Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

Guðbjörg Guðmundsdóttir fasteignasali á Fjölhús.
Guðbjörg Guðmundsdóttir fasteignasali á Fjölhús.

Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Guðbjörg og Thelma stíliseruðu og mubleruðu upp sýningaríbúð við Breiðakur 2 í Garðabæ.

„Við höfum fylgst með uppbyggingunni á þessum nýju fjölbýlishúsum í Akrahverfinu í Garðabæ frá upphafi og við ákváðum strax að útbúa þar glæsilega sýningaríbúð. Íbúðirnar eru svo vel hannaðar og okkur langaði að sýna hvað þær bjóða upp á mikla möguleika. Í þeim er stórt og flott alrými sem var spennandi að standsetja. Við vorum nú ekki bara tvær í þessu, við unnum þetta skemmtilega verkefni í góðri samvinnu við Telmu hjá Tekk Company,“ segir Guðbjörg.

Hvernig þarf sýningaríbúð að vera svo hún virki?

„Sýningaríbúð þarf að vera búin fallegum húsgögnum sem henta rýminu og skila sér vel á ljósmyndum. Í þessu tilfelli ákváðum við að velja dökkan við og bjarta liti í húsgögnum til móts við ljósar innréttingar og hvíta veggi. Hlutverk sýningaríbúðar er að hjálpa viðskiptavininum að átta sig á húsnæðinu en margir átta sig ekki á eigninni fyrr en búið er að útbúa hana eins og heimili.“

Hvaðan eru húsgögnin?

„Húsgögnin og fylgihlutir eru frá Tekk Company, rúmin frá Dorma og strimlagluggatjöld frá Nútímagluggatjöldum.“

Ef þú hefðir ekki orðið viðskiptafræðingur og fasteignasali hefðir þú orðið innanhússarkitekt. Er ekki gott að geta sameinað þetta tvennt í vinnunni með fyrrgreindum hætti?

„Við Thelma höfum ólíkan bakgrunn sem nýtist okkur vel í þessu starfi. Ekki skemmir fyrir að hafa mikinn áhuga á fasteignum, hönnun og ánægju af að þjónusta okkar góðu viðskiptavini.“

Hvað gefur vinnan þér?

„Það er fátt eins gefandi og það að vera þátttakandi í að hjálpa fólki að finna sér heimili. Þetta er svo stór þáttur í lífi fólks og ósjálfrátt hrífst maður með. Brosandi viðskiptavinir með lyklana að nýju íbúðinni í höndunum er nokkuð sem er alltaf ánægjulegt.“

 Af fasteignavef mbl.is: Breiðakur 2

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál