Hvaða andlitslyfting er best?

mbl.is/Thinkstockphotos

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem spyr út í andlitslyftingu. 

Sæl Jenna,

ég hef verið að sjá alls konar meðferðir í boði sem segjast gefa andlitslyftingu og strekkja á húð (kjálkalínu, hálsi, kinnum osfrv). Það sem ég hef séð hvað oftast er er mismunandi bylgjutækni (High Intensity Focused Ultrasound, laser, og infrarautt ljós). Hvað þarf að hafa í huga fyrir svona aðgerðir? Hvaða aukaverkanir eru algengastar? Er sjálf 31 og að íhuga þetta, en veit ekki hvað á best við fyrir minn aldur, og auðvitað, hvað er áhættuminnst.
Fyrirfram þakkir!

Kveðja, L

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni.

Komdu sæl L.

Ég skil vel að þú sért óörugg því það er mikið um auglýsingar og erfitt að finna út hvaða meðferð er best. Ég myndi ávallt ráðleggja þér að leita til fagaðila með sérmenntun í húðlækningum til að meta hvaða meðferð er best út frá þinni hárgerð. Það sem við á Húðlæknastöðinni mælum með fyrir einstaklinga á fertugsaldri sem vilja fyrirbyggja öldrun húðarinnar er fyrst og fremst sólarvörn.

Í öðru lagi ráðleggjum við að retinol eða retinóíða (A vítamín) til að örva nýmyndun af kollageni sem er farið að brotna hraðar niður í líkamanum á þessum aldri en við myndum. Hvort það væri retinol eða retinóíð ákveður þú í samráði við húðlækninn þinn, t.d. ef viðkvæm húð þá ráðlegast að byrja á vægu retinoli.  

Í þriðja lagi mælum við með húðyngingarlasernum okkar sem heitir picolaser (skin rejuvenation). Hann er verulega öflugur þar sem hann er það sem er kallað “fractionated” laser og örvar kollagen nýmyndun verulega og þar af leiðandi þéttir húðina. Í fjórða lagi mælum við með medical peel með sterkum ávaxtasýrum einu sinni í mánuði til að örva nýmyndun hyaluronic sýru og þar af leiðandi auka bæði raka og gljáa húðarinnar. Ef þér finnst þú vera nú þegar búin að missa einhverja fyllingu í andliti eða byrjuð að mynda línur þá er það bótox og fylliefni og þá hafa í huga að „minna er meira“ til að viðhalda náttúrulegu útliti. Við mælum ekki með hljóðbylgjum, rafbylgjum né innrauðu ljósi til að strekkja húð í andlitinu þar sem allar þessar meðferðir geta haft áhrif á fitufrumurnar og við viljum alls ekki minnka fituna í andlitinu. Þessar meðferðir allar henta á öll önnur húðsvæði. Þarna vantar óyggjandi vísindalegar rannsóknir á því hvaða meðferð er best og öruggust. Síðastliðin ár hafa þó þær rannsóknir sem birtar hafa verið bent til að rafbylgjur séu áhrifaríkastar, en eins og ég sagði, þá vantar fleiri rannsóknir til að staðfesta það.

Vona að þetta hjálpi þér eitthvað,

Kær kveðja, 

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál