Maja heldur kolvetnalausa páska

Anna María eða Maja eins og hún er kölluð er …
Anna María eða Maja eins og hún er kölluð er einstaklega handlagin og með flottan smekk. mbl.is

Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Maja starfar sem birtingastjóri hjá RÚV en rekur einnig Ég er komin heim – litaráðgjöf og stíliseringu. Hún á sjö börn og maki hennar er Eiríkur Hafdal.

Heimilið hefur lengi verið eitt af hennar megináhugaefnum. Ástæða þess að hún hóf að bjóða upp á ráðgjöf sjálf má rekja til vinsælda hennar á samfélagsmiðlum.

„Fyrir tæpum fjórum árum ákvað ég að opna Snapchattið mitt og leyfa fólki að fylgjast með því sem ég var að gera heima. Ég er vön að skreyta, mála, breyta og útfæra alls konar hugmyndir. Fljótlega fór snappið á flug og í kjölfar þess setti ég á laggirnar „Ég er komin heim“. Nafnið finnst mér henta mjög vel á þetta litla fyrirtæki sem ég er komin með í dag. Ég elska að breyta og bæta á heimilum.“

Hvernig þjónustu býður þú upp á?

„Ég býð upp á litaráðgjöf og aðstoða við stíliseringu og skipulag á heimilum. Fólk er oft í stökustu vandræðum.

Hjá mér snýst þetta um ódýrar og praktískar lausnir fyrir heimilið.

Við hjónaleysin vorum t.d að klára að breyta gamla borðstofuborðinu okkar í rúmgafl. Reglulega set ég svo myndir og hugmyndir inn á heimasíðuna mína, www.egerkominheim.is, til að sýna útfærslur og fleira.“

Hvaða ráð geturðu gefið fólki tengt því að gera fallegt í kringum sig á páskunum?

„Það er voða gaman að dúllast og skreyta smá hjá sér fyrir páskana. Ég geri alltaf eina skreytingu á borðstofuborðið og jafnvel eina í eldhúsið. Það er með einfaldasta móti; greinar úr garðinum og einhvers konar skraut, hvort sem er heimatilbúið eða keypt. Ég á það til að skipta um litaþema á milli ára en þá mála ég gjarnan gamla skrautið í þeim litum sem mig langar að hafa. Fallegar servíettur og kerti gera líka heilmikið.“

Hvernig verða páskarnir hjá ykkur?

„Það er ferming hjá okkur á skírdag. Ef ég þekki okkur rétt þá málum við kannski eitthvað, við fluttum í nýtt hús í janúar og erum að mála hurðir og veggi smátt og smátt en annars er planið að hafa páskana með rólegasta móti. Samveran er það sem mestu máli skiptir hjá okkur.“

Maja er á því að það þrufi ekki að kosta …
Maja er á því að það þrufi ekki að kosta mikið að betrumbæta heimilið. Hún velur fallegar greinar til að skreyta með um páskana. mbl.is

Hvað gerir þú vanalega á páskum?

„Hefðbundnir páskar hjá mér einkennast af rólegheitum, mér finnst afskaplega gott að vera bara heima með fjölskyldunni og njóta þess að vera saman. Við útbúum páskaeggjaleit fyrir börnin. Svo þetta venjulega, að elda og borða góðan mat.“

Hvað verður í páskamatinn?

„Í páskamatinn verður líklegast hamborgarhryggur og purusteik og meðlæti. Sjálf borða ég ekki kolvetni þannig að gott grænmeti og gott kjöt klikkar ekki.“

Hvað skiptir mestu máli í lífinu?

„Að mínu mati skipta tengsl mestu máli. Að eiga góð tengsl við sína nánustu er ómetanlegt. Við maka, börn, fjölskylduna og vini.“

Heimilið á að vera griðarstaður.
Heimilið á að vera griðarstaður. mbl.is

Áttu góða uppskrift að sykurlausum páskum?

„Það getur verið erfitt að vera sykurlaus á svona hátíðum þar sem mikið snýst um sætindi en þetta er allt hugarfarið; einbeita sér að því sem maður „má“ frekar en því sem maður „má ekki“. Ástæðan fyrir gæsalöppunum er sú að auðvitað má ég borða hvað sem ég vil en ég vel að gera það ekki. Til að gera mér dagamun fæ mér sykurlausan ís og geri mér karamellusósu með gervisætu.

Þá bræði ég 30 g af smjöri með 2 msk af sukrin gold og læt malla smá.“

Hvað er skemmtilegast að gera með fjölskyldunni á páskum?

„Það sem er best við páskana er að þetta er svo gott frí, svo æðislegt að fá fimm daga svona í beit. Við ætlum bara að njóta þess að horfa á góða sjónvarpsdagskrá, föndra, það er sem dæmi vinsælt að perla heima hjá mér, spila og fara í göngutúr með nesti.“

Maja breytti þessari fallegu borðplötu í rúmgafl á dögunum.
Maja breytti þessari fallegu borðplötu í rúmgafl á dögunum. mbl.is
Eldhúsið er smart hjá Maju.
Eldhúsið er smart hjá Maju. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál