72 tíma hús minnkar stress um 70%

Langar þig að afstressa þig í Svíþjóð og koma endurnærð/ur til baka? Hvernig myndi þér lítast á að njóta 72 tíma í glerhúsi í Svíþjóð? 

Hugmyndin á bak við 72 tíma húsið fæddist hjá fimm manneskjum sem vinna öll mjög stressandi störf. Þau ákváðu að byggja þetta glerhús og bjóða upp á upplifun þar sem ekkert áreiti er frá umhverfinu, bara þetta glerhús og sænsk náttúra en húsið er á einkaeyju og því engin truflun frá öðrum mannverum. 

Gerðar voru prófanir á húsinu og segir Walter Osika sem sérhæfir sig í rannsóknum á streitu að fólk hafi minnkað álag sitt um 70% með því að dvelja í 72 klukkutíma í glerhúsinu. 

Húsið sjálft er fallega hannað og búið til úr tré og gleri. Uppistaðan er timbur en svo er glært gler notað í tvo útveggi og loft. Þetta gerir það að verkum að fólk sefur undir stjörnubjörtum himni en í húsinu er bara rúm, ekkert net eða neitt sem truflar augað. Í húsinu eru rúmföt og handklæði, karfa með vatnsflöskum og bollum og höfuðlampi. Á svæðinu er hægt að róa á kajak eða fara út á bát og veiða. 

Húsið er á eyju við Henriksholm við vatnið Ånimmen í Svíðþjóð og er hægt að komast þangað með vélbát. Þessir þrír dagar kosta í kringum 100 þúsund krónur íslenskar og hægt er að panta sér gistingu á síðunni: https://www.stenebynas.se/book/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál