Páska skraut á skandinavíska vísu

Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana.

Það getur verið nóg að sjóða nokkur hvít egg og nota þau síðan með fallegum hörservéttum og girni. Þannig er hægt að búa til skraut sem minnir á kanínur og páskana svo eitthvað sé nefnt.

Eins eru margir sem fara út í garðinn sinn á þessum árstíma og finna fallegar nettar greinar sem hægt er að skreyta um páskana.

Að lita soðin egg með matarlit er einfalt. Eins getur verið góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna að mála með svörtum tússpenna á harðsoðin egg. Það þarf ekki að kosta mikið að gera fallegt um páskana. Páskar upp á skandinavíska vísu hafa aldrei verið vinsælli en akkúrat núna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál