Högnuhús eitt af draumahúsum BBC

Bakkaflöt 1 í Garðabæ er á lista BBC yfir draumahús frá 20. öldinni. Húsið hannaði Högna Sigurðardóttir arkítekt. Það var byggt árið 1965 og er einstaklega fallegt. Það má segja að húsið hafi leikið lykilhlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Eiðnum, sem kom út árið 2016.

Húsið blandast einstaklega vel inn í umhverfið en aðeins þakið stendur upp úr. Húsið er 238 fermetrar ásamt 44,8 fermetra bílskúr. Berir steypuveggir eru einkennandi fyrir húsið í bland við fallegan við. Fasteignamat þess er 106.550.000 kr. 

Fleiri myndir af húsinu má skoða hér.

Jóra Jóhannsdóttir
Baltasar Kormákur í hlutverki föðursins í Eiðnum.
Baltasar Kormákur í hlutverki föðursins í Eiðnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál