Gunnar Smári lækkar verðið á Fáfnisnesinu

Gunnar Smári Egilsson hefur lækkað verðið á húsinu um sex …
Gunnar Smári Egilsson hefur lækkað verðið á húsinu um sex milljónir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hjónin Gunnar Smári Egilsson og Alda Lóa Leifsdóttir hafa lækkað verð á húsi sínu um sex milljónir. Ásett verð var upphaflega 125 milljónir en er nú 119 milljónir. Húsið er búið að vera í meira en tvö ár á sölu með hléum. 

Um er að ræða einbýlishús við Fáfnisnes 3 í Skerjafirði í Reykjavík. Húsið var byggt 1969 og var teiknað af Þorvaldi S. Þorvaldssyni. Húsið kom fyrst á sölu 2017 og hefur síðan þá verið meira og minna auglýst til sölu. Á mánudaginn kom það aftur á sölu og var auglýst á fasteignavef mbl.is. Þá var búið að lækka það um sex milljónir. 

Eins og sést á myndunum sem eru nú á fasteignavef mbl.is virðist enginn búa í húsinu. Gunnar Smári og Alda Lóa eru þó enn skráð þarna með lögheimili. 

Af fasteignavef mbl.is: Fáfnisnes 3

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál