Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

Stofan er sérlega vel heppnuð. Einn veggur í stofunni er ...
Stofan er sérlega vel heppnuð. Einn veggur í stofunni er klæddur með reyktri eik. Á gólfunum er grátt parket með fiskibeinamunstri. Sófinn og blái stóllinn eru frá Cassina sem fæst í Casa. Borðstofuborðið er líka úr Casa og líka ljósið fyrir ofan borðstofuborðið. Það er frá Flos. Ljósmynd/Guðný

Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu. Hún segir að húsið hafi heppnast einstaklega vel því húsráðendur hafi leyft henni að ganga nokkrum skrefum lengra en gengur og gerist. Reykt eik er í forgrunni, dökkir tónar og smávegis blátt með slatta af burstuðu messingi og svo er húsið búið fallegum húsgögnum frá Cassina sem selt er í Casa. 

Thelma Björk útskrifaðist frá ISAD Instituto í Mílanó árið 1996 og síðan þá hefur hún unnið að margvíslegum verkefnum og ráðgjöf fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hún segir að verkin þurfi að endurspegla smekk viðskiptavina sinna en þó gerist alltaf eitthvað meira þegar innanhússarkitektinn fær að ráða för eins og gerðist í þessu fallega fjölskylduhúsi á höfuðborgarsvæðinu.

Hér má sjá sjónvarpsvegginn sem er ansi vel heppnaður. Hann ...
Hér má sjá sjónvarpsvegginn sem er ansi vel heppnaður. Hann gerir það að verkum að sjónvarpið og arininn verða ekki að altari í stofunni heldur fellur sjónvarpið inn í vegginn. Ljósmynd/Guðný

„Það sem mér fannst svo gott við þetta verkefni var að þau voru tilbúin að hlusta á mínar tillögur þótt þau hefðu skýra sýn á það hvernig heimilið ætti að líta út. Þau voru til dæmis til í að skoða nýja hluti og þá verður útkoman allaf góð. Að mínu mati kemur besta útgáfan alltaf þegar fólk leyfir fagmanninum að leiða,“ segir hún.

Þegar Thelma Björk er spurð nánar út í húsið segir hún að það sé mjög passlega stórt fyrir fjögurra manna fjölskyldu.

„Í þessu húsi er fullkomin nýting á plássi fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Það er ekkert auka en allt mjög rúmt og nóg pláss fyrir alla. Húsið er staðsett í mikilli nálægð við náttúruna og eru skilin milli þess sem er úti og þess sem er inni því minni. Þegar ég fékk þetta verkefni var lagt upp með að hafa heimilið heimilislegt og hlýlegt,“ segir Thelma Björk.

Húsráðendur vildu dökka liti en alls ekki kolsvart. Það var því ákveðið að nota reykta eik í innréttingar og kaupa svo grátt parket.

„Parketið er sérstakt að því leytinu til að það er kveikt í því og það burstað áður en það er lagt á gólfið. Parketið var sérpantað frá Danmörku í samvinnu við húsráðendur og kemur vel út í húsinu. Það er lagt með fiskibeinamunstri sem gefur því meiri dýpt,“ segir Thelma Björk.

Húsið er funksjónalt fjölskylduhús sem býr yfir mikilli fágun. Það er til dæmis hátt til lofts og til þess að bæta hljóðvist í húsinu voru keyptar sérstakar gardínur með hita- og rakavörn og svo var einn veggur í stofunni klæddur með reyktum eikarplötum.

„Það er sami viður á veggnum í stofunni og í innréttingunum. Það er mikið af stórum gluggum í húsinu og húsráðendur vildu fá meiri hlýleika inn á heimilið. Það gerist með því að klæða þennan vegg.“

Að sögn Thelmu Bjarkar er ríkulegt efnisval í húsinu sem gerir heimilið ennþá meira djúsí. Þegar innanhússarkitektinn er spurður út í þetta segir hún að sér finnist skemmtilegast að vinna með svona mikið efnisval.

Í stofunni er það ekki bara viðarklæddi veggurinn sem setur svip á rýmið heldur líka veggurinn sem inniheldur bæði arin og sjónvarp, en þessu er komið fyrir í sérsmíðaðri einingu sem gerir mikið fyrir rýmið.

„Þessi veggur inniheldur bæði arin og sjónvarp. Fólk sér varla sjónvarpið þegar það er slökkt á því því það fellur inn í vegginn. Sjónvarpið verður ekkert aðalatriði í stofunni. Þeim fannst óþarfi að hafa sérsjónvarpsherbergi og því var farin þessi leið til að koma sjónvarpinu fyrir inni í stofu. Arinn og sjónvarp funkera vel saman án þess að vera eitthvert altari,“ segir Thelma Björk.

Marmarinn upp á vegg

Þegar inn í eldhúsið er komið tekur við heill heimur af fallegum innréttingum sem eru smekklega hannaðar. Innréttingin sjálf er úr reyktri eik en höldurnar setja svip sinn á innréttinguna. Þær eru úr burstuðu messingi og voru sérpantaðar frá Bretlandi. Á borðplötunum er steinn sem þolir allt en til þess að búa til meiri stemningu í eldhúsinu var einn veggur klæddur með marmara og ná svo efri skáparnir upp í loft.

„Við ákváðum að hafa marmarann bara á veggnum því hann er viðkvæmur. Svo eru efri skáparnir mjög háir þannig að það er nóg af hirslum í innréttingunni. Við vildum frekar hafa pláss fyrir steininn og hafa háa skápa fyrir ofan,“ segir hún. Aðspurð um blöndunartækin segir Thelma Björk að þau hafi verið sérpöntuð frá Svíþjóð.

Spa-fílingur

Þegar inn á baðherbergi hússins er komið tekur við svolítið hippalegur spa-fílingur. Þegar Thelma Björk er spurð út í þetta segir hún að það sé alveg rétt. Markmiðið hafi verið að skapa hlýleika og tryggja að hægt væri að hafa það sérlega notalegt í baðinu svo dæmi sé tekið. Á öðru baðherberginu er flísalegt með flísum sem eru 140 cm á breidd. Þær eru lagðar lóðrétt þannig að þær ná upp á miðjan vegg eða svo. Þetta er töluvert óvenjulegt. Það sem er líka spennandi inni á baðherbergi er hvernig innréttingin er samsett. Þar er til dæmis frístandandi vaskur og svo er innréttingin höfð til hliðar með fallegum speglaskáp.

„Flísarnar ná 140 cm upp á vegginn og svo er málað í ljósbláu fyrir ofan. Þetta brýtur skemmtilega upp rýmið en þetta er ekki alveg klassísk hæð á flísum. Það er ein flís frá gólfi og upp. Það kemur vel út og svo að mála blátt fyrir ofan. Sama reykta eikin er í innréttingunni og svo settum við eikarlista í loftin til að fá annað efnisval þarna inn. Fyrir sturtunni er svo reyklitað gler sem mér finnst koma vel út,“ segir hún og dásamar fallega vaska sem standa einir og sér. „Mér finnst alltaf gaman að leyfa fallegum vöskum að standa einum því þá verður baðinnréttingin ekki svo mikil eining og stíllinn verður afslappaðri.“

Aðspurð hvað hafi verið mest heillandi við þetta verkefni nefnir Thelma Björk samvinnuna við húsráðendur og hvað þau voru þægileg og opin fyrir nýjungum.

„Þau leyfðu mér að koma með fullt af hugmyndum og voru opin fyrir nýjungum. Þau vissu hvað þau vildu og voru alltaf til í að taka samtalið og fara óhefðbundnar leiðir. Eins og til dæmis í flísavalinu á baðinu. Það er nefnilega svo misjafnt hvað fólk er tilbúið að skoða.“

En það eru ekki bara innréttingarnar sem eru upp á 10 í húsinu heldur er húsgagnaval í sérflokki. Flest húsgögnin eru frá Cassina sem selt er í versluninni Casa.

Thelma lét setja marmarann upp á vegg í stað þess ...
Thelma lét setja marmarann upp á vegg í stað þess að nota hann í borðplötuna. Höldurnar voru sérpantaðar að utan og líka blöndunartækin. Ljósmynd/Guðný
Eldhúsið er úr reyktri eik og setja höldur úr messing ...
Eldhúsið er úr reyktri eik og setja höldur úr messing svip sinn á eldhúsið. Tækjaskápurinn er hvítur að innan með góðri lýsingu. Ljósmynd/Guðný
Fataskáparnir eru úr reyktri eik en hér má sjá eina ...
Fataskáparnir eru úr reyktri eik en hér má sjá eina glerhurð með lituðu gleri sem skapar góða stemningu. Ljósmynd/Guðný
Ljósmynd/Guðný
Á baðherberginu er sannkallaður spa-fílingur. Flísarnar eru 140 cm á ...
Á baðherberginu er sannkallaður spa-fílingur. Flísarnar eru 140 cm á breidd. Þær ná lóðrétt upp á vegginn og svo er málað í ljósbláu fyrir ofan. Gluggatjöldin gera baðherbergið hlýlegt. Takið eftir innréttingunni. Þar er vaskurinn sér og innréttingin við hliðina á. Ljósmynd/Guðný
Flísarnar á baðinu eru ákaflega fallegar.
Flísarnar á baðinu eru ákaflega fallegar. Ljósmynd/Guðný
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Kynntist kvæntum manni og leitar ráða

05:00 „Ég kynntist manni en hann sagði mér ekki að hann væri í sambandi fyrr en við vorum búin að sofa saman. Hann talaði um börnin sín tvö eins og ekkert væri en minntist ekki einu orði á barnsmóður sína og kærustu. Ég hélt að það væri í virðingarskyni við mig og hugsaði með mér að ég myndi spyrja hann kannski á þriðja stefnumóti.“ Meira »

Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

Í gær, 21:00 Æskuheimili Díönu prinsessu var kannski ekki höll en herragarður með stóru H-i eins og sjá mátti þegar Karen Spencer lét mynda sig á heimili sínu. Meira »

Prada hættir að nota loðfeldi

Í gær, 16:00 Ítalska tískhúsið Prada hefur bæst í stóran hóp stórra tískuvörumerkja sem hafa hætt að nota loðfeldi í hönnun sinni.   Meira »

Svona heldur Halle Berry út á ketó

Í gær, 13:54 Ketó-leyndarmál Óskarsverðlaunaleikkonunnar Halle Berry eru svindldagarnir. Berry hefur verið lengi á ketó en segir nauðsynlegt að leyfa sér að svindla af og til. Meira »

Húðráð fyrir ræktarskvísur

Í gær, 10:35 Það er margt sem ber að varast í líkamsræktarstöðvum ef maður vill halda húðinni góðri.   Meira »

Engar glansmyndir hjá Keaton

í gær Leikkonan Diane Keaton er ekki hinn hefðbundni notandi á Instagram og birtir sjaldan glansmyndir af sjálfri sér. Þrátt fyrir að fegra ekki sannleikann er hún mjög vinsæl. Meira »

Leyndarmálið bak við góða typpamynd

í fyrradag Typpamynd er ekki bara typpamynd, það vita konur sem vilja fá typpamyndir sendar. Það er til dæmis ekki vinsælt að fá senda nærmynd af slöppu typpi með ljótum bakgrunni. Meira »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

í fyrradag Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

í fyrradag Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

í fyrradag „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

í fyrradag Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

21.5. Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

20.5. Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »

Lagði mikið á sig til að grennast

20.5. Eva Longoria leyndi því ekki að megrunarkúrinn fyrir rauða dregilinn í Cannes var bæði langur og strangur. Grínaðist hún með að lifa á lofti svo strangur var kúrinn. Meira »

Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

20.5. Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. Meira »

Ásdís Rán lét sig ekki vanta

20.5. Sýningin Lifandi heimili og hönnun fór fram í Laugardalshöll um helgina. Margt var um manninn þegar sýningin opnaði og mikið fjör á mannskapnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með bás á sýningunni en hún flytur inn svartar rósir sem lifa í hálft ár án vatns og ilma ákaflega vel. Meira »

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

20.5. Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Meira »

Afgangarnir urðu að geggjaðri teppalínu

20.5. Erna Einarsdóttir hönnuður er manneskjan á bak við nýja teppalínu Geysis sem unnin er úr afgöngum. Línan er ekki bara falleg heldur umhverfisvæn. Meira »

Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

19.5. Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935.  Meira »

Stofnandi Ali Baba veitir kynlífsráð

19.5. Einn ríkasti maður í Kína, Jack Ma stofnandi Alibaba, er með uppskrift að betra lífi en það er að stunda kynlíf lengi sex sinnum á sex dögum. Meira »

Hugmyndir að hárgreiðslu og förðun

19.5. Við fengum Katrínu Sif Jónsdóttur, hárgreiðslukonu á Sprey, og Helgu Sæunni Þorkelsdóttur, förðunarfræðing, til að skapa þrjár mismunandi útfærslur af brúðargreiðslu og -förðun. Meira »