Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

Karen og Charles Spencer í brúðkaupi Harry og Meghan í …
Karen og Charles Spencer í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. mbl.is/AFP

Díana prinsessa fæddist kannski ekki prinsessa en hún bjó þó afar vel enda af aðalsfólki komin. Fólk fær smjörþefinn af hvernig var um að litast á herragarðinum sem hún bjó á um tíma í viðtali við Karen Spencer í Town & Country. Frú Spencer býr nú á herragarðinum Althorp sem hefur verið í eigu fjölskyldu Díönu prinsessu í um 500 ár. 

Díana bjó á herragarðinum með föður sínum þangað til hún gekk í hjónaband með Karli Bretaprins árið 1981. 

Karen Spencer er ekki ótengd Díönu en eiginmaður hennar er Charles Spencer, bróðir Díönu heitinnar. Á myndum sem fylgdu viðtalinu sem Karen Spencer birti á Instagram-síðunni af húsinu líkist húsið helst safni. Hún leggur þó áherslu á að húsið sé ekki safn heldur heimili en á heimilinu býr meðal annars hin sex ára gamla Charlotte Diana.  

Herragarðurinn Althorp er kannski engin höll en eins og sjá má hér er herragarðurinn afar glæsilegur. mbl.is