Íbúðir sem voru þyngri í sölu seljast betur

Aron Freyr Eiríksson fasteignasali hjá Ási fasteignasölu.
Aron Freyr Eiríksson fasteignasali hjá Ási fasteignasölu.

Aron Freyr Eiríksson, fasteignasali hjá Ási fasteignasölu, segir að fólk sækist mikið í sérbýli með aukaíbúð þessi misserin.

„Í sérbýlum hafa eldri eignir í nútímalegum stíl verið mjög vinsælar sem og flest sérbýli sem eru í kringum 150-200 fm, þau hafa selst mjög vel. Í fjölbýlum eru jarðhæðir með sérinngang og verönd alla jafna vinsælustu íbúðirnar, meðal annars vegna þess að það er stærri markaður sem getur keypt þær íbúðir heldur en þar sem er sameiginlegur inngangur, út af dýrahaldi,“ segir Aron Freyr.

Hvaða hverfi eru vinsælust?

„Í Hafnarfirði, á okkar sterkasta svæði, finnum við ekki sérstaklega fyrir því að ákveðin hverfi séu að skera sig frá öðrum í vinsældum. Sala gengur vel í öllum hverfum bæjarins þegar verðlagning eignanna er í samræmi við gæði þeirra.“

Er fólk að leita eftir einhverju núna sem það hefur ekki leitað eftir áður?

„Helst hefur eftirspurnin eftir stórum sérbýlum með aukaíbúð verið að aukast mikið undanfarin misseri, en þær eignir voru talsvert þyngri í sölu hér áður fyrr,“ segir hann.

Hvað er skemmtilegast við starfið?

„Fjölbreytileiki verkefnanna og auðvitað að kynnast öllu því skemmtilega fólki sem maður aðstoðar og hittir í gegnum starfið.“

Þú getur lesið Fasteignablað Morgunblaðsins HÉR. 

Fasteignablað Morgunblaðsins.
Fasteignablað Morgunblaðsins.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál