Baltasar kaupir glæsihús í 101

Baltasar Kormákur Baltasarsson.
Baltasar Kormákur Baltasarsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Baltasar Kormákur Baltasarsson leikstjóri og súperstjarna hefur fest kaup á 375 fm glæsihúsi í 101. Hann og eiginkona hans Lilja Pálmadóttir skildu fyrr í vetur. 

Hjónin fyrrverandi bjuggu við Miðstræti í Reykjavík en nú er Baltasar búinn að flytja lögheimili sitt á Smáragötu 10. 

Húsið er 375 fm að stærð og var byggt 1931. Fasteignamat hússins er 161.800.000 kr. 

Í gegnum tíðina hefur Smartland fjallað um glæsieignir við Smáragötu sem ratað hafa inn á fasteignavef mbl.is. 

Smáragata 10 er hvítmálað að utan.
Smáragata 10 er hvítmálað að utan. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is