Skúli færði húsið yfir á sig 2018

Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen.
Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skúli Mogensen festi kaup á einbýlishúsi við Hrólfsskálavör 2 árið 2016. Fyrstu tvö árin var húsið skráð á Kotasælu ehf., félag Skúla, en 1. júní 2018 var það fært yfir á hann sjálfan. 

Skúli hefur sagt það í fréttum í dag að hann hafi lagt allt sitt fé í WOW air og liggi ekki á aukasjóðum neins staðar. 

Smartland sagði frá því í júní 2016 að Kotasæla hefði keypt húsið sem stendur á besta stað á Seltjarnarnesi. Húsið var áður í eigu Helgu Gísladóttur sem kennd var við Víði og 10-11. 

Húsið er hannað af Steve Christer og Margréti Harðardóttur hjá Studio Granda og eru verk þeirra ansi fræg. Í dag er Skúli með lögheimili í húsinu ásamt kærustu sinni, Grímu Björgu Thorarensen, sem er innanhússhönnuður. Áður var Skúli með lögheimili í Bretlandi. 

Húsið er um 600 fm að stærð og er fasteignamat þess 261.000.000 kr.

Hrólfsskálavör 2 er glæsilegt hús.
Hrólfsskálavör 2 er glæsilegt hús.
mbl.is