skapa fallega lýsingu. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál