Svona býrðu til „Power Spot“

Marie Kondo er snillingur í að búa til heilaga staði …
Marie Kondo er snillingur í að búa til heilaga staði á heimilinu.

Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Nýjasta æðið þegar kemur að KonMari-aðferðinni er að búa til „Power Spot“ á heimilinu. 

Sumir eru á því að páskarnir séu tími breytinga. Fjölskyldur koma saman og eiga yndislegar stundir og tími verður til að sinna því sem oft hefur ekki gefist tími til að sinna.

„Power Spot“ samkvæmt KonMari-aðferðinni er sá staður á heimilinu þar sem einstaklingur kjarnar sig.

Þetta getur verið bænahorn, staður til að lesa, íhuga eða bara að sitja í nálægð við hluti sem gefa orku.

Páskarnir geta verið góður tími til að búa til þennan stað á heimilinu. Af hverju ekki að setja falleg blóm, stól og uppáhalds bækurnar í horn í stofunni og sitja þar þegar andrými gefst til daglega?

Hlutir sem áhugavert er að hafa á „Power Spot“ eru sem dæmi kristallar, ilmkerti, blóm, teppi, Maríustytta, talnaband, jóga-stytta, fjölskyldumynd eða bara það sem býr til gleði í hjartanu um páskana.

View this post on Instagram

Everyone needs a sanctuary. Photo via @elledecorationuk.

A post shared by KonMari (@konmari.co) on Jul 21, 2018 at 10:34pm PDT




Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál