Maja heldur kolvetnalausa páska

Anna María eða Maja eins og hún er kölluð er ...
Anna María eða Maja eins og hún er kölluð er einstaklega handlagin og með flottan smekk. mbl.is

Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Maja starfar sem birtingastjóri hjá RÚV en rekur einnig Ég er komin heim – litaráðgjöf og stíliseringu. Hún á sjö börn og maki hennar er Eiríkur Hafdal.

Heimilið hefur lengi verið eitt af hennar megináhugaefnum. Ástæða þess að hún hóf að bjóða upp á ráðgjöf sjálf má rekja til vinsælda hennar á samfélagsmiðlum.

„Fyrir tæpum fjórum árum ákvað ég að opna Snapchattið mitt og leyfa fólki að fylgjast með því sem ég var að gera heima. Ég er vön að skreyta, mála, breyta og útfæra alls konar hugmyndir. Fljótlega fór snappið á flug og í kjölfar þess setti ég á laggirnar „Ég er komin heim“. Nafnið finnst mér henta mjög vel á þetta litla fyrirtæki sem ég er komin með í dag. Ég elska að breyta og bæta á heimilum.“

Hvernig þjónustu býður þú upp á?

„Ég býð upp á litaráðgjöf og aðstoða við stíliseringu og skipulag á heimilum. Fólk er oft í stökustu vandræðum.

Hjá mér snýst þetta um ódýrar og praktískar lausnir fyrir heimilið.

Við hjónaleysin vorum t.d að klára að breyta gamla borðstofuborðinu okkar í rúmgafl. Reglulega set ég svo myndir og hugmyndir inn á heimasíðuna mína, www.egerkominheim.is, til að sýna útfærslur og fleira.“

Hvaða ráð geturðu gefið fólki tengt því að gera fallegt í kringum sig á páskunum?

„Það er voða gaman að dúllast og skreyta smá hjá sér fyrir páskana. Ég geri alltaf eina skreytingu á borðstofuborðið og jafnvel eina í eldhúsið. Það er með einfaldasta móti; greinar úr garðinum og einhvers konar skraut, hvort sem er heimatilbúið eða keypt. Ég á það til að skipta um litaþema á milli ára en þá mála ég gjarnan gamla skrautið í þeim litum sem mig langar að hafa. Fallegar servíettur og kerti gera líka heilmikið.“

Hvernig verða páskarnir hjá ykkur?

„Það er ferming hjá okkur á skírdag. Ef ég þekki okkur rétt þá málum við kannski eitthvað, við fluttum í nýtt hús í janúar og erum að mála hurðir og veggi smátt og smátt en annars er planið að hafa páskana með rólegasta móti. Samveran er það sem mestu máli skiptir hjá okkur.“

Maja er á því að það þrufi ekki að kosta ...
Maja er á því að það þrufi ekki að kosta mikið að betrumbæta heimilið. Hún velur fallegar greinar til að skreyta með um páskana. mbl.is

Hvað gerir þú vanalega á páskum?

„Hefðbundnir páskar hjá mér einkennast af rólegheitum, mér finnst afskaplega gott að vera bara heima með fjölskyldunni og njóta þess að vera saman. Við útbúum páskaeggjaleit fyrir börnin. Svo þetta venjulega, að elda og borða góðan mat.“

Hvað verður í páskamatinn?

„Í páskamatinn verður líklegast hamborgarhryggur og purusteik og meðlæti. Sjálf borða ég ekki kolvetni þannig að gott grænmeti og gott kjöt klikkar ekki.“

Hvað skiptir mestu máli í lífinu?

„Að mínu mati skipta tengsl mestu máli. Að eiga góð tengsl við sína nánustu er ómetanlegt. Við maka, börn, fjölskylduna og vini.“

Heimilið á að vera griðarstaður.
Heimilið á að vera griðarstaður. mbl.is

Áttu góða uppskrift að sykurlausum páskum?

„Það getur verið erfitt að vera sykurlaus á svona hátíðum þar sem mikið snýst um sætindi en þetta er allt hugarfarið; einbeita sér að því sem maður „má“ frekar en því sem maður „má ekki“. Ástæðan fyrir gæsalöppunum er sú að auðvitað má ég borða hvað sem ég vil en ég vel að gera það ekki. Til að gera mér dagamun fæ mér sykurlausan ís og geri mér karamellusósu með gervisætu.

Þá bræði ég 30 g af smjöri með 2 msk af sukrin gold og læt malla smá.“

Hvað er skemmtilegast að gera með fjölskyldunni á páskum?

„Það sem er best við páskana er að þetta er svo gott frí, svo æðislegt að fá fimm daga svona í beit. Við ætlum bara að njóta þess að horfa á góða sjónvarpsdagskrá, föndra, það er sem dæmi vinsælt að perla heima hjá mér, spila og fara í göngutúr með nesti.“

Maja breytti þessari fallegu borðplötu í rúmgafl á dögunum.
Maja breytti þessari fallegu borðplötu í rúmgafl á dögunum. mbl.is
Eldhúsið er smart hjá Maju.
Eldhúsið er smart hjá Maju. mbl.is
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Íþróttaálfurinn kvæntist ástinni

09:33 Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson gekk að eiga Ingibjörgu Sveinsdóttur um helgina. Hjónin gengu í það heilaga í Fríkirkjunni. Meira »

Svona getur hún ekki tekist á við lífið

05:00 Arianna Huffington stofnandi Huffington Post segir svefn eitt það mikilvægasta sem hún veit um. Henni líkar illa við sjálfa sig þegar hún er ósofin. Hún trúir á lítil skref í rétta átt til að byggja upp gott líf inn í framtíðina. Meira »

Eyddu 18 mánuðum í að gera húsið upp

Í gær, 22:00 Jessica Alba gjörbreytti nýja húsinu sínu en það tók eitt og hálft ár að gera húsið upp. Alba sýnir draumahúsið í nýju myndbandi sem birtist á vef Architectural Digest. Meira »

„Hef aldrei verið svona kynköld“

Í gær, 18:00 Kona sem elskar kærastann sinn er að upplifa áskorun í sambandinu þar sem þau eru með mismunandi væntingar til sambandsins. Hann skilgreinir kynlíf og nánd öðruvísi en hún og kennir henni um að hlutirnir eru ekki að ganga eins vel og hann vildi í svefnherberginu. Meira »

72 tíma hús minnkar stress um 70%

Í gær, 16:00 Langar þig að afstressa þig í Svíþjóð og koma endurnærð/ur til baka? Hvernig myndi þér lítast á að njóta 72 tíma í glerhúsi í Svíþjóð? Meira »

Haldið ykkur: Tie-dye-föt eru komin aftur í tísku

Í gær, 13:00 Byrjið að leita að gömlum fatakössum uppi á háalofti og kembið fatamarkaðina, tie-dye-föt verða það heitasta í sumar.  Meira »

Æfingin sem heldur Biel í formi

í gær Leikkonan Jessica Biel gerir krefjandi útgáfu af hnébeygju á öðrum fæti hjá einkaþjálfaranum sínum.  Meira »

Skilnaðarráð fræga fólksins vekja athygli

í gær Sumar stórstjörnur eru á því að eftir skilnað sé ávallt best að kenna öðrum um á meðan aðrar segja að það að taka ábyrgð ýti undir vinskap. Meira »

GOT-aðdáendur heppnari í rúminu

í fyrradag Game of Thrones-aðdáendur eru ekki bara að ná saman á kaffistofunum heldur einnig í ástalífinu.   Meira »

Búin að gleyma hvernig ástin er

í fyrradag Kona á þrítugsaldri sem hefur ekki verið í sambandi í nokkur ár segist ekki muna hvernig tilfinning það er að vera ástfangin. Hún biður um ráð. Meira »

Teppi á gólfinu hjá Sex and the City-stjörnu

í fyrradag Hús leikkonunnar Kristin Davis er afar huggulegt en þó spurning hvort það hefði verið nógu fínt fyrir hina fínu Charlotte úr Sex and the City. Meira »

Halla Bára: Gucci klæðir heimilið

í fyrradag Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður skrifar um heimilislínu Gucci sem hvikar hvergi frá þeim hugarheimi sem hefur gert merkið að því verðmætasta í tískuheiminum. Meira »

Leið ömurlega undir 58 kílóum

25.5. Tónlistarkonunni Bebe Rexha var kalt og hún borðaði ekki þegar hún var sem léttust. Hún gengur nú um fáklædd heima hjá sér til að efla sjálfstraustið. Meira »

Lofaði að húsið færi ekki úr fjölskyldunni

25.5. Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnadóttir, innanhússarkitektar FHI, endurhönnuðu hús sem byggt var 1901. Húsið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi og var lagt mikið upp úr því að halda í upprunalegan stíl við endurbæturnar. Meira »

Undarleg stelling eyðileggur kynlífið

24.5. „Ég stunda sjálfsfróun á grúfu. Kynlíf með annarri manneskju, meira að segja munnmök, veita mér enga unun.“  Meira »

Ágústa Ósk selur Hvassaleitið

24.5. Söngkonan Ágústa Ósk Óskarsdóttir hefur sett raðhús sitt í Hvassaleiti í Reykjavík á sölu. Húsið er 260 fm að stærð og var byggt 1963. Meira »

Tók 450 tíma að gera Dior-dressið

24.5. Elle Fanning þykir ein best klædda leikkonan á Cannes í ár og leit út eins og gömul Hollwyood-stjarna í fallegu pilsi og kjól frá Dior á rauða dreglinum í vikunni. Meira »

Högnuhús eitt af draumahúsum BBC

24.5. Eitt fallegasta hús landsins, Bakkaflöt 1, er á lista BBC yfir draumahús frá 20. öldinni. Húsið var meðal annars sögusvið kvikmyndarinnar Eiðsins eftir Baltasar Kormák. Meira »

Valið snerist um að lifa eða deyja

24.5. „Mér þykir ekki létt að segja frá hvert var mitt fyrsta val. Það snerist ekki um að rigga mig á fætur og dúndra til dæmis fjárhagnum í lag. Nei. Valið snerist um að lifa eða deyja. Að deyja var á þeim tímapunkti auðveldari kosturinn og allt mælti með því vali. Ég viðurkenni að það var mitt val. Örlögin sáu til þess að leyfa mér það ekki. Ég breytti um skoðun. Valdi að lifa. Logandi hræddur við dauðann. Vildi aldrei deyja. Hef sagt og segi enn: Eina sem ég átti eftir var auðmýkt. Hafði ekki orku í að vera með hroka.“ Meira »

Giambattista Valli í samstarfi við H&M

24.5. H&M; tilkynnti nýjasta samstarf fyrirtækisins í galaveislu í Cannes í gærkvöldi.  Meira »

Haldið ykkur fast, COS opnar kl. 12

24.5. Sænska verslunin COS verður opnuð kl. 12 á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur en íslenskar tískuskvísur hafa beðið eftir þessari verslun í mörg ár. Meira »