Ætlar að nýta páskana í að mála

Elsa Nielsen.
Elsa Nielsen.

Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum. Hún hlustar á tónlistina úr Jesus Christ Superstar um páskana, nýtur samvistar við fjölskylduna en ætlar að undirbúa sýningu sem hún er með í Kaupmannahöfn að þessu sinni. 

Elsa hefur hlotið margar viðurkenningar og verðlaun fyrir grafíska hönnun, bæði hérlendis og erlendis, en skemmst er að minnast tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013 fyrir Brosbókina, barnabók sem hún myndskreytti, hannaði og er meðhöfundur að. Að auki hefur hún myndskreytt og komið að útgáfu fjölmargra annarra barna- og unglingabóka.

Elsa hefur ekki einskorðað sig við sköpun á sviði hönnunar og lista en margir þekkja hana betur fyrir afrek hennar á sviði íþrótta þar sem hún varð margsinnis Íslandsmeistari í badminton og var fulltrúi Íslands í einliðaleik á Ólympíuleikunum í tvígang, í Barcelona 1992 og Atlanta 1996.Ertu mikil páskakona?

„Ég er mjög mikil stemningskona og finnst páskarnir frábær fjölskyldutími!“

Hvaða merkingu hafa páskarnir fyrir þig?

„Mér finnst páskarnir vera besta fríið á árinu - þá eru allir á sama tíma í fríi og hægt að njóta frísins með fjölskyldunni og nánustu vinum.“

Hvað gerir þú alltaf á páskunum?

„Ég hlusta á Jesus Christ Superstar-plötuna á páskadag eins og pabbi minn gerir alltaf og hefur gert síðan ég var lítil. Það er eitthvað fallegt við það að halda í hefðir sem rifjar upp góða minningar. Ég er mikið fyrir að safna minningum og páskarnir eru tilvalinn tími til þess!“

Hvað gerir þú aldrei á þessum tíma?

„Ég man ekki eftir neinu sérstöku - ekkert svo heilagt hjá okkur!“

Skreytir þú heima um páskana?

„Ég skreyti örlítið heima - set alltaf greinar úr garðinum í vasa og hengi páskaskraut á þær. Við höfum líka alltaf málað egg - blásið úr þeim og málað með akríllitum. Annars finnst mér notalegast að fara í bústað um páskana og höfum gert það næstum hverja einustu pásksa. Við erum mikil spilafjölskylda og njótum þess að spila, borða og njóta uppi í bústað!“

Nú sá ég fallegar skreytingar af kanínum frá þér um daginn – hvað getur þú sagt mér um það?

„Árið 2015 teiknaði ég eina litla trélitamynd á dag allt árið og þær teikningar vekja alltaf góðar minningar. Þegar ég skoða teikningarnar rifjast upp hvað ég var að gera á páskunum þetta árið - við fjölskyldan vorum að sjálfsögðu uppí bústað, við Búrfell í Grímsnesi, og þar teiknaði ég meðal annars, kanínu, súkkulaði-páskaegg, gulan túlípana, akríllitaspjald og fleira páskatengt. Þessar myndir vekja upp góðar minningar. Tilgangur lífsins er akkúrat að safna góðum minningum og njóta á meðan maður getur.“

Þess má geta að þær 365 myndir sem Elsa teiknaði árið 2015 hefur hún nýtt í hönnunarlínu sem kallast #einádag. Nýjasta varan er sængurverasett sem er með öllum 365 myndunum á sængurverinu úr mjúkri 100% bómull og er vinsæl gjafavara um þessar mundir. Sængurverasettið fæst hjá Hlín Reykdal eða á salka.is.

Áttu þér áhugamál?

„Ég á allt of mörg áhugamál! Ég er í frábærum 20 manna hóp sem spilar badminton tvisvar í viku á veturna og svo golf á sumrin. Golf er nýja uppáhaldsíþróttin mín. Svo finnst mér róandi og gefandi að sinna málaralistinni og núna þessa páska er ég að undirbúa mína fyrstu einkasýningu sem er í Kaupmannahöfn í sumar, en það er opnun 2. maí.

Allt mitt páskafrí að þessu sinni fer í að mála og undirbúa sýninguna. Á kvöldin munum við svo ímynda okkur að við séum uppi í bústað - spilum fjölskylduspil, lesum og njótum.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Kynntist kvæntum manni og leitar ráða

05:00 „Ég kynntist manni en hann sagði mér ekki að hann væri í sambandi fyrr en við vorum búin að sofa saman. Hann talaði um börnin sín tvö eins og ekkert væri en minntist ekki einu orði á barnsmóður sína og kærustu. Ég hélt að það væri í virðingarskyni við mig og hugsaði með mér að ég myndi spyrja hann kannski á þriðja stefnumóti.“ Meira »

Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

Í gær, 21:00 Æskuheimili Díönu prinsessu var kannski ekki höll en herragarður með stóru H-i eins og sjá mátti þegar Karen Spencer lét mynda sig á heimili sínu. Meira »

Prada hættir að nota loðfeldi

Í gær, 16:00 Ítalska tískhúsið Prada hefur bæst í stóran hóp stórra tískuvörumerkja sem hafa hætt að nota loðfeldi í hönnun sinni.   Meira »

Svona heldur Halle Berry út á ketó

Í gær, 13:54 Ketó-leyndarmál Óskarsverðlaunaleikkonunnar Halle Berry eru svindldagarnir. Berry hefur verið lengi á ketó en segir nauðsynlegt að leyfa sér að svindla af og til. Meira »

Húðráð fyrir ræktarskvísur

Í gær, 10:35 Það er margt sem ber að varast í líkamsræktarstöðvum ef maður vill halda húðinni góðri.   Meira »

Engar glansmyndir hjá Keaton

í gær Leikkonan Diane Keaton er ekki hinn hefðbundni notandi á Instagram og birtir sjaldan glansmyndir af sjálfri sér. Þrátt fyrir að fegra ekki sannleikann er hún mjög vinsæl. Meira »

Leyndarmálið bak við góða typpamynd

í fyrradag Typpamynd er ekki bara typpamynd, það vita konur sem vilja fá typpamyndir sendar. Það er til dæmis ekki vinsælt að fá senda nærmynd af slöppu typpi með ljótum bakgrunni. Meira »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

í fyrradag Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

í fyrradag Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

í fyrradag „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

í fyrradag Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

21.5. Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

20.5. Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »

Lagði mikið á sig til að grennast

20.5. Eva Longoria leyndi því ekki að megrunarkúrinn fyrir rauða dregilinn í Cannes var bæði langur og strangur. Grínaðist hún með að lifa á lofti svo strangur var kúrinn. Meira »

Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

20.5. Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. Meira »

Ásdís Rán lét sig ekki vanta

20.5. Sýningin Lifandi heimili og hönnun fór fram í Laugardalshöll um helgina. Margt var um manninn þegar sýningin opnaði og mikið fjör á mannskapnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með bás á sýningunni en hún flytur inn svartar rósir sem lifa í hálft ár án vatns og ilma ákaflega vel. Meira »

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

20.5. Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Meira »

Afgangarnir urðu að geggjaðri teppalínu

20.5. Erna Einarsdóttir hönnuður er manneskjan á bak við nýja teppalínu Geysis sem unnin er úr afgöngum. Línan er ekki bara falleg heldur umhverfisvæn. Meira »

Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

19.5. Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935.  Meira »

Stofnandi Ali Baba veitir kynlífsráð

19.5. Einn ríkasti maður í Kína, Jack Ma stofnandi Alibaba, er með uppskrift að betra lífi en það er að stunda kynlíf lengi sex sinnum á sex dögum. Meira »

Hugmyndir að hárgreiðslu og förðun

19.5. Við fengum Katrínu Sif Jónsdóttur, hárgreiðslukonu á Sprey, og Helgu Sæunni Þorkelsdóttur, förðunarfræðing, til að skapa þrjár mismunandi útfærslur af brúðargreiðslu og -förðun. Meira »