Línan sem beðið hefur verið eftir

Sænska móðurskipið IKEA er komið með nýja tímabundna línu sem heitir ÖVERALLT. Línan endurspeglar forvitni IKEA á heiminum. Í þeim anda tók húsbúnaðarfyrirtækið höndum saman við Design Indaba fyrir nokkrum árum til að fræðast um hönnunarsenu nútímans í Afríku. Það varð upphafið að einstöku samstarfi hönnuða frá fimm Afríkulöndum.

Viðfangsefni þeirra eru tíska, höggmyndalist, byggingalist og húsgagnahönnun, og í ferlinu vann hver þeirra með hönnuðum IKEA að nýjum og spennandi húsbúnaði. Niðurstaðan er ÖVERALLT, tímabundin lína sem snýst um að byggja brýr í stað veggja og skapa þannig rými fyrir betri samveru okkar allra. Línan inniheldur meðal annars húsgögn, borðbúnað og vefnaðarvöru.

Þess má geta að Sigga Heimis iðnhönnuður leiddi þennan hóp í byrjun og valdi hönnuðina til þess að taka þátt í þessu verkefni. Hún gat því miður ekki klárað verkefnið því hún þurfti að fara í önnur störf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál