Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Gunnar Sverrir Harðarson hjá RE/MAX væntir þess að meira líf hlaupi í fasteignamarkaðinn á næstu misserum, í kjölfar þess að aðilum vinnumarkaðarins tókst að finna farsæla lausn á kjaraviðræðum. „Bæði óvissan í kringum WOW Air og kjarasamningana höfðu þau áhrif að fólk var hikandi við að taka ákvörðun um fasteignakaup. Núna eru kjarasamningar í höfn og ljóst hvað verður um WOW, og hugsa ég að fólk sem hefur notað tímann til að velta fyrir sér áhugaverðum möguleikum í fasteignakaupum láti til skarar skríða.“

Ágætar horfur

Gunnar er mikill reynslubolti og hefur starfað við sölu fasteigna allt frá árinu 2003. Þar áður rak hann jarðvinnufyrirtæki við góðan orðstír og segir það hafa verið góðan skóla í öllu sem við kemur vönduðum frágangi fasteigna og lóða. Gunnar segir algengt að hvers kyns óvissuástand í hagkerfinu valdi því að fólk slái fasteignakaupum á frest: „Jafnvel ef kaupandinn vill ekki sjálfur bíða þá er alltaf einhver í kringum hann sem ráðleggur að betra sé að hafa vaðið fyrir neðan sig, og sjá hvað setur. Núna er þó orðið ljóst að við getum leyft okkur ákveðna bjartsýni með framhaldið, og greinilegt að aðkoma ríkisstjórnarinnar að því að finna lausn á kjaradeilunni miðar ekki hvað síst að því að koma til móts við fasteignakaupendur.“

Að sögn Gunnars verður þó greinilega áfram mikil þörf á nýju húsnæði. „Töluverð uppbygging átti sér stað árið 2017 og 2018 og vonandi að takist að ná í skottið á þeirri uppsöfnuðu þörf sem myndaðist á árunum eftir hrun. Er þó rétt að athuga hvaða áhrif það kann að hafa að viðskiptabankarnir hafa byrjað að setja strangari eiginfjárkröfur vegna húsbyggingarverkefna og því einhver hætta á að nýjar eignir sem áætlað hafði verið að kæmu inn á markaðinn árið 2020 og 2021 verði ekki tilbúnar á tilsettum tíma.“

Stærð og staðsetning

Kaup á fasteign eru sjaldnast auðveld ákvörðun og þarf fólk að vega og meta ótal þætti áður en gert er tilboð í álitlega eign. Meðal þess sem margir standa frammi fyrir er að ákveða hvort velja ætti fasteign miðsvæðis, þar sem fermetraverð er yfirleitt dýrara, eða kaupa ódýrari eign í jaðri byggðarinnar.

Gunnar segir ekki til neitt eitt rétt svar við þessari spurningu og hver og einn verði að gaumgæfa vandlega hverjar þarfir fjölskyldunnar eru, bæði hvað varðar stærð húsnæðis og staðsetningu. „Ég ráðlegg mínum viðskiptavinum að skoða fyrst af öllu hvar vinnan þeirra er: kallar starfið á daglegar ferðir út á Reykjanes, upp á Akranes eða í Kópavoginn? Væri þá mögulega hægt að velja eign í göngu- eða hjólafæri við vinnuna og geta fækkað heimilisbílunum úr þremur í tvo, eða úr tveimur í einn?“

Verður líka að skoða þarfir barnanna og unglinganna á heimilinu: geta þau komist sjálf í skóla og frístundastarf, eða myndi sú fasteign sem verið er að skoða kalla á mikið skutl? Allt hefur þetta áhrif á lífsgæði heimilisfólks og getur líka munað töluverðu fyrir fjárhaginn ef losna má við eins og einn bíl eða bara draga úr akstri. Gæti meira að segja verið heilsubætandi ef staðsetning heimilisins er þannig að auðvelt er að ganga út í matvöruverslun frekar en aka, eða stutt í fallegar gönguleiðir.

„Hvernig hverfi er skipulagt getur haft mikið að segja og gerir það gæfumuninn fyrir barnafjölskyldur ef stutt er á milli skóla og frístundastarfs. Seltjarnarnes er gott dæmi um fjölskylduvænt hverfi þar sem grunnskóli, sundlaug og fimleikahús eru inni í hverfinu miðju og börnin geta gengið þangað sjálf án þess að þvera stórar umferðaræðar.“

Verður síðan að muna að þarfir heimilismeðlima geta tekið breytingum á sama tíma og byggðin þróast. Ný íbúða- og atvinnusvæði verða til, og börnin verða að unglingum sem svo á endanum flytja að heiman. Íbúðin eða einbýlishúsið sem hentaði fyrir tíu eða fimmtán árum er kannski ekki besti kosturinn í dag og hægt að auka lífsgæðin með því að flytja eitthvað annað. „Er gaman að velta fyrir sér hvaða áhrif það gæti svo haft á ferðamynstur heimilisfólks ef Borgarlína verður tekin í gagnið eða sjálfakandi bílar notaðir til daglegra samgangna. Er a.m.k. ekki úr vegi, þegar verið er að skoða álitlega fasteign, að kíkja á aðalskipulagið og reyna að sjá það fyrir hvernig byggðin í kring á eftir að byggjast upp.“

Upplýst ákvörðun

Þegar búið er að velja eign af réttri stærð, og á réttum stað, þarf líka að ganga úr skugga um að eignin sé í góðu ástandi. Mælir Gunnar með því að láta gera úttekt og þannig fá heildstæða mynd af væntanlegri viðhalds- og viðgerðaþörf fasteignar, til að geta tekið upplýsta ákvörðun um kaupin. „Það hefur mátt sjá þá jákvæðu þróun á undanförnum árum að húsfélög í fjölbýlishúsum eru upp til hópa rekin mjög myndarlega, faglega haldið utan um rekstur fasteignanna og hússjóðurinn sterkur, svo að kaupandi þarf síður að hafa áhyggjur af óvæntum sameiginlegum kostnaðarliðum.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Kynntist kvæntum manni og leitar ráða

05:00 „Ég kynntist manni en hann sagði mér ekki að hann væri í sambandi fyrr en við vorum búin að sofa saman. Hann talaði um börnin sín tvö eins og ekkert væri en minntist ekki einu orði á barnsmóður sína og kærustu. Ég hélt að það væri í virðingarskyni við mig og hugsaði með mér að ég myndi spyrja hann kannski á þriðja stefnumóti.“ Meira »

Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

Í gær, 21:00 Æskuheimili Díönu prinsessu var kannski ekki höll en herragarður með stóru H-i eins og sjá mátti þegar Karen Spencer lét mynda sig á heimili sínu. Meira »

Prada hættir að nota loðfeldi

Í gær, 16:00 Ítalska tískhúsið Prada hefur bæst í stóran hóp stórra tískuvörumerkja sem hafa hætt að nota loðfeldi í hönnun sinni.   Meira »

Svona heldur Halle Berry út á ketó

Í gær, 13:54 Ketó-leyndarmál Óskarsverðlaunaleikkonunnar Halle Berry eru svindldagarnir. Berry hefur verið lengi á ketó en segir nauðsynlegt að leyfa sér að svindla af og til. Meira »

Húðráð fyrir ræktarskvísur

Í gær, 10:35 Það er margt sem ber að varast í líkamsræktarstöðvum ef maður vill halda húðinni góðri.   Meira »

Engar glansmyndir hjá Keaton

í gær Leikkonan Diane Keaton er ekki hinn hefðbundni notandi á Instagram og birtir sjaldan glansmyndir af sjálfri sér. Þrátt fyrir að fegra ekki sannleikann er hún mjög vinsæl. Meira »

Leyndarmálið bak við góða typpamynd

í fyrradag Typpamynd er ekki bara typpamynd, það vita konur sem vilja fá typpamyndir sendar. Það er til dæmis ekki vinsælt að fá senda nærmynd af slöppu typpi með ljótum bakgrunni. Meira »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

í fyrradag Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

í fyrradag Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

í fyrradag „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

í fyrradag Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

21.5. Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

20.5. Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »

Lagði mikið á sig til að grennast

20.5. Eva Longoria leyndi því ekki að megrunarkúrinn fyrir rauða dregilinn í Cannes var bæði langur og strangur. Grínaðist hún með að lifa á lofti svo strangur var kúrinn. Meira »

Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

20.5. Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. Meira »

Ásdís Rán lét sig ekki vanta

20.5. Sýningin Lifandi heimili og hönnun fór fram í Laugardalshöll um helgina. Margt var um manninn þegar sýningin opnaði og mikið fjör á mannskapnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með bás á sýningunni en hún flytur inn svartar rósir sem lifa í hálft ár án vatns og ilma ákaflega vel. Meira »

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

20.5. Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Meira »

Afgangarnir urðu að geggjaðri teppalínu

20.5. Erna Einarsdóttir hönnuður er manneskjan á bak við nýja teppalínu Geysis sem unnin er úr afgöngum. Línan er ekki bara falleg heldur umhverfisvæn. Meira »

Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

19.5. Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935.  Meira »

Stofnandi Ali Baba veitir kynlífsráð

19.5. Einn ríkasti maður í Kína, Jack Ma stofnandi Alibaba, er með uppskrift að betra lífi en það er að stunda kynlíf lengi sex sinnum á sex dögum. Meira »

Hugmyndir að hárgreiðslu og förðun

19.5. Við fengum Katrínu Sif Jónsdóttur, hárgreiðslukonu á Sprey, og Helgu Sæunni Þorkelsdóttur, förðunarfræðing, til að skapa þrjár mismunandi útfærslur af brúðargreiðslu og -förðun. Meira »