Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

Borðstofan er einstök. Borðið er sérsmíðað hjá Agústav og hægt …
Borðstofan er einstök. Borðið er sérsmíðað hjá Agústav og hægt er að breyta lagi þess á marga vegu. Stólarnir voru sérsmíðaðir hjá Alter London og ljósið er Flamant og kemur úr Heimili og hugmyndir. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935. Eigendur hússins fengu hana til að búa þeim fallega umgjörð og sá innanhússarkitektinn um allt frá hönnun innréttinga upp í að láta sérsmíða húsgögn fyrir fjölskylduna. 

Hanna Stína lærði innahússarkítektúr á Ítalíu og útskrifaðist 2002.
Hanna Stína lærði innahússarkítektúr á Ítalíu og útskrifaðist 2002.
Hanna Stína lærði innanhússarkitektúr á Ítalíu og útskrifaðist frá ISAD í Mílanó 2002. Síðan þá hefur hún fegrað heimili landsmanna með smekkvísi sinni. Hún er þekkt fyrir að ganga alltaf aðeins lengra með hönnun sinni og er óhrædd við að nota liti og svo elskar hún ef hún getur keyrt glamúrinn örlítið upp.

„Húsið var mjög fallegt þegar ég fékk það verkefni að endurhanna það en það vantaði alla liti og alla kontrasta. Eigendur hússins vildu litagleði, hlýleika og glæsileika fyrir ára ásamt því að fjölga baðherbergjum og í sameiningu varð til þetta fallega heimili,“ segir Hanna Stína.

Í grunninn er húsið í þeim anda sem tíðkaðist hérlendis í kringum 1935. Upprunaleg gólfborð voru pússuð upp og lökkuð og þess var gætt að gólflistar, loftlistar og gluggalistar fengju að njóta sín og svo var allt tréverk stíflakkað. Stofa og borðstofa eru máluð í hlýjum, ljósgráum tón en litagleðin fær að njóta sín í húsgögnum í þessum tveimur stofum.

Í stofunni er ljóstúrkíslitaður sófi úr hömruðuflaueli. Í honum eru fullt af púðum sem passa vel við litapallettuna í málverkinu fyrir aftan sófann. Á móti sófanum eru tveir gulir stólar úr smámunstruðu flaueli.

„Ég lét sérsmíða sófann og stólana hjá Alter London en hringlaga borðið kemur frá Módern og er frá Minotti sem er ítalskt húsgagnamerki. Mér fannst skipta máli að vera með hringlaga borð á móti þessum straumlínulöguðuhúsgögnum og svo fannst mér verða að vera hringlaga lýsing fyrir ofan borðið,“ segir Hanna Stína en ljósið fyrir ofan sófaborðið er hannað af Tom Dixon og fæst í Lúmex. Gluggatjöldin í stofunni eru sérsaumuð af Eddu Báru en efnið kemur frá Skermi.

Sófinn og stólarnir voru sérsmíðuð hjá Alter London. Borðið er …
Sófinn og stólarnir voru sérsmíðuð hjá Alter London. Borðið er frá Minotti og kemur úr Módern og ljósið er eftir Tom Dixon. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Þegar inn í borðstofuna er komið vekja borðstofuborðin athygli.

Þau eru úr reyktri eik og eru íslensk hönnun og smíði og kemur úr smiðju Agustav sem er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem býr til fallega hluti úr viði. Borðstofuborðið er sniðuglega hannað því hægt er að raða því upp á nokkra mismunandi vegu. Hægt er til dæmis að hafa það ílangt.

Það var upphafleg hugmynd húsfreyjunnar sem vildi geta breytt uppröðun eftir því hvernig hentaði hverju sinni og Hanna Stína tók svo hugmyndina áfram með Agustav.

„Eigandinn vildi íslenskt handverk og þá var farið í að smíða það fyrir hann. Við borðið eru sérsmíðaðir stólar frá Alter London en ljósakrónan sem hangir fyrir ofan borðstofuborðið heitir Flamant og kemur frá Heimili og hugmyndum,“ segir hún.

Hanna Stína veggfóðraði herbergið og bekkinn með fallegu veggfóðri og …
Hanna Stína veggfóðraði herbergið og bekkinn með fallegu veggfóðri og lét sérsmíða gula flauelspullu ofan á bekkinn. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Kósýhorn með stíl

Eitt skemmtilegasta hornið í húsinu er svokallað afslöppunarhorn.

„Í húsinu er lítill skáli þar sem gengið er út í garð. Í stað þess að setja laus húsgögn þarna ákvað ég að láta sérsmíða bekk með bólstruðum sessum og veggfóðra svo allt frá gólfi til lofts. Veggfóðrið kemur frá Arte. Þetta horn er mjög vel heppnað því þarna er gott að sitja og birtan er einstaklega falleg. Ég er mjög ánægð með hvernig til tókst því þetta er einangrað rými og það er alls ekki stórt. Þetta horn bauð upp á tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt og svolítið öðruvísi. Svona bekkir nýtast svo vel og í raun miklu betur en tveir stólar. Veggfóðrið heldur utan um rýmið og ég veit að þetta horn er mikið notað á heimilinu,“ segir Hanna Stína.

Gulir og bláir litir fá að njóta sín í húsinu. Gangurinn er til dæmis málaður blár og fá hvítir gólflistar og loftlistar að njóta sín. Á ganginum er lounge-borð frá Alter London. Borðið er eins og skúlptúr en fyrir ofan það er spegill frá Reflection Copenhagen sem var sérpantaður en Snúran selur vörur frá fyrirtækinu. Fyrir ofan má svo sjá ljós frá Tom Dixon.

Mikið sérsmíðað

Í húsinu er mikið af sérsmíðuðum húsgögnum. Hanna Stína segir að sér finnist skemmtilegt að láta sérsmíða húsgögn fyrir fólk því þá sé minni hætta að þitt heimili sé nákvæmlega eins og heimili nágrannans.

„Mér fannst rosalega skemmtilegt þegar maður getur sérsmíðað húsgögn sem enginn annar er með. Og mér fannst gaman að vinna með þessa liti og þessi veggfóður. Það er svo frábært þegar fólk þorir að vera öðruvísi og treystir manni. Eigendurnir lögðu línurnar en svo fékk ég frjálsar hendur. Það fannst mér sérlega gaman,“ segir hún.

Gulu stólarnir og blái sófinn tóna vel við málverkið.
Gulu stólarnir og blái sófinn tóna vel við málverkið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Blái veggurinn passar vel við borðið sem kemur frá Alter …
Blái veggurinn passar vel við borðið sem kemur frá Alter London og spegilinn sem kemur frá Reflection Copenhagen. Snúran selur vörur frá þeim. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Mjúkir litir einkenna stofuna.
Mjúkir litir einkenna stofuna. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Falleg húsgögn setja svip sinn á stofuna.
Falleg húsgögn setja svip sinn á stofuna. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Blái sófinn kemur frá Alter London.
Blái sófinn kemur frá Alter London. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Baðherbergið er hannað í stíl við húsið. Speglarnir eru sérsmíðaðir …
Baðherbergið er hannað í stíl við húsið. Speglarnir eru sérsmíðaðir í Glerborg og svarti marmarinn kemur vel út á móti hvítum skápum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Flísarnar á baðherberginu koma vel út. Þar mætast svartur og …
Flísarnar á baðherberginu koma vel út. Þar mætast svartur og hvítur ásamt stíflökkuðu tréverki Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál