Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

Borðstofan er einstök. Borðið er sérsmíðað hjá Agústav og hægt ...
Borðstofan er einstök. Borðið er sérsmíðað hjá Agústav og hægt er að breyta lagi þess á marga vegu. Stólarnir voru sérsmíðaðir hjá Alter London og ljósið er Flamant og kemur úr Heimili og hugmyndir. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935. Eigendur hússins fengu hana til að búa þeim fallega umgjörð og sá innanhússarkitektinn um allt frá hönnun innréttinga upp í að láta sérsmíða húsgögn fyrir fjölskylduna. 

Hanna Stína lærði innahússarkítektúr á Ítalíu og útskrifaðist 2002.
Hanna Stína lærði innahússarkítektúr á Ítalíu og útskrifaðist 2002.

Hanna Stína lærði innanhússarkitektúr á Ítalíu og útskrifaðist frá ISAD í Mílanó 2002. Síðan þá hefur hún fegrað heimili landsmanna með smekkvísi sinni. Hún er þekkt fyrir að ganga alltaf aðeins lengra með hönnun sinni og er óhrædd við að nota liti og svo elskar hún ef hún getur keyrt glamúrinn örlítið upp.

„Húsið var mjög fallegt þegar ég fékk það verkefni að endurhanna það en það vantaði alla liti og alla kontrasta. Eigendur hússins vildu litagleði, hlýleika og glæsileika fyrir ára ásamt því að fjölga baðherbergjum og í sameiningu varð til þetta fallega heimili,“ segir Hanna Stína.

Í grunninn er húsið í þeim anda sem tíðkaðist hérlendis í kringum 1935. Upprunaleg gólfborð voru pússuð upp og lökkuð og þess var gætt að gólflistar, loftlistar og gluggalistar fengju að njóta sín og svo var allt tréverk stíflakkað. Stofa og borðstofa eru máluð í hlýjum, ljósgráum tón en litagleðin fær að njóta sín í húsgögnum í þessum tveimur stofum.

Í stofunni er ljóstúrkíslitaður sófi úr hömruðuflaueli. Í honum eru fullt af púðum sem passa vel við litapallettuna í málverkinu fyrir aftan sófann. Á móti sófanum eru tveir gulir stólar úr smámunstruðu flaueli.

„Ég lét sérsmíða sófann og stólana hjá Alter London en hringlaga borðið kemur frá Módern og er frá Minotti sem er ítalskt húsgagnamerki. Mér fannst skipta máli að vera með hringlaga borð á móti þessum straumlínulöguðuhúsgögnum og svo fannst mér verða að vera hringlaga lýsing fyrir ofan borðið,“ segir Hanna Stína en ljósið fyrir ofan sófaborðið er hannað af Tom Dixon og fæst í Lúmex. Gluggatjöldin í stofunni eru sérsaumuð af Eddu Báru en efnið kemur frá Skermi.

Sófinn og stólarnir voru sérsmíðuð hjá Alter London. Borðið er ...
Sófinn og stólarnir voru sérsmíðuð hjá Alter London. Borðið er frá Minotti og kemur úr Módern og ljósið er eftir Tom Dixon. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Þegar inn í borðstofuna er komið vekja borðstofuborðin athygli.

Þau eru úr reyktri eik og eru íslensk hönnun og smíði og kemur úr smiðju Agustav sem er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem býr til fallega hluti úr viði. Borðstofuborðið er sniðuglega hannað því hægt er að raða því upp á nokkra mismunandi vegu. Hægt er til dæmis að hafa það ílangt.

Það var upphafleg hugmynd húsfreyjunnar sem vildi geta breytt uppröðun eftir því hvernig hentaði hverju sinni og Hanna Stína tók svo hugmyndina áfram með Agustav.

„Eigandinn vildi íslenskt handverk og þá var farið í að smíða það fyrir hann. Við borðið eru sérsmíðaðir stólar frá Alter London en ljósakrónan sem hangir fyrir ofan borðstofuborðið heitir Flamant og kemur frá Heimili og hugmyndum,“ segir hún.

Hanna Stína veggfóðraði herbergið og bekkinn með fallegu veggfóðri og ...
Hanna Stína veggfóðraði herbergið og bekkinn með fallegu veggfóðri og lét sérsmíða gula flauelspullu ofan á bekkinn. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Kósýhorn með stíl

Eitt skemmtilegasta hornið í húsinu er svokallað afslöppunarhorn.

„Í húsinu er lítill skáli þar sem gengið er út í garð. Í stað þess að setja laus húsgögn þarna ákvað ég að láta sérsmíða bekk með bólstruðum sessum og veggfóðra svo allt frá gólfi til lofts. Veggfóðrið kemur frá Arte. Þetta horn er mjög vel heppnað því þarna er gott að sitja og birtan er einstaklega falleg. Ég er mjög ánægð með hvernig til tókst því þetta er einangrað rými og það er alls ekki stórt. Þetta horn bauð upp á tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt og svolítið öðruvísi. Svona bekkir nýtast svo vel og í raun miklu betur en tveir stólar. Veggfóðrið heldur utan um rýmið og ég veit að þetta horn er mikið notað á heimilinu,“ segir Hanna Stína.

Gulir og bláir litir fá að njóta sín í húsinu. Gangurinn er til dæmis málaður blár og fá hvítir gólflistar og loftlistar að njóta sín. Á ganginum er lounge-borð frá Alter London. Borðið er eins og skúlptúr en fyrir ofan það er spegill frá Reflection Copenhagen sem var sérpantaður en Snúran selur vörur frá fyrirtækinu. Fyrir ofan má svo sjá ljós frá Tom Dixon.

Mikið sérsmíðað

Í húsinu er mikið af sérsmíðuðum húsgögnum. Hanna Stína segir að sér finnist skemmtilegt að láta sérsmíða húsgögn fyrir fólk því þá sé minni hætta að þitt heimili sé nákvæmlega eins og heimili nágrannans.

„Mér fannst rosalega skemmtilegt þegar maður getur sérsmíðað húsgögn sem enginn annar er með. Og mér fannst gaman að vinna með þessa liti og þessi veggfóður. Það er svo frábært þegar fólk þorir að vera öðruvísi og treystir manni. Eigendurnir lögðu línurnar en svo fékk ég frjálsar hendur. Það fannst mér sérlega gaman,“ segir hún.

Gulu stólarnir og blái sófinn tóna vel við málverkið.
Gulu stólarnir og blái sófinn tóna vel við málverkið. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Blái veggurinn passar vel við borðið sem kemur frá Alter ...
Blái veggurinn passar vel við borðið sem kemur frá Alter London og spegilinn sem kemur frá Reflection Copenhagen. Snúran selur vörur frá þeim. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Mjúkir litir einkenna stofuna.
Mjúkir litir einkenna stofuna. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Falleg húsgögn setja svip sinn á stofuna.
Falleg húsgögn setja svip sinn á stofuna. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Blái sófinn kemur frá Alter London.
Blái sófinn kemur frá Alter London. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Baðherbergið er hannað í stíl við húsið. Speglarnir eru sérsmíðaðir ...
Baðherbergið er hannað í stíl við húsið. Speglarnir eru sérsmíðaðir í Glerborg og svarti marmarinn kemur vel út á móti hvítum skápum. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Flísarnar á baðherberginu koma vel út. Þar mætast svartur og ...
Flísarnar á baðherberginu koma vel út. Þar mætast svartur og hvítur ásamt stíflökkuðu tréverki Ljósmynd/Gunnar Sverrisson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Þjálfari Kim K um hnébeygjur

05:00 Einkaþjálfarinn hennar Kim Kardashian veit hvað hún syngur þegar kemur að hnébeygju með lyftingastöng. Hún tekur saman sjö atriði sem hafa ber í huga. Meira »

Gómaði kærastann í framhjáhaldi

Í gær, 23:59 Ung kona í Bretlandi komst að því í gegnum Facebook að kærastinn hennar var að halda fram hjá henni.  Meira »

Gestirnir farnir heim úr brúðkaupinu

Í gær, 21:04 Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir buðu nánustu fjölskyldu í brunch í hádeginu en annars eru gestirnir að tínast til síns heima. Meira »

Þetta segir Rut Kára um unglingaherbergið

Í gær, 18:00 Regluleg grisjun, úthugsað litaval og notaleg lýsing geta, að sögn Rutar Káradóttur, hjálpað til við að halda vistarverum unglingsins á heimilinu fallegum. Meira »

Hundurinn Koby ekki skilinn út undan

Í gær, 15:00 Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson hafa átt hundinn Koby síðan 2012. Koby leikur stórt hlutverk í lífi þeirra og er með sitt eigið #kobygram Meira »

Íslenskur matur hjá Gylfa og Alexöndru

Í gær, 12:07 Brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur fór fram við Como-vatn á Ítalíu í gær. Íslenskir kokkar sáu um matinn. Meira »

Þórunn Antonía flutt í Hveragerði

Í gær, 11:00 Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir er flutt í Hveragerði eftir að hafa verið búsett í 101 Reykjavík um langa hríð.   Meira »

Flogið með þessa út til að skemmta

í gær Flogið var með landsþekkta skemmtikrafta til Ítalíu til að halda uppi stuðinu í brúðkaupi Alexöndru Helgu Ívarsdóttur og Gylfa Þórs Sigurðssonar. Meira »

Sjáðu brúðarkjól Alexöndru Helgu

í fyrradag Alexandra Helga Ívarsdóttir gekk að eiga Gylfa Þór Sigurðsson við Como-vatn á Ítalíu fyrr í kvöld. Hún klæddist glæsilegum hvítum kjól. Meira »

Kjólarnir í brúðkaupi Gylfa og Alexöndru

í fyrradag Óhætt er að segja að brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur sé brúðkaup ársins, allavega það sem af er ári. Þau giftu sig fyrr í kvöld við Como-vatn á Ítalíu. Meira »

Mikið af áhugaverðu húsnæði í pípunum

í fyrradag Reikna má með að þykja muni mjög eftirsóknarvert að búa í þeim hverfum og byggingarreitum sem eru á teikniborðinu eða jafnvel komin á framkvæmdastig. Gunnar Sverrir Harðarson segir að þar verði að finna húsnæði við allra hæfi. Meira »

Hvað get ég gert til að fá sléttari húð?

í fyrradag „Ég er 35 ára og hugsa mjög vel um húðina mína. Langar þó að fá hana aðeins sléttari og líflegri. Hef skoðað á netinu og þar er oft minnst á Dermapen. Hvað er það? Myndi það henta mér?“ Meira »

Svona æfir ungfrú heimur

í fyrradag Olivia Culpo sem var valin ungfrú heimur árið 2012 er í svakalegu formi. Hún sýnir nokkrar æfingar sem hjálpa henni með formið. Meira »

Mariam og Heiðar Helguson trúlofuð

15.6. Íslenski fótboltamaðurinn Heiðar Helguson og Mariam Sif Vahabzadeh eru trúlofuð. Hann bað hennar í Tyrklandi og verður brúðkaup þeirra næsta sumar. Meira »

Gróðurhúsið besta fjárfestingin

14.6. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði hefur unun af því að bæta samfélagið í kringum sig. Hún er mikill garðunandi og segir að lífsgæðin hafi aukist mikið þegar hún fékk gróðurhús í garðinn. Meira »

Eliza Reid er umhverfisvæn og smart

14.6. Forsetafrú Íslands, Eliza Reid, leggur upp úr því að vera fallega klædd en líka hagsýn og umhverfisvæn. Hún klæddist glæsilegum bleikum kjól þegar hún og eiginmaður hennar, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tóku á móti Frank-Walter Steinmeier, forseta Þýskalands, og frú Elke Büdenbender á Bessastöðum. Áður en boðið var til Hátíðakvöldverðar á Kolbrautinn í Hörpu buðu forsetahjónin gestunum á Bessastaði þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson lék fyrir gesti. Meira »

Útsýnishús við Háuhlíð komið á sölu

14.6. Háahlíð í Reykjavík er eitt fallegasta hús landsins. Um er að ræða fasteignina Háuhlíð 16 sem er 555 fm að stærð. Húsið var byggt 1955. Meira »

Forstjóri COS ánægð með Ísland

14.6. Fyrsta COS-verslunin á Íslandi var opnuð í síðustu viku en hún er við hið nýja Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur.  Meira »

Heiðrún Lind selur sína smekklegu íbúð

14.6. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur sett sína fögru íbúð á sölu.   Meira »

Vaknaðir þú öll bitin í morgun?

14.6. Landsmenn kvarta töluvert yfir bitum lúsmýs þessa dagana. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til að fyrirbyggja bit og hvað getum við gert þegar við vöknum útbitin? Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni segir að það sé mikilvægt að gera þetta. Meira »

Af hverju ákvað Oprah að léttast?

13.6. Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey ákvað að skrá sig í Weight Watchers eftir að læknar hennar sögðu henni að hún ætti á hættu að greinast með sykursýki eftir nokkur ár. Meira »