109 milljóna glæsihús í Grafarholti

Við Ólafsgeisla í Reykjavík stendur reisulegt 214 fm einbýli sem byggt var 2004. Um er að ræða tvílyft hús þar sem vandað hefur verið til verka í alla staði. Eldhús og stofa eru í sama rými á efri hæð og er útsýni yfir Reykjavík úr stofunni og borðstofu. 

Hvítar sprautulakkaðar innréttingar með góðu skápaplássi og eyju prýða eldhúsið og er svartur granít-steinn á borðum. Falleg lýsing er fyrir ofan eyjuna og er hægt að tylla sér við hana. 

Í stofu og borðstofu má sjá mikið af fallegum húsgögnum og listaverkum sem er raðað upp á sérlega smekklegan hátt. 

Af fasteignavef mbl.is: Ólafsgeisli 55

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál