Svona hefur gardínutískan þróast

Guðrún Helga Theódórsdóttir.
Guðrún Helga Theódórsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa.

„Sagan byrjar þegar pabbi minn, Theodór Steinar Marinósson, hefur innflutning á gluggatjaldabrautum frá Þýskalandi árið 1964, svokölluðum Z-brautum, fyrir rúmum 55 árum. Upphaflega var hann ekki með neina verslun heldur kynnti þær með því að fara hús úr húsi. Þá sérstaklega í hús sem verið var að byggja og sýndi fólki þessa nýjung. Áður en hann hóf sinn innflutning var vaninn að nota svokallaðar amerískar uppsetningar. Með þeim voru notaðar gömlu stálgafflagardínurnar sem voru með 200% rykkingu og þar af leiðandi fór mikið af efni í þær. Breytingin sem kom með Z-brautunum er sú að þar þurfti aðeins 75% rykkingu og minna efni.

Seinna stofnuðu foreldrar mínir, Theodór Steinar Marinósson og Magdalena S. Elíasdóttir, verslunina Z-brautir og gluggatjöld eins og hún er í dag. Fyrirtækið hóf göngu sína í bílskúr en flutti fljótlega í Síðumúlann og var þar í nokkur ár. Þaðan fluttist það á Skúlagötu en það var þar sem ákveðið var að bæta við gluggatjaldaefnum. Síðan í Ármúla, þar varð vöruúrvalið enn meira og þar hófst framleiðsla okkar á rúllugluggatjöldum, strimlum og þeim vörum sem við erum með í dag,“ segir Guðrún Helga.

Hér eru foreldrar Guðrúnar Helgu, Magdalena S. Elíasdóttirog Steinar Marinósson.
Hér eru foreldrar Guðrúnar Helgu, Magdalena S. Elíasdóttirog Steinar Marinósson.
Hér er Guðrún Helga að kynna gardínur á heimilissýningu fyrir ...
Hér er Guðrún Helga að kynna gardínur á heimilissýningu fyrir allmörgum árum.

Það var svo 1989 sem verslunin flutti í Faxafen 14 þar sem hún er til húsa í dag.

„Foreldrar mínir voru alltaf opin fyrir nýjungum og settu sér þá stefnu að fara á allar sýningar sem í boði voru til að geta boðið upp á það nýjasta og það er enn okkar stefna,“ segir hún og bætir við:

„Fyrirtækið er sannkallað fjölskyldufyrirtæki en ég og maðurinn minn tökum við eftir að þau falla frá. Allt þetta hefur kallað á mikla þrautseigju og vinnu frá fjölskyldunni; börnin okkar hafa verið á hliðarlínunni og hjálpa okkur þegar þörf er á en við erum öll afar stolt af fyrirtækinu okkar.“

Guðrún Helga byrjaði snemma að vinna og hjálpa til í fyrirtækinu.

„Fyrsta verkefnið fékk ég þegar ég var níu ára en þá fékk ég að setja 50 stykki af hjólum í poka og líma fyrir og fannst það mjög skemmtilegt. Það má segja að ég sé alin upp í búðinni og svo kynnti ég fyrirtækið á Heimilissýningunni í Laugardalshöllinni þegar ég var 12 ára,“ segir hún.

Hvað er svona heillandi við gluggatjaldabransann?

„Það er nú það,“ segir hún og hlær og bætir við:

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á textíl og hönnun. Ég fór utan til að læra textíl, vefnað og hönnun en ég lærði líka mikið hjá pabba þegar ég var að alast upp. Hann var hönnuður af guðs náð og mikill hugsuður þegar alls konar flókin mál komu upp. Ég hafði mikinn áhuga á því sem hann var að kenna mér svo það mætti segja að ég heillist af gluggatjaldabransanum í gegnum uppeldi. Fyrir mér er það toppurinn að fá að hjálpa fólki að finna fallegar gluggalausnir. Það er ekki alltaf auðvelt hlutverk en mjög gefandi þegar viðskiptavinurinn er ánægður með útkomuna.“

Hér má sjá Voel-gluggatjöld heima hjá Svönu Lovísu Kristjánsdóttur. Gardínurnar ...
Hér má sjá Voel-gluggatjöld heima hjá Svönu Lovísu Kristjánsdóttur. Gardínurnar eru með New-Wave rykkingu sem er mjög vinsæl um þessar mundir.

Hvernig hefur gluggatjaldatíska landans þróast?

„Tískan í gluggatjöldum fer mikið í hringi. Þegar ég byrjaði að fylgjast með gluggatjaldatískunni var allt mjög einfalt, þá seldum við mikið af efnum sem voru framleidd hér á landi. Þá voru þetta aðallega ullarefni sem ekki var auðvelt að sauma. Ég man þegar foreldrar mínir voru að sauma heima en oft voru efnin sniðin á stofugólfinu heima. Pabbi þurfti að klippa eftir réttskeið því efnin voru svo skökk í vefnaðinum. Síðan hófst innflutningur á efnum frá Bretlandi og þóttu þau efni svakalega fín; munstrin voru glansandi og efnin mjög litrík en þetta seldist i miklu magni. Síðan komu röndóttu baðmullarefnin sem komu mikið frá Finnlandi og Danmörku. Síðar voru stórisar í öllum gluggum bæjarins með blúndum og blómamunstrum og kappar með kögri eða dúskum. Í dag seljum við mikið af myrkvunartjöldum og þunnum efnum, fólk í dag er mest að taka vængi frá lofti niður í gólf og New-Wave-rykkingin okkar nýtur gífurlegra vinsælda núna. Hún er nokkurs konar nýjung en með henni færðu dýpri rykkingu og alveg symmetríska.“

Árið 1969 hófu Z-brautir og gluggatjöld sölu á gluggatjaldaefnum sem framleidd voru hérlendis hjá Gefjun á Akureyri.

„Það voru nokkrar gluggatjaldaverslanir í bænum þá, en þær voru ekki með þýsku Z-brautirnar og þar af leiðandi tóku sumar þeirra niður pantanir fyrir okkur. Eftir að við byrjuðum að taka inn textíl sáum við tækifæri í því og hófum að flytja inn efni sem þau fundu á sýningum erlendis og þá fór boltinn að rúlla. Þá komu allir nýjustu straumarnir til landsins. Enn í dag förum við á sýningar, helst í Frankfurt, og svo koma sölumenn til okkar en við höfum átt í áratugalöngu samstarfi við ýmis fyrirtæki sem finnst spennandi að koma til Íslands,“ segir hún.

Rykkingin skipir mjög miklu máli.
Rykkingin skipir mjög miklu máli.

Hvað er það sem fólk vill í dag sem það hefur ekki viljað áður?

„Í dag eru gluggatjöldin mun léttari en þau hafa áður verið, þunnu efnin eru vinsælli en þau hafa áður verið og fleiri sem taka vængina frá lofti alveg niður í gólf. Það eru þó svo hraðar breytingar í þessu að nú er velúr að vaxa í vinsældum hjá okkur. Nýjum húsum fylgja oft ákveðin vandamál því bergmálið er mikið. Þá er gott að setja þykk eða þéttofin gluggatjöld fyrir gluggana en það getur breytt miklu varðandi hljóðvist. Screen-rúllugardínur hafa eiginlega alfarið leyst gömlu stórisana af og er þá mjög vinsælt að hafa þunna hvíta vængi yfir eða milliþykka vængi.“

Er ekki óvenju mikil „vængja“-tíska núna í gluggatjöldum?

„Jú, alveg klárlega. Það er rosalega vinsælt hjá okkur núna. Vinsælasta efnið í saumaskap hjá okkur á heimili eru þunnir voal-vængir eða siffon eins og amma kallaði það. Fólk tekur þessa lausu vængi til að gera ramma í kringum gluggana, gefa rýminu smá lit eða fá meiri hlýju inn á heimilið. Við finnum að fólk er mikið að fá innblástur frá hótelunum, en þá sleppir það alfarið rúllugardínum og setur í staðinn myrkvunarvængi yfir voal-inn hjá sér. En við saumum allt fyrir viðskiptavini okkar eins og þeir vilja.“

Hvaða efni mun taka við af voalinu?

„Það er ekki gott að segja, Íslendingar eru frekar vanafastir þegar kemur að gluggatjöldum og við erum alltaf nokkrum árum á eftir tískunni úti. Á sýningunni í Frankfurt núna í janúar sáum við mikið af litum og grófari efnum, en við Íslendingarnir erum svolítið föst í jarðlitunum. Ég held að þykkari vængir verði vinsælli og þeir sem fara ekki í þykkt fari í grófari þunn efni.“

Hvað mælir þú með að fólk velji sem gluggatjöld ef það er að spara peninga?

„Það er jafn auðvelt að spara aurinn og kasta krónunni þegar um gluggatjöld er að ræða. Það fer svolítið eftir hvort um leiguhúsnæði er að ræða eða ekki. Ég myndi ráðleggja fólki að byrja á því að fá sér rúllugluggatjöld og svo er alltaf hægt að bæta við vængjum seinna meir. Voal-inn er með ódýrari efnunum hjá okkur. Fólk getur líka sparað helling á því að sauma sjálft,“ segir hún.

Þegar Guðrún Helga er spurð út í nýjasta nýtt kemur í ljós að rafdrifin gluggatjöld njóta vaxandi vinsælda.

„Það sem hefur vaxið gríðarlega í vinsældum hjá okkur er að hafa mótora í gluggatjöldunum. Það er nýjung hjá okkur að mótorarnir ganga núna fyrir batteríum og þau þarf aðeins að hlaða u.þ.b. tvisvar á ári. Mótorarnir eru snjalltæki og þú getur stjórnað gardínunum með appi eða með uppsetningu á heimakerfi. Við erum líka með mótora sem eru beintengdir við rafmagn, þeim er þá stjórnað með rofum eða fjarstýringu. Þetta er allt tiltölulega nýtt hjá okkur og mjög spennandi. Við erum að byrja að kynna þetta og finnum fyrir miklum áhuga.“

Strimlagluggatjöld hafa verið mjög vinsæl. Hvers vegna á fólk að láta sérsmíða þau fyrir sig?

„Strimlagluggatjöld eru sérstaklega sniðug fyrir háa glugga og henta einnig vel fyrir þá sem vilja fá birtu inn en vilja ekki endilega að það sjáist inn, þú hefur þessa mörgu stillingarmöguleika, ræður því hvernig birtan kemur inn í rýmið. Það margborgar sig að fá sérsniðna strimla; til að fá sem mest út úr þeim er mikilvægt að þeir passi vel í gluggana. Við eigum líka alla varahluti ef eitthvað kemur upp á og lítið mál að laga. Við erum enn að fá í viðgerðir áratugagamla strimla svo að endingin er mjög góð.“

Guðrún Helga rekur ekki bara verslun heldur líka verkstæði en allar z-brautir eru smíðaðar á Íslandi og svo reka þau saumastofu.

„Við rekum verkstæði fyrir alla framleiðsluna sem er í sama húsnæði og verslunin og brautirnar eru smíðaðar þar. Þær eru hins vegar ekki okkar uppfinning en við vorum fyrst með þær á markað hérlendis. Brautirnar voru fyrst kynntar af Þjóðverjum. Gluggar á Íslandi eru sjaldan staðlaðir og svo erum við með ofna undir gluggunum svo við sníðum eftir máli svo allt passi rétt. Á verkstæðinu er saumastofa með nýja fullkomna saumavél, að okkar mati, sem við vorum að fjárfesta í en á saumastofunni eru svo lærðar konur á vélunum. Þar framleiðum við líka strimlana, plíseruðu gardínurnar, allar brautir og rúllugardínur. Við erum mjög stolt af okkar frábæra starfsfólki og gætum þetta ekki nema vera með gott fólk í okkar liði.“

Það er ekki hægt að tala við Guðrúnu Helgu nema spyrja hana út í rykkingar enda skipta þær miklu máli upp á útlit gluggans. Nýjasta nýtt er New-Wave og nýtur hún mikilla vinsælda að sögn Guðrúnar Helgu.

„Þær eru gerðar með sérstökum gluggatjaldaborða sem er extra breiður. Það er svo band með lykkjum sett í brautina og vængirnir hengdir í þær. Með þessari nýju rykkingu verður flæðið í vængjunum symmetrískt og allar bylgjur jafndjúpar.“

Guðrún Helga og starfsfólk Z-brauta og gluggatjalda vinnur mikið með arkitektum en þegar kemur að gluggatjöldum skiptir útlitið ekki bara máli.

„Við tökum að okkur stór verk eins og til dæmis hótel og stofnanir. Fyrir slík verkefni höfum við sérstök efni sérhönnuð fyrir hótel og vinnustaði en þau eru eldvarin, bakteríuvarin og uppfylla alla helstu staðla. Screen-efnin okkar eru með grænum merkjum, svansmerkt og uppfylla alla EU-staðla. Sumir birgjar okkar eru með virkilega góða umhverfisstefnu og bjóða upp á endurunnin efni og efni þar sem engin eiturefni hafa verið notuð. Við erum heppin að hafa haft aðkomu að mörgum hótelum og stofnunum landsins.“

Gardínurnar eru fallega faldaðar.
Gardínurnar eru fallega faldaðar.
Gardínurnar setja mikinn svip á stofuna.
Gardínurnar setja mikinn svip á stofuna.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Kynntist kvæntum manni og leitar ráða

05:00 „Ég kynntist manni en hann sagði mér ekki að hann væri í sambandi fyrr en við vorum búin að sofa saman. Hann talaði um börnin sín tvö eins og ekkert væri en minntist ekki einu orði á barnsmóður sína og kærustu. Ég hélt að það væri í virðingarskyni við mig og hugsaði með mér að ég myndi spyrja hann kannski á þriðja stefnumóti.“ Meira »

Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

Í gær, 21:00 Æskuheimili Díönu prinsessu var kannski ekki höll en herragarður með stóru H-i eins og sjá mátti þegar Karen Spencer lét mynda sig á heimili sínu. Meira »

Prada hættir að nota loðfeldi

Í gær, 16:00 Ítalska tískhúsið Prada hefur bæst í stóran hóp stórra tískuvörumerkja sem hafa hætt að nota loðfeldi í hönnun sinni.   Meira »

Svona heldur Halle Berry út á ketó

Í gær, 13:54 Ketó-leyndarmál Óskarsverðlaunaleikkonunnar Halle Berry eru svindldagarnir. Berry hefur verið lengi á ketó en segir nauðsynlegt að leyfa sér að svindla af og til. Meira »

Húðráð fyrir ræktarskvísur

Í gær, 10:35 Það er margt sem ber að varast í líkamsræktarstöðvum ef maður vill halda húðinni góðri.   Meira »

Engar glansmyndir hjá Keaton

í gær Leikkonan Diane Keaton er ekki hinn hefðbundni notandi á Instagram og birtir sjaldan glansmyndir af sjálfri sér. Þrátt fyrir að fegra ekki sannleikann er hún mjög vinsæl. Meira »

Leyndarmálið bak við góða typpamynd

í fyrradag Typpamynd er ekki bara typpamynd, það vita konur sem vilja fá typpamyndir sendar. Það er til dæmis ekki vinsælt að fá senda nærmynd af slöppu typpi með ljótum bakgrunni. Meira »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

í fyrradag Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

í fyrradag Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

í fyrradag „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

í fyrradag Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

21.5. Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

20.5. Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »

Lagði mikið á sig til að grennast

20.5. Eva Longoria leyndi því ekki að megrunarkúrinn fyrir rauða dregilinn í Cannes var bæði langur og strangur. Grínaðist hún með að lifa á lofti svo strangur var kúrinn. Meira »

Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

20.5. Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. Meira »

Ásdís Rán lét sig ekki vanta

20.5. Sýningin Lifandi heimili og hönnun fór fram í Laugardalshöll um helgina. Margt var um manninn þegar sýningin opnaði og mikið fjör á mannskapnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með bás á sýningunni en hún flytur inn svartar rósir sem lifa í hálft ár án vatns og ilma ákaflega vel. Meira »

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

20.5. Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Meira »

Afgangarnir urðu að geggjaðri teppalínu

20.5. Erna Einarsdóttir hönnuður er manneskjan á bak við nýja teppalínu Geysis sem unnin er úr afgöngum. Línan er ekki bara falleg heldur umhverfisvæn. Meira »

Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

19.5. Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935.  Meira »

Stofnandi Ali Baba veitir kynlífsráð

19.5. Einn ríkasti maður í Kína, Jack Ma stofnandi Alibaba, er með uppskrift að betra lífi en það er að stunda kynlíf lengi sex sinnum á sex dögum. Meira »

Hugmyndir að hárgreiðslu og förðun

19.5. Við fengum Katrínu Sif Jónsdóttur, hárgreiðslukonu á Sprey, og Helgu Sæunni Þorkelsdóttur, förðunarfræðing, til að skapa þrjár mismunandi útfærslur af brúðargreiðslu og -förðun. Meira »